Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1986, Qupperneq 32

Jökull - 01.12.1986, Qupperneq 32
Minning: ALEXANDER A. KRASNOV jarðfrœðingur Einn þeirra manna, sem komu hingað til lands í fyrstu rannsóknaferðinni, sem vísindaakademía Sovét- ríkjanna efndi til árið 1971, var Alexander A. Krasnov, jarðfræðingur frá Moskvu. Vart hefur hann grunað er hann kom hingað fyrst að hann ætti eftir að ljúka ævi sinni hér á landi eins og nú hefur orðið. Hann varð bráðkvaddur 21. september 1986, þegar hann var á ferðinni á Reykjanesskaganum skammt austan við Grindavík ásamt tveimur félögum sínum. Krasnov var mörgum íslenskum jarðvísindamönnum að góðu kunn- ur, enda hafði hann tekið þátt í flestum ef ekki öllum rannsóknaferðum vísindaakademíunnar hingað til lands, en þær eru nú orðnar meira en tíu talsins. Alexander Krasnov fæddist 21. apríl 1931 í Moskvu. Hann stundaði jarðfræðinám þar og lauk prófi 1954. Á síðari hluta sjöunda áratugarins tók hann m.a. þátt í leiðangri sovésku vísindaakademíunnar til rannsókna á sprungusvæðinu mikla í Austur-Afríku. Margir þeirra sem í þeim leiðangri voru áttu síðar eftir að starfa að rannsóknum hér á landi. Krasnov var um langt skeið vísindaritari fyrir eldljallafræði hjá jarðeðlisfræðinefnd sovésku vísindaakademíunnar, en sú nefnd annast samskipti akademíunnar út á við á sviði jarðfræða. Þeg- ar akademían sendi fyrst hóp manna hingað til lands 1971 tók Krasnov mjög virkan þátt í skipulagningu ferðarinnar og var framkvæmdastjóri hópsins eins og hann hefur reyndar einnig verið í seinni rannsókna- ferðum. Aðaláhugamál hans sjálfs voru á sviði eldfjalla- fræði, bergfræði og almennrar jarðfræði. Af langri veru sinni hér á landi öðlaðist hann góða þekkingu á landi og þjóð og miðlaði henni gjarna til vina sinna og sam- starfsmanna heima fyrir. Honum var hlýtt til Islendinga og hann átti hér marga vini. Krasnov tók oft á móti íslenskum starfsbræðrum sín- um heima fyrir, er þeir komu í heimsókn til að ræða niðurstöður rannsóknanna og hugsanleg ný verkefni. Hann gaf sér þá jafnan góðan tíma til að sýna þeim söguleg menningarverðmæti bæði í heimaborg sinni, Moskvu, og einnig í Leningrad. í síðasta skipti sem ég sótti hann heim þar fyrir þremur árum ásamt Olafi Flóvenz jarðeðlisfræðingi sýndi hann okkur m.a. mið- aldabæinn Sagorsk rétt utan við Moskvu, og var dóttir hans María með í þeirri ferð. Alexander Krasnov lætur eftir sig konu og eina dótt- ur, sem fetar í fótspor föðurins, lærði jarðeðlisfræði og starfar nú á því sviði. Guðmundur Pálmason Krasnov (t.v.) ásamt S. Zverev á Hermitage listasafninu í Leningrad er þeir voru að sýna það íslenskum starfsbræðrum sínum í marsbyrjun 1983. 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.