Jökull


Jökull - 01.12.1986, Síða 78

Jökull - 01.12.1986, Síða 78
1. mynd. Kort sem sýnir Tungnaárjökul og Brúarjök- ul í Vatnajökli og rennslismæla í Tungnaá, Jökulsá á Brú og Kreppu. — Fig. 1. The glaciers Tungnaárjök- ull and Bruarjökull and the gauging stations in the rivers originating at their terminuses. til 8,1 m að meðaltali á ári eftir svæðum en flatarmál jök- ulsins hefur minnkað um allt að 30 ferkílómetra á sama- tíma, 1959 — 1979 (Sigm. Freysteinsson 1984), á vatna- sviðiTungnaár. Heildarvatnasvið Tungnaár er 1350 km2 að flatar- máli ofan síritans við Vatnaöldur (mynd 1). Berg- grunnurinn er úr nútíma hraunum, móbergi og jökul- eða vatnaseti. Jökulvatn frá Torfajökulssvæðinu renn- ur í Tungnaá. Hún er samsett úr þremur þáttum. Samkvæmt athugunum Hauks Garðarssonar (Haukur Garðarsson 1982) er grunnvatnsþátturinn um 60% miðað við síritann við Vatnaöldur. Jökulþátturinn er talinn hafa verið um 25% um miðbik aldarinnar (mið- aður við sama stað) (Helgi Björnsson 1982 b). Yfir- borðsvatn kann því að nema 10—20% af heildar- rennslinu. Adda Bára Sigfúsdóttir metur ársúrkomu á Tungna- árjökli á bilinu 1900—2900 mm (Adda Bára Sigfús- dóttir 1964, 1975) m.a. eftir tiltölulega fáum ákomu- tölum úr leiðöngrum Jöklarannsóknarfélagsins. Ef meðalársúrkoma væri 2400 mm, gæti ársaf- rennslið frá Tungnaárjökli verið um 290 Gl. Þá er miðað við að jöklabúskapurinn sé í jafnvægi. Jafngild- ir þetta 11 — 12% af ársrennslinu í Tungnaá (miðað við Vatnaöldur). BRÚARJÖKULL OG KREPPA/JÖKULSÁ Á BRÚ Flatarmál Brúarjökuls er 1486 km2 miðað við ísa- skil (Kristinn Einarsson 1982 a). Ekki er vitað hve stórt vatnasvið hann geymir, en hér verða 1300 km" notaðir sem ágiskun. Yfirborðshæðin er milli 700 og 1400 m y.s. Ef undirlag jökulsins er nokkuð flatt og í 700—1000 m h.y.s. gæti þykkt hans verið allt að 700 metrar og rúmmálið fáein hundruð rúmkílómetrar. Ur þykktarmælingum með skjálftabylgjum fengust 740 þykktarmetrar í 1410 metra hæð. (Jón Eyþórsson 1951, J.J. Holtzcherer 1954). Á gervitunglamynd frá 1973 (sjá t.d. Helgi Björns- son 1982 b) var jafnvægislínan nálægt 1250 metrum yfir sjávarmáli. Þá kunna 40—50% yfirborðsins að vera neðan línunnar. Þessi hæðartala er breytileg með árferði. Framhlaup verða í Brúarjökli (Sig. Þórarinsson 1964, 1969). Hefur jökullinn hopað nokkra kílómetra á köflum eftir síðasta framhlaup árið 1964, af loftljós- myndum að dæma. Tvær stórar ár renna frá Brúarjökli: Jökulsá á Brú og Kreppa. Þær eiga að auki upptök á um 1250 km stóru ísvana svæði, sé miðað við sírita við brú á Kreppu og að Brú við Jökulsá (mynd 1). Báðar árnar flytja hlutfallslega mikið jökulvatn sem sést t.d. af því að sumarrennsli getur orðið allt að 40-falt vetrar- rennsli í Jökulsá og 18-falt í Kreppu. Adda Bára Sigfúsdóttir hefur metið ársmeðalúr- komu á Brúarjökli 1931 — 1960 af nokkrum ákomu- tölum (Adda Bára Sigfúsdóttir 1964, 1975). Sam- kvæmt áætlun hennar er úrkoman á bilinu 1200 mm til 3200 mm og fer minnkandi er norðar dregur. Væri meðalúrkoma á jöklinum öllum 2000 mm á ári og búskapurinn í jafnvægi gæti tilsvarandi afrennsli af honum numið um 2600 Gl/ár. Meðalrennsli beggja vatnsfallanna er um 5000 Gl/ár. Má því búast við því að meira en 2000 G1 á ári svari til jöklarýrnunar og afrennslis af jökulvana landi. En þar sem töluverð óvissa er um flatarmál jökulsins og ársúrkomuna getur tala sem þessi aðeins verið vísbending. MAT Á AFRENNSLI TUNGNAÁRJÖKULS Eftirfarandi gögn voru notuð varðandi Tungnaár- jökul: 1. Fjórtán langskurðir af Tungnaárjökli, 3 til 15 km langir með stefnu VSV—ANA og fjórir langskurðir 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.