Jökull - 01.12.1986, Síða 32
Minning:
ALEXANDER A. KRASNOV
jarðfrœðingur
Einn þeirra manna, sem komu hingað til lands í
fyrstu rannsóknaferðinni, sem vísindaakademía Sovét-
ríkjanna efndi til árið 1971, var Alexander A. Krasnov,
jarðfræðingur frá Moskvu. Vart hefur hann grunað er
hann kom hingað fyrst að hann ætti eftir að ljúka ævi
sinni hér á landi eins og nú hefur orðið. Hann varð
bráðkvaddur 21. september 1986, þegar hann var á
ferðinni á Reykjanesskaganum skammt austan við
Grindavík ásamt tveimur félögum sínum. Krasnov var
mörgum íslenskum jarðvísindamönnum að góðu kunn-
ur, enda hafði hann tekið þátt í flestum ef ekki öllum
rannsóknaferðum vísindaakademíunnar hingað til
lands, en þær eru nú orðnar meira en tíu talsins.
Alexander Krasnov fæddist 21. apríl 1931 í Moskvu.
Hann stundaði jarðfræðinám þar og lauk prófi 1954. Á
síðari hluta sjöunda áratugarins tók hann m.a. þátt í
leiðangri sovésku vísindaakademíunnar til rannsókna á
sprungusvæðinu mikla í Austur-Afríku. Margir þeirra
sem í þeim leiðangri voru áttu síðar eftir að starfa að
rannsóknum hér á landi. Krasnov var um langt skeið
vísindaritari fyrir eldljallafræði hjá jarðeðlisfræðinefnd
sovésku vísindaakademíunnar, en sú nefnd annast
samskipti akademíunnar út á við á sviði jarðfræða. Þeg-
ar akademían sendi fyrst hóp manna hingað til lands
1971 tók Krasnov mjög virkan þátt í skipulagningu
ferðarinnar og var framkvæmdastjóri hópsins eins
og hann hefur reyndar einnig verið í seinni rannsókna-
ferðum. Aðaláhugamál hans sjálfs voru á sviði eldfjalla-
fræði, bergfræði og almennrar jarðfræði. Af langri veru
sinni hér á landi öðlaðist hann góða þekkingu á landi
og þjóð og miðlaði henni gjarna til vina sinna og sam-
starfsmanna heima fyrir. Honum var hlýtt til Islendinga
og hann átti hér marga vini.
Krasnov tók oft á móti íslenskum starfsbræðrum sín-
um heima fyrir, er þeir komu í heimsókn til að ræða
niðurstöður rannsóknanna og hugsanleg ný verkefni.
Hann gaf sér þá jafnan góðan tíma til að sýna þeim
söguleg menningarverðmæti bæði í heimaborg sinni,
Moskvu, og einnig í Leningrad. í síðasta skipti sem ég
sótti hann heim þar fyrir þremur árum ásamt Olafi
Flóvenz jarðeðlisfræðingi sýndi hann okkur m.a. mið-
aldabæinn Sagorsk rétt utan við Moskvu, og var dóttir
hans María með í þeirri ferð.
Alexander Krasnov lætur eftir sig konu og eina dótt-
ur, sem fetar í fótspor föðurins, lærði jarðeðlisfræði og
starfar nú á því sviði.
Guðmundur Pálmason
Krasnov (t.v.) ásamt S. Zverev á
Hermitage listasafninu í Leningrad er
þeir voru að sýna það íslenskum
starfsbræðrum sínum í marsbyrjun
1983.
30