Jökull


Jökull - 01.12.1986, Page 80

Jökull - 01.12.1986, Page 80
■4ir- 2. mynd í september 1967 var reynt að nota þyrlu í fyrsta sinn hérlendis til þess að mæla leysingu. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti félaga í Jöklarannsóknarfé- laginu til aflestra á stöngum sem voru meðfram lang- skurðarlínu á Tungnaárjökli. (Ljósm. Ari T. Guð- mundsson) — Fig. 2. Ablation measurments on Tunganárjökull in 1967 with the aid of d helicopter (Icel. Coast Guard). þar sem Bn er afkoma, P er úrkoma á jöklinum, R er afrennsli jökulsins og E er uppgufun. Þeirri stærð er sleppt þar eð hún kemur Iítt við sögu á íslenskum jöklum. Ekki er heldur gert ráð fyrir að neitt af úr- komunni sígi til grunnvatnsins. Tímabilinu 1961 — 1982 var skipt í 4 tímaskeið. Lengstu mælilínur úr langskurðarmælingunum réðu skiptingunni (tafla 2). Því næst var jöklinum skipt í 4 svæði eftir korti Helga Björnssonar( 1982 a,b) sem hér seg- ir: Ofan jafnvægislínu: 1240 m y.s. til 1500 m y.s.: 28,2 km2 Neðan jafnvægislínu: 1160 m y.s. til 1240 m y.s.: 17,4 km2 870 m y.s. til 1160 m y.s.: 65,8 km2 ca. 690m y.s.til 870m y.s.: 10,0til35,l km2 Flatarmál neðsta svæðisins er haft breytilegt. Á tíma- bilinu sem um ræðir hopaði Tungnaárjökull rúma tvo kílómetra, stundum fáeina metra á ári, stundum um og yfir 200 metra (Sigurjón Rist 1984, Ari T. Guð- mundsson 1984). Með hliðsjón af mati Sigmundar Freysteinssonar (1984) er jökullinn talinn vera um 150 km2 að flatarmáli í upphafi tímabilsins. Síðan er fundið hve langt jökullinn hopaði á hverju hinna fjög- urra tímaskeiða. Með því að ætla jökuljaðarinn um 15 km langan má auðveldlega reikna hve flatarmálið minnkaði mikið á hverju tímaskeiði. Stuðst var við meðalflatarmál á hverju tímaskeiði; meðaltal flatar- málsins í upphafi þess og flatarmáls í lokin. Með TAFLA 2 AFRENNSLI OG BÚSKAPUR TUNGNAÁRJÖKULS (TUNGNAÁRJÖKULL: RUN-OFF AND NETBALANCE) Árabil Meðalársrennsli Tungnaár (Gl/ár) Jökulrýrnun (Gl/ár) Árleg neikvæð afkoma (Gl/ár) Heildarúrkoma (Gl/ár) P Jökulafrennsli (Gl/ár) R Hluti af meðalársrennsli (Period) (Mean annual (Volume re- (Annual neg. net (Total precipi- (Glacial run- (Part of mean '06/1961- discharge) (Gl/a) duction) (Gl) balance) (Gl/a) tation) (Gl) off) (Gl/a) ann. discharge) '06/1967 '07/1967- 2653 1917 319 1972 647 24,3% '06/1976 '07/1976- 2834 1599 177 3110 552 19,4% '06/1979 '07/1979- 2601 468 156 888 452 17,3% '06/1982 2437 400* 133* 803 400* 16,4% *ágiskun (estimate) 78

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.