Jökull


Jökull - 01.12.1986, Page 31

Jökull - 01.12.1986, Page 31
lendi norðan á skaganum. Sunnan megin hefur útsæn- um unnizt betur að kroppa af landinu. Gosbeltið sjálft stefnir rétt norðan við austur en á ská yfir það liggja eldstöðvakerfi eða gosfylki og stefna nærri SV-NA. í hverju gosfylki er gjarnan ein meiriháttar dyngja, þó iðulega megi greina ummerki eldri dyngjugosa í næsta nágrenni hennar; þá sem móbergsstapa eða grágrýtis- skildi. Auk þess er fjöldi af gossprungum í hverju fylki. Þær knippast saman á mjóum ræmum, sem kallaðar hafa verið gosreinar. Þeim samsvara mó- bergshryggirnir á skaganum. Berg á skaganum er misvel lekt. Mest er lektin í ungum, gjallríkum og sprungnum hraunum. Veruleg lekt er einnig í grágrýti og bólstrabergi en minnst í þursabergi og túffi, einkum þó ummynduðu. Jarðvatn stendur hærra, þar sem lekt er lítil og því Iiggur jarð- vatnsborð mun hærra í móbergsfjallaklasanum austan Kleifarvatns en í ungu hraunaþekjunum á vestanverð- um skaganum. Er munurinn líklega um 200 m y.s. á móti 1—2 m y.s. Vestast flýtur ferskvatnið á sjó í berginu eins og olía á vatni. Er ferskvatnslagið þar aðeins um 50 m þykkt. Sprungufylki, eða sprungu- skarar, fylgja gosfylkjunum og auka þau mjög á lekt í sprungustefnuna. Grunnvatnið er yfirleitt ferskt og hreint. Hiti í því er oftast 3,5 —5°C, en þó meiri þar sem áhrifa gætir frá háhitasvæðunum á skaganum. Efnainnihald er lítið norðan á skaganum. Klóríð er þar t.d. um 10 mg/1. Vestar á skaganum gætir vindborins sjávarsalts meira. Á Rosmhvalanesi er klóriðinnihald 20—30 mg/1 og á vatnstökusvæði Hitaveitu Suðurnesja 40—70 mg/1. Þar gætir einnig áhrifa háhitasvæðisins í Svartsengi. Hin háhitasvæðin á skaganum hafa ugglaust einnig áhrif á efnainnihald ferskvatnsins, þó minna sé um það vitað. Grunnvatnið á Reykjanesskaga er mikil auðlind. Þar er neyzluvatnsforði meiri hluta þjóðarinnar um langa framtíð. Þar eru taldar ákjósanlegar aðstæður til fiskeldis og þar hefur komið til tals að reka margs konar iðnað. Það varðar því miklu, að grunnvatnið sé nýtt með fyrirhyggju og aðgát, því grunnvatnsforðinn er takmarkaður, þó mikill sé.

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.