Jökull


Jökull - 01.12.1978, Page 78

Jökull - 01.12.1978, Page 78
komnir að fjárhúsunum frá Laxárdal. Þar neyttum við síðast matar undir beru lofti. Þó að við hefðum ekki sparað vistir við okkur hina síðustu daga, þá var samt eftir 10 daga forði af mat, en 8 daga forði af steinolíu. Við komum að Laxárdal kl. IV2 um daginn. Við munum hafa verið allófrýnilegir sýnum, því að allar skepnur, sem urðu á vegi okkar, hundar, kettir, hænsn og kindur, hlupu undan okkur á harða spretti eins og þær hefðu séð fjandann sjálfan. Það er og sannast að segja, að við vorum ekki vel hreinir, því að mat- reiðslumaður hafði verið spar á vatnið, og að því er ég veit best, hafði enginn okkar þvegið sér á leiðinni, enda höfðum við hvergi rekist á baðhús eða rakarastofu. Meðan við þvoðum okkur og rökuðum, bar heimilisfólkið súkkulaði, kaffi og heitar pönnukökur á borð. Þær góðgerðir komu okkur, enda átum við og drukkum sleitulaust. Okkur var það nautn eftir 8 daga útilegu að sitja við borð með drifhvítum dúki og drekka úr hreinum bollum. Bóndinn í Laxárdal, Högni Guðmundsson, vildi fyrir hvern mun að við hvíldum okkur þar einn eða tvo daga, en við vildum ekki standa við nema 2 tíma og héldum síðan fótgangandi til Birtingaholts. Þetta var þá eftir af okkur eftir 237 km ferða- lag! í Birtingaholti skorti ekkert, — þar var eins og við værum komnir á veitingastað af besta tæi. Það var unun að leggjast í velbúið rúm eftir að hafa sofið 13 nætur í húðfötum. Laugardaginn 28. mars héldum við frá Birtingaholti að Húsatóftum, þaðan í bíl að Kömbum. Síðan fórum við á skíðum yfir Hellisheiði og náttuðum okkur á Kolviðarhól. Daginn eftir komum við til Reykjavíkur úr þessari Bjarmalandsferð. Höfðum við þá farið 334 km. (Árni Pálsson þýddi. Áður birt í Skírni 1926). ABSTRACT The anthor, L. H. Muller, who did a pioneer work in introducing ski sport in Iceland, describes a tour on skis he and three others made through Central Iceland in March 1925. From Eyjafjördur, where he and his comrades happened to participate in the rescue work after a snow avalanche at the farm Úlfsá on 18th March, they walked to Laugafell and then by Eastern Hofsjökull to Arnarfell. Múlajökull, a southeastern outlet of Hofsjökull, had then clearly finished a surge, or nearly so. From Arnarfell they continued west- wards, crossing rivers from Hofsjökull, but south of Kerlingarfjöll they turned southwest and reached the farm Laxárdalur in Hreppar on 27 March, having walked ca. 240 km in 8 days. Á vélsleðum um Vatnajökul Laugardaginn 7. júlí 1973 lagði upp í Vatnajökulsför frá Reykjavík þriggja manna leiðangur með jafn marga snjósleða. Þátttak- endur auk undirritaðs voru Hákon Sigurðsson og Freyr Bjartmarz. Að kvöldi laugardagsins vorum við allir sáman komnir í skála Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheimum í svarta þoku og súld. En er menn vöknuðu um fimmleytið næsta morgun hafði heldur betur breytt um veður, þokunni hafði létt og komið var fegursta veður. Voru menn nú heldur betur handfljótir að ferðbúast yfir að jökli. Bílstjórarnir, þeir Einar Gunnarsson og Birgir Rafn Jónsson og aðstoðarmenn þeirra, skildu ekki við okkur fyrr en allt draslið var komið á jökul. Að þessu sinni var aðstaðan við jökulröndina með því besta sem gerist. Tungná lítil sem lækur, enda frost með morgninum. Snjór var með mesta móti og náði niður undir jökulrönd. Við vorum því í besta skapi þegar við brunuðum af stað um átta leytið upp á jökul og tókum 76 JÖKULL 28. ÁR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.