Jökull


Jökull - 01.12.1986, Side 93

Jökull - 01.12.1986, Side 93
t Minning: GUÐMUNDUR JÓNASSON Fœddur ll.júní 1909 — dáinn 5. mars 1985 KVEÐJA FRÁ JÖKLARANNSÓKNAFÉLAGI ISLANDS Austan af Brúarjökli blasir við slakki í Kverkfjalla- rana. Á máli jöklafara nefnist skarðið Gusaskarð. Hinn 3. maí 1951 beindi Guðmundur Jónasson fjalla- bílstjóri, eða réttara sagt Guðmundur frá Múla (í Lín- akradal), eins og hann var þá venjulegast nefndur, snjóbíl sínum Gusa í gegnum þennan slakka á leið að Bárðarbungu, og miðaði greitt. Guðmundur var að koma austan af Héraði, en þar hafði hann verið að flytja fóðurbæti í miklum snjóþyngslum og harðindum a innstu dalajarðir. Hann var á heimleið til Reykja- vikur með viðkomu hjá Loftleiðamönnum á Bárðar- bungu og til að veita þeim aðstoð. Þeir voru að bjarga skíðaflugvél, sem gist hafði hájökulinn vetrarlangt. Asamt með Loftleiðamönnum hafði Guðmundur lagt a ráðin um útbúnað og ferðtilhögun á jöklinum. Björgunin tókst með ágætum eins og alþjóð veit. Og betta var ekki eina jöklaferð Guðmundar. Jökiarannsóknafélag fslands var nýstofnað (nóv. 1950). Guðmundur var stofnfélagi, hann hafði brenn- andi áhuga á landfræðilegri rannsókn jökla. Síðasta ferð hans á jökul var 1983, svo að jöklatími eða jökul- skeið Guðmundar heitins var þriðjungur aldar. Fyrstu árin var Gusi raunar eini snjóbíll landsins. Farnar voru hinar alkunnu vor- og haustferðir til Grímsvatna. Guðmundur fór vítt og breitt um jökul- inn. Samferðafólkið í snjóbíl Guðmundar fann til öryggiskenndar. Og þótt farið væri eftir fyrirfram gerðri áætlun lumaði Guðmundur alltaf á einhverju óvæntu, jökullinn sjálfur og veður hjálpuðu gjarnan líka vel til. Hver ferð jók við þekkingu manna á jökl- um. Guðmundur var slíkur vinnuhestur að furðu sætti. Hann var afar nýtinn og skopaðist að bruðli. Ratvísi og gjörhygli einkenndu ferðalög hans á jökl- um. Eitt lítið dæmi notadrjúgt skal nefnt. Þegar hvít- grá þoka eða hríðarkóf byrgði alla útsýn var reynt að aka eftir strikum áttavitans, en til öryggis lét Guð- mundur gjarnan tvo skíðamenn ganga annað veifið fyrir framan við bílinn á hægri og vinstri hlið. Hann Guðmundur Jónasson uppi á bíl- þaki, skrifar í dagbók sína og nýtur útsýnis. 91

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.