Jökull


Jökull - 01.12.1978, Síða 77

Jökull - 01.12.1978, Síða 77
Fimmtudaginn 26. mars vöknuðum við klukkan 6. Þá var 1 °C hiti, en þokan mikil, svo að við vorum óvissir um, hvort við ættum að leggja upp eða halda kyrru fyrir og bíða bjartara veðurs. En nú höfðum við verið viku á fjallinu í staðinn fyrir 4 daga, eins og við .höfðum gert ráð fyrir, og óttuðumst við, að fólk okkar væri orðið hrætt um okkur. Við afréðum því að reyna að skreiðast nokkra kílómetra áfram. Nú var færðin ill og þokan svo svört, að við sáum tæpast 3 metra frá okk- ur. Við vorum skammt komnir áleiðis, er langur aflíðandi varð fyrir okkur, en færðin batnaði eftir því sem ofar dró og þá létti þok- unni, en kafald skall á í staðinn. Við vorum nú orðnir þaulæfðir og ótrúlega þolnir við að sækja á brattann og draga sleða á eftir okkur. Loks komumst við upp á hæðina, en þá var eftir að sjá, hvar fært væri niður. Við létum vera h. u. b. 100 metra millibil á milli sleð- anna, og skyldu þeir Axel og Sörensen fara fram og aftur milli þeirra svo að eigi fennti í skíðaförin og við þá ef til vill misstum af öðr- um hvorum sleðanum. Hins vegar fórum við Tryggvi að leita fyrir okkur, hvar komast mætti niður, annar í útsuður en hinn í vestur. Við komum aftur eftir 20 mínútur, en hvor- ugum hafði orðið neitt ágengt, brattinn var allstaðar of mikill. Nú fóru þeir Axel og Sörensen af stað, annar í suður, en hinn í landsuður. Sörensen sneri aftur eftir 15 mín- útur og hafði hann farið erindisleysu eins og við Tryggvi. Þegar hálftími var liðinn og Axel kom ekki, varð okkur órótt og var Tryggvi þá sendur til þess að leita hans. Enn leið fjórð- ungur stundar, og bólaði hvorki á Axel né Tryggva. Þá sendi ég Sörensen til þess að leita þeirra, því að nú leit út fyrir, að eitthvað óvænt hefði borið að höndum. En ég varð að bíða langar stundir, áður en þeir félagar snéru aftur, og ægilegar hugsanir um afdrif þeirra tóku að ásækja mig. Kafaldið og ofviðrið voru nú komin í algleyming, svo að ég átti fullt í fangi með að hlaupa fram og aftur milli sleð- anna. Eg rak alla stafi, sleðasiglur o. s. frv., sem fyrir hendi voru, niður meðfram skíðaförun- um milli sleðanna, til þess að þeim félögum gengi betur að rata á mig og sleðana. Loks komu þeir í ljósmál allir þrír í einu eftir 2 klukkutíma fjarveru. Eg varð svo feginn að sjá þá aftur að ég steingleymdi að setja ofan í við Axel, eins og ég hafði þó ætlað mér. Hann hafði hitt á stað, þar sem auðvelt var að komast niður. Hafði hann fyrst farið niður i kleif eina, sem var svo þröng, að hann gat ekki villst í henni og hafði síðan haldið áfram langar leiðir, þangað til hann kom út á sléttu mikla. Við biðum nú ekki boðanna, lögðum af stað niður Axelskleif og héldum áfram þangað til við vorum komnir út á sléttuna. Nú birti til og gerði glaða sólskin, en veður var hvasst á norðan. Sól var nú hæst á lofti, en þó var kuldinn 10°C. Við áttum í rauninni að stefna beint í vestur á Tungufell, en með því að okkur kom saman um, að synd væri að nota ekki hið ágæta leiði, þá settum við upp segl og stefndum beint í suður. Nú bar okkur óðfluga yfir, kílómetra eftir kílómetra, svo að við fór- um 10 km á 58 mínútum. En þá urðum við að taka ofan seglin, því að veðrið óx sífellt og þar að auki gerði kafald, svo að við sáum ekkert fram undan. Kuldinn var nú 15°C og var það nú okkar eina áhugamál að komast af fjallinu, því að ella gátum við búist við annari slíkri nótt sem við höfðum átt í Skrattabæli. Nokkuð miðaði okkur og niður á við, en þó sóttist ferðin seint vegna kafalds og svartviðris. Kl. 7 um kvöldið vorum við komnir á Kambabrún fyrir ofan Laxá, h. u. b. 3 km í landnorðri við Hörgsholt í Hreppum (8 km í landnorðri við Hruna). Við höfðum farið 34 km um daginn. Kuldinn var nú 12°C. Nú ætluðum við að reisa tjaldið, en náðum því ekki í sundur fyrir frosti, því að þokusúld hafði verið um morguninn. Reyndist ógerlegt að þíða það, svo að við tókum þegar að gera snjókofa og höfðum lokið því verki eftir 2 klukkustundir. Höfðum við þar góðan og hlýjan næturstað. Föstudaginn 27. mars var 12°C kuldi kl. 7 um morguninn. Veður var bjart og kyrrt og sáum við nú yfir byggðina. Þá var sú þraut eftir, að finna hvar fært væri niður, því að meðfram Laxá eru gjár miklar og margar og allógreitt yfirferðar. Okkur heppnaðist það eftir talsverða erfiðleika, og kl. 11 '/2 vorum við JÖKULL 28. ÁR 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.