Jökull - 01.12.1978, Síða 72
voru þau úr sauðargærum, og er lítil mann-
raun að liggja úti í óbyggðum i þeim umbúð-
um. Kl. 11 sagði vökumaður, að kuldinn væri
þá aðeins 8°C. Mér þótti undrum sæta, hve
þau umskipti voru snögg, og trúði ég satt að
segja ekki vökumanni, hélt, að annaðhvort
hann eða hitamælirinn hefði orðið fyrir áhrif-
um af toddýinu. Ég fór því á fætur til þess að
gæta betur að mælinum, en saga vökumanns
reyndist sönn. Við fluttum þá sleðann, sem
mælirinn var festur á, lengra burt frá tjaldinu,
og breyttist hitastigið ekki við það. Þótti þá
óþarfi að nokkur vekti og fór vökumaður i
húðfat sitt og svaf ásamt okkur hinum þangað
til kl. 7 morguninn eftir.
Laugardaginn 21. mars var þoka um
morguninn og nokkur snjódrífa úr útsuðri,
kuldi 9°C (kl. 7). Við höfðum veðrið í fangið
og skyggni var hið versta, svo að við máttum
ekki greina, hvort fram undan voru flatir eða
gjár, og sóttist okkur því seint gangan. Einn
varð að vera á undan og hafa taug um sig, og
komumst við ekki nema 10 km á fyrstu 5
klukkutímunum. Um hádegið gekk vindurinn
heldur til norðurs, og reyndum við þá að koma
seglum við á sleðunum, — skiðasegl reyndum
við líka, — en með því að við höfðum vindinn
á hlið, þá kollsigldu sleðarnir sig, hvor á fætur
öðrum, og lá þá allt saman vembilfláka i
snjónum, segl, stög, aktýgi, skíðin, sleðarnir og
við sjálfir. Urðum við bráðlega fullþreyttir á
þeim leik. Veðrið fór sívaxandi og kl. 2 var
hann kominn í hánorður. Settum við þá upp
sleðaseglin og brunuðum nú áfram h. u. b. 2
km. En nú brast á stórhríð, svo að allt varð i
einu kófi, og með þvi að okkur var allt
ókunnugt um landslagið þótti okkur nóg um
skriðinn á sleðunum og þorðum því ekki
annað en fella seglin. Kl. 4 var veðurhæðin
orðin svo mikil, að sleðarnir þutu áfram
seglalausir undan vindinum, en við skíða-
mennirnir áttum fullt í fangi með að hamla,
svo að við hefðum einhverja stjórn á ferðinni.
Loks sáum við, að ófært var að halda áfram á
þann hátt og tókum við þá af okkur skíðin og
lögðum þau á sleðana. Snjórinn rauk og þyrl-
aðist, svo að við sáum ekki skíðislengd fram
undan okkur. Sáum við þá ekki annað ráð
vænna, en að við bundum okkur saman með
taug og óðum síðan snjóinn þangað til kl. 6.
Það er ótrúlega notalegt í slíku illviðri að vita
með sjálfum sér, að maður þarf ekki að hafa
fyrir því að leita uppi bæ eða veitingastað,
heldur flytur maður sjálfur heimilið með sér
og getur reist það frá grunni á fáeinum
mínútum. Það kvöld vorum við handfljótir, er
við reistum tjaldið. Skriðmælirinn sýndi, að
við höfðum farið 23 km, kuldinn var 9°C. Við
höfðum hvorki bragðað vott né þurrt um
daginn, og höfðum því sæmilega lyst á kvöld-
matnum (hafrasúpu og tvöföldum skammti af
nautaketi).
Heldur mátti heyra veðragný um nóttina,
og var stundum rykkt allóþyrmilega í tjaldið,
svo að við vöknuðum við. Var líkast að heyra
sem mörg hundruð fánar smyllu og skyllu
saman yfir höfðum okkar.
Sunnudaginn 22. mars var kuldinn 9°C og
ákaft hríðarveður af landnorðri, svo að varla
sá handa sk.il. Okkur kom því saman um að
biða átekta og halda kyrru fyrir.
Okkur hafði verið spáð, að við myndum
hreppa stórhríðar og illviðri, sem kynnu
jafnvel að standa yfir í eina eða tvær vikur.
Við vissum ekki nema að þessar spár myndu
rætast og þótti því ráðlegast að byrja þegar að
draga mat við okkur. Akváðum við því að
framvegis skyldi hver okkar fá 1 lítra af
hafrasúpu, !4 harðfisk, 2 smurðar kexkökur og
1 stykki af súkkulaði á dag, en þar að auki
nautaket annan hvorn dag. Taldist okkur svo
til, að við hefðum nægar vistir í 36 daga, ef svo
væri skammtað, svo að öllu var nú óhætt. Þar
að auki voru húðfötin svo frábærlega skjólgóð,
að óþarft var að kynda prímusvélarnar til
upphitunar.
Vettlingar okkar og risthlífar voru nú
orðnar svo lasburða, að við sátum fram undir
hádegi við að stoppa og staga. Tryggvi
saumaði sér jafnvel nýjar risthlifar. Ég er ekki
viss um, að allar húsmæður fari fimlegar með
saumnálina og stagnálina en við!
Um hádegi kveiktum við á prímusvélinni til
þess að sjóða hafrasúpu, en allt í einu brast á
það æði-veður, að okkur kom ekki annað til
hugar en að tjaldið mundi slitna upp og allt
70 JÖKULL 28. ÁR