Jökull


Jökull - 01.12.1978, Side 70

Jökull - 01.12.1978, Side 70
Mynd 2. L.H. Miiller, Axel Grímsson, Reidar Sörensen og Tryggvi Einarsson. okkur félaga, að draga einir hina þungu sleða allt torleiðið upp á fjallið. Hálendið við Vatnahjalla er 2500 fet yfir byggð. Fimmtudaginn 19. mars var bjart veður og kyrt, hitastig -H3°C, svo að nú lék allt í lyndi. Kl. 9 vorum við tilbúnir, létum upp farangur okkar á hestana og lögðum af stað. Sjálfir vorum við auðvitað fótgangandi sem fyrr. Vegalengdin til fjallsins var 7 km, og þegar þangað kom sendum við hestana aftur. En þrír byggðarmenn hjálpuðu okkur félögum að draga sleðana upp brattann. Var það hið erf- iðasta verk. Gátum við ekki ráðið við nema annan sleðann í einu og urðum þó að verja okkur svo mjög til, að stundum lágum við næstum flatir upp eftir fjallshlíðinni. Þegar við höfðum komið fyrri sleðanum upp yfir snarasta brattann, sóttum við hinn, og að því búnu sneri einn byggðarmanna heim. En hinir hjálpuðu okkur við að draga sleðana áfram, og þurfti nú ekki nema 3 menn um hvorn. Loks komumst við upp á fjallsbrún kl. 5 e. h., eftir 6 tima strit. Þar er beinakerlingin Sankti Pétur, 3200 f. fyrir ofan sjávarflöt. Brugðum við ekki af gömlum og góðum landssið og stakk hver okkar sinni vísu í vörð- una. Hitastig var nú -H 10°C og stinnur næð- ingur, svo að við höfðum ekki langa viðdvöl þar efra. Drukkum við nú skilnaðarskál við þá vini okkar Gunnar frá Tjörnum og Björn, í heitu kaffi, og þökkuðum þeim sem best við kunnum góða fylgd. Jæja, nú áttum við enga að nema sjálfa okkur, og fyrsta verk okkar var að leggja á sjálfa okkur aktýgin og gerast hestar. Við Tryggvi beittum okkur fyrir sleðann, sem skriðmælirinn (log) var festur á, en þeir Axel og Sörensen fyrir hinn. Skíðafæri var ágætt, en sleðarnir þungir — 200 pund á hvorum, — og sjálfir vorum við uppgefnir eftir brekkuraun- ina. Við komumst því ekki nema 6 km á 2 tímum, og tjölduðum kl. 7 um kvöldið. Vorum við þá 3000 f. yfir sjávarfleti, hitastig -t- 16°C, veður kyrrt og lítilsháttar snjókoma. Kveikt- um við nú á báðum prímusvélunum og brátt var fyrsta máltíðin framreidd: hafrasúpa, harðfiskur, svinasteik, og kaffi á eftir. Þess þarf ekki að geta að við höfðum gráðuga matarlyst. Eftir það tókum við að huga að húðfötun- um, og skreið síðan hver í sitt. Höfðum við væna snjóköggla undir höfðinu. Við festum þegar væran svefn eftir fáeinar mínútur, og þótt við værum 3000 f. yfir sjávarfleti og kuldinn -M6°C, sváfum við af til morguns, svo fast og rólega sem fremst verður á kosið. Föstudaginn 20. mars fórum við á fætur kl. 6 og var þá hitastig -r- 16°C en veður kyrrt og bjart. Kl. 8 lögðum við af stað og stefndum beint í suður á Laugafell en ekki í útsuður, svo sem hin gamla ferðamannaleið liggur, til Eystri-Polla. Skíðafæri var hið besta, enda engar torfærur á leiðinni fyrr en um hádegis- bilið. Þá komum við að gjám miklum, sem urðu oss þrándur í götu. Gátum við ekki komið sleðunum yfir þær á aðra leið en þá, að við létum þá síga niður öðrum megin, en hófum þá upp hinum megin, og tafði þetta ekki lítið fyrir okkur. Væntanlega hefir það verið 68 JÖKULL 28. ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.