Jökull - 01.12.1986, Blaðsíða 78
1. mynd. Kort sem sýnir Tungnaárjökul og Brúarjök-
ul í Vatnajökli og rennslismæla í Tungnaá, Jökulsá á
Brú og Kreppu. — Fig. 1. The glaciers Tungnaárjök-
ull and Bruarjökull and the gauging stations in the
rivers originating at their terminuses.
til 8,1 m að meðaltali á ári eftir svæðum en flatarmál jök-
ulsins hefur minnkað um allt að 30 ferkílómetra á sama-
tíma, 1959 — 1979 (Sigm. Freysteinsson 1984), á vatna-
sviðiTungnaár.
Heildarvatnasvið Tungnaár er 1350 km2 að flatar-
máli ofan síritans við Vatnaöldur (mynd 1). Berg-
grunnurinn er úr nútíma hraunum, móbergi og jökul-
eða vatnaseti. Jökulvatn frá Torfajökulssvæðinu renn-
ur í Tungnaá. Hún er samsett úr þremur þáttum.
Samkvæmt athugunum Hauks Garðarssonar (Haukur
Garðarsson 1982) er grunnvatnsþátturinn um 60%
miðað við síritann við Vatnaöldur. Jökulþátturinn er
talinn hafa verið um 25% um miðbik aldarinnar (mið-
aður við sama stað) (Helgi Björnsson 1982 b). Yfir-
borðsvatn kann því að nema 10—20% af heildar-
rennslinu.
Adda Bára Sigfúsdóttir metur ársúrkomu á Tungna-
árjökli á bilinu 1900—2900 mm (Adda Bára Sigfús-
dóttir 1964, 1975) m.a. eftir tiltölulega fáum ákomu-
tölum úr leiðöngrum Jöklarannsóknarfélagsins.
Ef meðalársúrkoma væri 2400 mm, gæti ársaf-
rennslið frá Tungnaárjökli verið um 290 Gl. Þá er
miðað við að jöklabúskapurinn sé í jafnvægi. Jafngild-
ir þetta 11 — 12% af ársrennslinu í Tungnaá (miðað
við Vatnaöldur).
BRÚARJÖKULL OG KREPPA/JÖKULSÁ Á
BRÚ
Flatarmál Brúarjökuls er 1486 km2 miðað við ísa-
skil (Kristinn Einarsson 1982 a). Ekki er vitað hve
stórt vatnasvið hann geymir, en hér verða 1300 km"
notaðir sem ágiskun. Yfirborðshæðin er milli 700 og
1400 m y.s. Ef undirlag jökulsins er nokkuð flatt og í
700—1000 m h.y.s. gæti þykkt hans verið allt að 700
metrar og rúmmálið fáein hundruð rúmkílómetrar. Ur
þykktarmælingum með skjálftabylgjum fengust 740
þykktarmetrar í 1410 metra hæð. (Jón Eyþórsson
1951, J.J. Holtzcherer 1954).
Á gervitunglamynd frá 1973 (sjá t.d. Helgi Björns-
son 1982 b) var jafnvægislínan nálægt 1250 metrum
yfir sjávarmáli. Þá kunna 40—50% yfirborðsins að
vera neðan línunnar. Þessi hæðartala er breytileg með
árferði.
Framhlaup verða í Brúarjökli (Sig. Þórarinsson
1964, 1969). Hefur jökullinn hopað nokkra kílómetra
á köflum eftir síðasta framhlaup árið 1964, af loftljós-
myndum að dæma.
Tvær stórar ár renna frá Brúarjökli: Jökulsá á Brú
og Kreppa. Þær eiga að auki upptök á um 1250 km
stóru ísvana svæði, sé miðað við sírita við brú á
Kreppu og að Brú við Jökulsá (mynd 1). Báðar árnar
flytja hlutfallslega mikið jökulvatn sem sést t.d. af því
að sumarrennsli getur orðið allt að 40-falt vetrar-
rennsli í Jökulsá og 18-falt í Kreppu.
Adda Bára Sigfúsdóttir hefur metið ársmeðalúr-
komu á Brúarjökli 1931 — 1960 af nokkrum ákomu-
tölum (Adda Bára Sigfúsdóttir 1964, 1975). Sam-
kvæmt áætlun hennar er úrkoman á bilinu 1200 mm
til 3200 mm og fer minnkandi er norðar dregur. Væri
meðalúrkoma á jöklinum öllum 2000 mm á ári og
búskapurinn í jafnvægi gæti tilsvarandi afrennsli af
honum numið um 2600 Gl/ár. Meðalrennsli beggja
vatnsfallanna er um 5000 Gl/ár. Má því búast við því
að meira en 2000 G1 á ári svari til jöklarýrnunar og
afrennslis af jökulvana landi. En þar sem töluverð
óvissa er um flatarmál jökulsins og ársúrkomuna getur
tala sem þessi aðeins verið vísbending.
MAT Á AFRENNSLI TUNGNAÁRJÖKULS
Eftirfarandi gögn voru notuð varðandi Tungnaár-
jökul:
1. Fjórtán langskurðir af Tungnaárjökli, 3 til 15 km
langir með stefnu VSV—ANA og fjórir langskurðir
76