Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Page 12
Vikublað 4.–6. nóvember 201412 Fréttir
Með stera
í hurðunum
Tollverðir á Seyðisfirði komu
upp um sterasmygl með ferjunni
Norrænu í október en í bíl sem
erlendur karlmaður kom með
fundust samtals um 10 þúsund
steratöflur og tæplega 130 hylki
með steravökva. Efnið hafði verið
falið í hurðum bílsins. Maðurinn
viðurkenndi að hafa flutt efnið,
en RÚV greindi frá því á mánudag
að maðurinn væri líklega farinn
úr landi, en honum var sleppt eft-
ir yfirheyrslur. Bíllinn er þó enn
hér á landi. Maðurinn var líklega
burðardýr sem fékk greitt fyrir að
flytja bílinn hingað.
Vill nafnleynd
og lokað
þinghald
Slökkviliðsmaður sem stefnt
hefur Malín Brand fréttakonu
og Óðni Jónssyni, fyrrverandi
fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði
fer fram á að þinghald verði lokað
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og
að nafni hans verði haldið frá fjöl-
miðlaumfjöllun. Maðurinn krefst
þess að ummæli RÚV verði dæmd
dauð og ómerk og vill fá tvær
milljónir króna í bætur vegna um-
fjöllunar RÚV.
Maðurinn missti vinnuna sem
slökkviliðsmaður í kjölfar um-
fjöllunar RÚV í janúar 2012. Í
fréttinni var fjallað um dóm sem
hann hlaut fyrir kynferðisbrot um
10 árum áður. Þar kom fram að
maðurinn starfaði sem slökkvi-
liðsmaður og að kona sem hann
hafði brotið á furðaði sig á því
að hann starfaði sem slíkur. Brot
falla út af sakavottorði á þremur
til fimm árum.
Fréttin var sett í samhengi
við umfjöllun um kynferðisbrot
Karls Vignis Þorsteinssonar, sem
Kastljós hafði nýlega fjallað um á
þessum tíma, og þykir slökkviliðs-
manninum fyrrum það óviðeig-
andi og meiðandi. Þá þykir honum
einkennilegt að verið sé að grafa
upp brot sem hafi átt sér stað fyrir
tíu árum síðan. Maðurinn var ekki
nafngreindur í fréttum RÚV.
Nóg að gera
hjá Buster
Lögreglan á Selfossi segir að
fíkniefnaleitarhundurinn Bust-
er hafi verið athafnasamur um
liðna helgi. Hann fann meðal
annars kannabisefni hjá fjór-
um ungmennum og fíkniefni
sem gestur á Litla-Hrauni
reyndi að koma inn í fangels-
ið. Maðurinn var handtekinn á
Litla-Hrauni grunaður um að
ætla að smygla fíkniefnum. Við
leit fundust umbúðir sem hann
hafði fest við líkama sinn og í
þeim voru töflur og duft. Efnin
verða send til rannsóknar-
stofu Háskólans til greiningar.
Þá var um 50 lítrum af dísilolíu
var stolið, um helgina, af
Man-vörubifreið sem stóð við
Gagnheiði 45 á Selfossi. Við
þjófnaðinn skemmdist lokið á
tankinum.
Skuldar sjóði sem
kaupfélagið eignaðist
n Tæplega 60 milljóna króna lán á höfuðstöðvum Framsóknar
F
ramsóknarflokkurinn fékk
lánaðar 64 milljónir jap-
anskra jena frá Sparisjóði
Siglufjarðar í aðdraganda
alþingiskosninganna árið
2007, nánar tiltekið í mars. Lán-
ið hvílir á öðrum veðrétti á höf-
uðstöðvum Framsóknarflokksins
við Hverfisgötu en húsið er í eigu
eignarhaldsfélagsins Skúlagarðs hf.
Lánið stendur nú í rúmum 57 millj-
ónum króna og hvílir á eigninni í
formi tryggingabréfs. Athygli vekur
að tryggingabréfið er vaxtalaust.
Það sem vekur sérstaka athygli
við lánið er að það kom frá Spari-
sjóði Siglufjarðar rétt áður en sjóð-
urinn sameinaðist Sparisjóði
Skagafjarðar, sem hét Sparisjóður
Hólahrepps þar til síðla árs 2004.
Sá aðili sem átti og stýrði Sparisjóði
Skagafjarðar var Kaupfélag Skag-
firðinga, fyrirtæki sem lengi hef-
ur verið tengt Framsóknarflokkn-
um. Kaupfélagsstjóri þess, Þórólfur
Gíslason, sat meðal annars í mið-
stjórn flokksins um hríð. Samruni
Sparisjóðs Skagafjarðar og Spari-
sjóðs Siglufjarðar var samþykktur í
ágúst 2007, fimm mánuðum eftir að
síðarnefndi sjóðurinn veitti Fram-
sóknarflokknum lánið. Eftir sam-
eininguna hét sparisjóðurinn AFL
og er það nafnið sem kemur fram á
tryggingabréfinu.
Skuldirnar námu 154 milljónum
Í útdrætti úr ársreikningi Fram-
sóknarflokksins fyrir árið 2007, sem
aðgengilegur er á vef Ríkisendur-
skoðunar, kemur fram að skuldir
flokksins hafi numið 154 milljón-
um króna í lok árs 2007. Lánið frá
AFLI var talsverður hluti af þessum
heildarlánum. Flokkurinn þurfti á
fjármagni að halda á þessu ári þar
sem kosningar fóru fram og kostaði
rekstur flokksins tæplega 169 millj-
ónir króna á þessu ári.
Sparisjóður Hólahrepps tengd-
ist svo aftur Framsóknarflokknum
með ákveðnum hætti eins og rakið
hefur verið í tveimur skýrslum sem
komið hafa út eftir hrunið 2008.
Í tveimur skýrslum
Í skýrslu rannsóknarnefndar um fall
sparisjóðanna er fjallað um valda-
taflið um Sparisjóð Hólahrepps í
Skagafirði árið 2004. Til að mynda
segir að tveir af helstu stjórnend-
um Kaupfélags Skagfirðinga, Sigur-
jón Rúnar Rafnsson og Jón Eðvald
Friðriksson, hafi beitt sér fyrir því
að reka sparisjóðsstjórann, Kristján
Hjelm.
Þá er einnig fjallað um þess-
ar deilur í skýrslunni um Íbúða-
lánasjóð og eru upplýsingarn-
ar þar töluvert meira afgerandi en
í hinni skýrslunni. Deilur þeirra
Sigurjóns Rúnars Rafnssonar og
Kristjáns Hjelm snerust um 300
milljóna króa innlán sem Íbúða-
lánasjóður, sem þá var stýrt af Guð-
mundi Bjarnasyni, fyrrverandi ráð-
herra Framsóknarflokksins, hafði
lagt inn í sparisjóðinn. Kaupfélag
Skagfirðinga vildi fá vaxtamuninn
af innláninu en Kristján Hjelm var
ósammála því.
„Átti að reka mig“
Um þetta segir í skýrslunni um
Íbúðalánasjóð: ,,Við skýrslutöku
rannsóknarnefndarinnar sagði
Kristján Hjelm frá því að Sigurjón
Rúnar Rafnsson hefði krafðist þess
að Fjárvaki fengi hluta af vaxta-
muninum sem sparisjóðurinn fékk
með því að ávaxta öryggissjóðinn
hjá Sparisjóðabankanum. Kristján
Hjelm, þáverandi sparisjóðsstjóri,
kvaðst hafa þráast við að verða við
þessum kröfum og hefði verið lát-
inn fara frá sparisjóðnum sumarið
2004 vegna þessa. Kristján Hjelm
kvaðst hafa fagnað því að fá svona
gott innlán í sparisjóðinn en þegar
leið að áramótum hafi komið fram
að Fjárvaki vildi fá greidd umboðs-
laun fyrir að útvega þetta innlán.
Hann kvað allt hafa farið í háa-
loft er hann neitaði að verða við
kröfunni. „Á endanum beygðum
við okkur undir það eins og alltaf.
Þá átti að reka mig.“ Hann nefndi
einnig atbeina endurskoðanda svo
og starfsmanns Íbúðalánasjóðs
að þessu leyti. Þá nefndi hann tvo
stjórnarmenn í sparisjóðnum sem
vitundaraðila að þessu.”
Nefndin sem skrifaði um Íbúða-
lánasjóð komst að þeirri niðurstöðu
að ef tilgangur Íbúðalánasjóðs hef-
ur verið að reyna að láta Kaupfélag
Skagfirðinga hagnast á viðskiptun-
um í gegnum dótturfélag sitt Fjár-
vaka þá væri það ámælisvert: ,,Ef
Íbúðalánasjóður ætlaði Fjárvaka
hlutdeild í ávinningi sparisjóðsins
er hér um dulda greiðslu til Fjár-
vaka að ræða sem er ámælisvert.“
Lán frá sjóðnum
Nokkrum árum síðar lánaði spari-
sjóður, sem Sparisjóður Skagafjarð-
ar var við það að sameinast, tugi
milljóna króna til Framsóknar-
flokksins. Ríkisstofnun sem stýrt
var af ráðamanni í Framsóknar-
flokknum hafði þar áður sett 300
milljóna króna innlán inn í þenn-
an litla sparisjóð á Norðurlandi og
Kaupfélag Skagfirðinga vildi hagn-
ast á því. Eftir sameiningu Spari-
sjóðs Skagafjarðar og Sparisjóðs
Siglufjarðar var lán Framsóknar-
flokksins við nýjan sameinaðan
sjóð, AFL. Lánið hvílir enn þá á höf-
uðstöðvum flokksins. n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
„Á endanum
beygðum
við okkur undir
það eins og alltaf
Lán til Framsóknar frá AFLI Sparisjóður
Siglufjarðar lánaði Framsóknarflokknum tugi millj-
óna króna árið 2007, skömmu áður en sjóðurinn
sameinaðist Sparisjóði Skagafjarðar og úr varð AFL.
S
ævar Jónsson, kenndur við Le-
onard, ekur nú um á glænýj-
um hvítum Jaguar Land Rover
og hefur vakið athygli víða. Nú
hefur komið í ljós að skráður um-
ráðamaður jeppans er bílaleigan
Armar ehf.
Sú bílaleiga hefur fyrst og fremst
sérhæft sig í ýmsum vinnuvélum en
í seinni tíð farið inn á svið rekstrar-
bílaleigu, það er að segja leigu á bíl-
um til fyrirtækja en ekki einstaklinga.
Því má leiða líkur að því að umrædd-
ur Land Rover sé leigður af einhverju
fyrirtækja Sævars eða eiginkonu hans
Helgu Daníelsdóttur. Samkvæmt
skráningu er bíllinn glænýr, kom til
landsins um miðjan febrúarmánuð.
Heimildir DV herma að leigja á lúx-
usbíl á borð við Land Rover kosti um
200 þúsund krónur á mánuði. Sæv-
ar var úrskurðaður gjaldþrota í upp-
hafi árs 2010 en náði þó áður að færa
rekstur skartgripa- og úraverslunar
sinnar yfir á nýja kennitölu og gerði
kaupmála við eiginkonu sína.
DV hefur ítrekað fjallað um Sæv-
ar en hann hefur verið ákærður af
sérstökum saksóknara fyrir skilasvik.
Meint skilasvik snúa að orlofshúsi í
Flórída í Bandaríkjunum sem Sævar
er gefið að sök að hafa komið undan
stuttu áður en hann varð gjaldþrota.
Hann afsalaði húsinu til svissneska
félagsins ii Luxury International AG
fyrir alls tíu Bandaríkjadali, tæplega
tólf hundruð krónur en Sævar hefur
borið fyrir sig skuldauppgjör við ind-
verskan samstarfsmann, Nand Kum-
ar Kurup. Indverjinn var einungis
stjórnarmaður í fyrirtækinu, ii Lux-
ury International AG, sem Sævar seg-
ist hafa afsalað eigninni til. Sjálfur var
Sævar stjórnarformaður.
Kurup er náinn samstarfsmaður
Sævars um nokkurt skeið og kemur
iðulega upp þegar viðskiptafléttur
Sævars eru skoðaðar. Hann er til
að mynda skráður eigandi félags-
ins IN Import sem er rekstrarfé-
lag verslunarinnar Galleria Reykja-
vík við Laugaveg. Víða hefur komið
fram, meðal annars af orðum fram-
kvæmdastjóra Leonard, að búðin sé
á vegum Sævars. n
hjalmar@dv.is
Gjaldþrota á Land Rover
Sævar í Leonard keyrir um á leigðum lúxusjeppa