Jökull - 01.12.1978, Side 82
Bárðarbunga
Yfir þessu örnefni hvílir ró. Fyrir hugskot-
sjónum stendur mikið, óhagganlegt jökulhvel,
en fáar sögur fara af staðnum. Ef nánar er að
gætt, má sjá, að ekki hefur alltaf verið jafn
kyrrt við Bárðarbungu og nú virðist. Geysi-
miklar hrannir jökulruðnings liggja alls staðar
norðan með jökulröndinni, og í þeim sýnist
miklu meira efni en jökullinn gæti nurlað
saman úr undirlagi sínu á þeim 10.000 árum,
sem liðin eru frá ísaldarlokum. Ætla verður,
að eldgos í og við bunguna hafi lagt til efni í
þessa miklu garða. Hvað sem rólegu yfirbragði
viðvíkur, þá á Bárðarbunga og nágrenni
traustan sess í forustu skjálftaframleiðenda
hér á landi hin síðari ár, en skaparinn einn
veit, hvað það kann að boða.
Ljóst er af meðfylgjandi mynd, að Bárðar-
bunga hefur ekki þær mjúku, ávölu línur, sem
nafnið gefur til kynna, heldur er kollur hennar
flatur og sléttur ef ekki íhvolfur. Býður því í
grun, að undir ísnum leynist askja, sem raunar
hefur verið bent á áður hér í blaðinu. Hefur
þessi askja sitt op sem og aðrar öskjur og veit
það til austurs. Þar sígur jökullinn fram enda
sjást meiri sprungur þar en annars staðar á
bungunni.
Fjær á jöklinum blasa við skuggalegir Svía-
hnúkar og nokkru norð-vestar eru tveir sig-
katlar, afleiðing Skaftárhlaupa og farvegur
suður úr þeim eystri. I fjarska teygir sig
Hvannadalshnúkur upp úr skýjum, og úti á
Breiðamerkurdjúpi blika sólargeislar. Til
vinstri á myndinni eru tindar Suðursveitar-
fjalla.
Myndin er tekin 27. september 1977, kl.
10.50 úr áætlunarflugvél Flugleiða til Egils-
staða.
80 JÖKULL 28. ÁR