Jökull


Jökull - 01.12.1986, Síða 88

Jökull - 01.12.1986, Síða 88
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR ABSTRACT Glacier variations were recorded at 43 locations, 20 tongues showed advance, 2 were stationary and 21 tongues retreated. In the end of the winter 1984/85 the snow pack was scanty especially in the western and northern parts of the country where the snow pack was abnormal, no on the lowland and up to 400— 600 m, in mountain in south- .and eastern part of the country the snow pack was as thick as usual or somewhat thicker. This was result of a rather mild winter. The weather conditions in the summer were the absolute opposite to those in 1984. Now the depression tracks were to the south of Iceland so that the north east wind was prevailing in the north and east cold and humid, but very dry and sunny in the south and west. The great retreat in the north and west was primar- ily due to unusually long ablation period resulting from the mild winter. There the moving glacier ice margin is now reapered out of snow pack remnant from recent cold years (80/83). Haustið 1985 var staða jökuljaðra mæld á 43 stöð- um. Á mælingaárinu hafði jökuljaðar færst fram á 20 stöðum haldist óbreyttur á 2 stöðum og hopað á 21 stað. Samanlagt mældist framskriðið 456 m en hopið 1142 m þ.e.a.s. hopið er að meðaltali á hvern mæli- stað 16 m meira en framskrið. Þótt hver mæling geti gefið nokkra vísbendingu um hvað er að gerast á við- komandi stað, er fráleitt að taka þessa heildarniður- stöðu sem óyggjandi sannindi um ástand jökla hér á landi. Samanlagt hop jökulsporða er langtum meiri en framskriðið, kemur þar margt til, tvö atriði skulu nefnd. I fyrsta lagi var ekkert framhlaup (surge) á mælistað á árinu ef Öldufellsjökull er undanskilinn, en þar var framhlaup að enda þegar mælf var haustið 1984. Síðara atriðið sem er veðurlag síðasta vetrar 84/85 má sín einnig mikils, það skýrir hið mikla hop jökla á Vestur- og Norðurlandi. Til þess að öllum verði ljóst, hvað hér er á seyði, þarf að rifja upp, að á hinum miklu snjósöfnunarárum vestan- og norðan- lands 80/83 safnaðist hjarnskjöldur yfir sjálfa jökul- sporðana og víða langt út frá þeim, jafnvel svo kíló- metrum skipti. Lágreistur jökuljaðar hvarf með öllu. Svo kom afspyrnu gott leysinga sumar 1984 og vetur- inn 84/85 skiptust á frosta- og hlýviðriskaflar. Hlýja veðrið mátti sín meira eða a.m.k. svo að í lok vetrar var víðast hvar á landinu snjólaust upp í 500—600 m hæð. Þetta var óvenjulegt á Norðurlandi og Vestfjörð- um, og því koma áhrifin á jöklabúskapinn þar greini- lega fram. Suðaustanlands náði snjórinn til muna lengra niður enda mun snjór í háfjöllum hafa verið þar einna mestur. í þann mund er vorleysing lætur að sér kveða norðanlands og vestan í venjulegu árferði var jökulísinn og freri köldu áranna við jökulsporðana farinn að láta á sjá eftir hlýviðri vetrarins. Dagana 21.—22. maí var því líkast að landið hefði hamskipti í veðurfarslegu tilliti, norðaustan átt tók að ráða ríkjum. Um sumarið einkum júlí og ágúst var kuldasaggi á norðan- og austanverðu landinu en sunn- an- og vestanlands kom vart dropi úr lofti og sólfar mikið. Lægðir gengu sunnan við land. Skil milli sagga og sólar lágu eins og oft áður um Drangajökul, Mið- hálendið til Austfjarða sunnan héraðs. Dagsveifla var allnokkur í jökulám sunnan skilanna en lítil norðan þeirra. í heild voru jökulár afar vatnslitlar, enda var flest umsnúið frá árinu áður. Leysing á jöklum um sumarið var undir meðallagi. Hop mældist fyrst og fremst vegna þess að leysingatíminn var óvenju langur og enginn vetrarsnjór (84/85) var til trafala að gengið yrði á gamlar hjarnbirgðir. Jökulsporðar á Norður- og Vesturlandi sýna nú glögga brún jökulsins, líkt og þeir gerðu fyrir kuldaárin. í september tóku lægðir að nálgast landið og gengu prúðar og stilltar yfir það, í október lögðu aðsópsmeiri lægðir leið sína upp á Grænlandshaf. Suður- og Vest- urland hálfskorpið af þurrki lenti þá í röku og hlýju lofti. Hér á eftir fylgja fróðleiksmolar um ýmsa jökla, vafalítið mun framskrið (eða framhlaup) Skeiðarárjök- uls veita mesta eftirtekt og svo hitt, að Tungnaárjökull hjá Jökulheimum skuli enn halda áfram að hopa rösklega. SNÆFELLSJÖKULL Jökulháls. í bréfi með mælingaskýrslunni tekur Hallsteinn fram: Snjó síðasta vetrar (84/85) hefur tekið alveg upp við jökuljaðar. Hjarnbreiðan við jök- ulinn frá 83/84 hefur minnkað mikið. Frá hausti 1983 hefur sjálf jökulísbrúnin mjakast fram um 39 metra. Hjarnleifarnar frá köldu árunum geta ekki talist til skriðjökulsins, a.m.k. ekki eins og nú er ástatt. Hyrningsjökull. Nokkurt hjarn frá vetrinum 83/84 er enn við jökuljaðar, það er ekki talið til jökulsins. Jökullinn þykknar ár frá ári og er óvenju úfinn og sprunginn. DRANGAJÖKULL Kaldalónsjökull. Indriði tekur fram m.a. í bréfi með mælingaskýrslunni: Skriðjökulsbrekkan hefur hopað 86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.