Jökull


Jökull - 01.12.1978, Page 96

Jökull - 01.12.1978, Page 96
árinu og var árgangur 1976 sá síðasti er Sveinbjörn Björnsson sér um að sinni. Hafi hann hugheila þökk fyrir ágætt starf. Næsta hefti er nú í bígerð. Samkvæmt áður gerðu samkomulagi standa nú bæði Jarðfræðifélagið og Jöklarannsóknafélagið að Jökli og er Ingvar Birgir Friðleifsson, jarðfræðingur, ritstjóri af hálfu jarðfræðinga, en Helgi Björnsson af hálfu jöklamanna, ég sem formaður og svo hefur Magnús Hallgrímsson, verkfræðingur, góðfúslega tekið að sér að verða einskonar rit- stjóri íslensks efnis, sem yrði sér á parti aftast í ritinu ásamt frásögnum af málum beggja fé- laganna. Þarna verður um að ræða ýmsan fróðleik, sem ekki á beint erindi á erlend mál, frásagnir af ferðalögum á jöklum o. fl. SAMKOMUR Að lokum skulu nefndar samkomur félags- ins. Fræðslufundur var aðeins einn á starfsár- inu, 12. maí, en fjölsóttur að vanda. Þar fjöll- uðu þeir Helgi Björnsson og Magnús Hall- grímsson um sína miklu ferð um Bandaríkin til að kynna sér snjó- og snjóflóðarannsóknir. Snjóleysi var þar einkum til baga. En þetta var mjög gagnleg ferð þeim báðum og hafa þeir samið um hana sérlega greinargóða skýrslu, sem hægt er að fá hjá þeim til lesturs, ef ein- hverjir hafa sérstakan áhuga á. Formaður tel- ur sér til hróss, að hafa átt nokkurn þátt í því að úr þessari ferð varð. Árshátíð félagsins, sem haldin var í Snorra- búð 19. nóv., var með sérstökum ágætum og hefur aldrei verið fjölsóttari. Ræðumaður kvöldsins var ekki af verra taginu, Eysteinn Jónsson. Nýr kór lét í sér heyra. Hafi Bára og aðrar konur skemmtinefndarinnar mikla þökk fyrir ágætt starf. AFKOMA Afkoma félagsins má heita furðu góð á þessum síðustu og verstu tímum. Félögum hefur fjölgað á árinu um nær 80 og eru nú 587. Nokkum þátt í þessari fjölgun á sýning- arbás sá, sem Jöklarannsóknafélagið útbjó í Norræna húsinu sem hluta af hálfrar aldar afmælissýningu Ferðafélags Islands. Áskrif- endalisti lá þarna frammi. Sýningin var fé- laginu til sóma og vil ég nefna meðal þeirra, sem þar áttu þátt í, Stefán Bjarnason, Val Jóhannesson, Rögnu Karlsdóttur og Ævar Jóhannesson. Sæluhús J.Ö.R.F.I. í Esjufjöllum og Kverkfjöllum Húsin eru 15 m2 að flatarmáli hvort um sig. I þeim eru kojur með svampdýnum fyrir 12 manns og ef þörf krefur geta 4 sofið á gólfi. Lítið anddyri er til geymslu bakpoka og yfir- hafna. I svefnskála er borð, tveir kollar og bekkur. Ekkert eldstæði er í húsunum, því ætlast er til að ferðalangar hafi með sér hit- unartæki. Við Esjufjallahúsið er gott vatnsból í gili skammt suðvestan hússins en bræða verður snjó i Kverkfjöllum. I húsunum er fúavarin furugrind, klædd með vatnsheldum; plast- húðuðum birkikrossviði, sem er skrúfaður á grindina. Yfir skrúfuraðirnar voru síðan negldir listar með þéttikýtti undir. Að innan eru húsin einangruð með plasteinangrun og klædd lökkuðum grenikrossviði. Tvöfalt gler er í öllum gluggum og hlerar fyrir þeim að utan. Ytri hurð er tvískipt og við hana ofan- verða fest skófla. Esjufjallahúsinu er fest niður á þann hátt að fylltir voru með grjóti, 4 möskva kassar úr plasthúðuðum, galvaniseruðum vír. I gegnum þá eru boltar, sem festa niður tveim langtrjám, sem aftur eru fest í hvern gólfbita með tveimur girðum. I kringum húsið var síðan hlaðinn grjótkampur. Var lauslega áætlað að um 14 tonn af grjóti hafi farið í þennan frágang. I Kverkfjöllum er festingin að því leiti frá- brugðin, að þar var borað ofan í móbergið fyrir 2 tommu galvaniseruðum vatnsrörum, sem rekin voru um 60 cm niður. Síðan voru settir flangsar á rörendana og langtrén boltuð á þá. Að öðru leyti var gengið eins frá báðum húsunum. Jón E. ísdal. 94 JÖKULL 28. ÁR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.