Jökull


Jökull - 01.12.1986, Side 90

Jökull - 01.12.1986, Side 90
Mynd 1. Öldufellsjökull — Öldufell — Axlir. Neðst á myndinni er veitu- skurður. Myndin ertekin 30.8. 1984. (Ljósm. Kjartan Jóhannesson) Hagafellsjökull E. Hop jökulsins síðan 1982 er 60 metrar. Sökum aurs í og á jökulísnum er erfitt að skil- greina þunnan og hörfandi jökuljaðarinn. Aðalvið- miðunarmerkið er fastamerkið FAR sem er í mó- bergshæð rétt austan við Farið. Theódór, sem er land- mælingamaður, segir: Innmældir punktar EII—O sem var við jökuljaðar 1982 austan Hagavatns, var settur út aftur. Núverandi jökuljaðar var mældur inn á þremur stöðum næst EII—O. Út í Hagavatn að norðaustan gengur 200 m langur og 10 til 15 m hár íshamar. Vatnið er grunnt inn við ísstálið. töluverðar strandlínubreytingar eru orðnar við Hagavatn. Frá strandlínumörkum 1980 til hausts- ins 1982 er lækkunin um 4 metrar en frá 1982 til 1985 er ekki hægt að tala um neina Iækkun. Jökulkrókur, þjófad. Theódór tekur fram: Fönn við- jaðarinn, sem getið var um haustið 1983 er nú horfin. HOFSJÖKULL Sátujökull. Bragi Skúlason tekur fram, að þar eð aðstaða hjá Lambahraunsjökli gefur vart marktæka breytingu jökuljaðars, þá á mæli hann einnig vestur hjá Sátu. Suður af Eyfirðingahólum hefur jökuljaðar hopað um 13 m á tímabilinu 84.09.09 til 85.09.14. Jökuljaðar er þar sléttur og hallalítill, greinilegur hop- jökull. Lambahraunsjökull. Bragi tekur fram: Eins og und- anfarin ár er fönn í jökuljaðri 150 til 200 m á breidd. Nú nær hún 15 m lengra fram en s.l. ár. Ég tel erfitt að meta, hvort um breytingar sé að ræða á jöklinum. Nauthagajökull. Leifur Jónsson tekur fram: Nú var ekki slíkur vatnsagi við jökuljaðar eins og s.l. haust. Hvergi var nýsnævi og hvergi sýnilegur á jöklinum snjór frá síðasta vetri. Múlajökull W. Jökulsporðurinn er nú skriðinn fram á ölduna sem hann nam við í fyrra. Jökullinn er afar blakkur og sprunginn, en halli síst meiri en í fyrra. Múlajökull S. Tveir hryggir eða smá bunkar eru uppi á jöklinum og virðist halli heldur hafa aukist þótt sporðurinn mældist aftar en fyrir ári, er hann nú greinilega á framskriði e.t.v. er framhlaup að byrja. Hann ýtir leirdyngju á undan sér. Múlarnir eru með þurrasta móti. Ekið var að Amarfelli. MÝRDALSJÖKULL Sólheimajökull W. Varðandi vesturtunguna tekur Valur Jóhannesson fram á mælingaskýrslum: Fram- skrið heldur áfram. Jökullinn er brattur. Útfallið und- an Sólheimajökli er að mestu hér að vestanverðu. Kvísl kemur meðfram Jökulhaus og fer undir ísvegg- inn og kemur út vestan mælilínu. Jökulhaus. Jökull riðlar uppi á Jökulhausi. Varða sem áður fyrr var miðað við og mælt frá er nú komin undir ruðning. Sólheimajökull E. Jökulstálið er þverhnípt. Gamla endaröndin (hryggurinn) vestan undir jökultungunni er að fara í kaf. Á hryggnum er gömul mælingavarða, D4, og merki með koparplötu, jökullinn á eftir 3 m þangað. Öldufellsjökull. í bréfi með mælingaskýrslunni tekur 88

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.