Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Síða 14
Vikublað 4.–6. nóvember 201414 Fréttir Viðskipti Greiðslunni var rift af þrotabúi Fons Bankann grunaði að Einar Örn Ólafsson væri byrjaður í viðræðum við Skeljung E kkert tilefni þótti til að kæra Einar Örn Ólafsson, þáver- andi framkvæmdastjóra fyrirtækjaráðgjafar Íslands- banka, til Fjármálaeftirlits- ins um það leyti sem hann lét af störfum í bankanum á vormánuð- um 2009 þar sem hann var ekki grunaður um lögbrot. Þetta herma heimildir DV. Íslandsbanki „hafði grun um“ að Einar Örn væri byrjaður að ræða við nýja eigendur olíufélagsins Skelj- ungs og þótti ekki við hæfi að hann ynni þar áfram þar sem hagsmun- ir hans og bankans færu ekki leng- ur saman, eins og bankinn orðaði það í tölvupósti til DV eftir að Einar Örn lét af störfum hjá fyrirtækinu. Starfslokin bar svo að vegna „trún- aðarbrests“ líkt og DV greindi frá. Starfslok Einars Arnar hjá Ís- landsbanka á vormánuðum 2009 hafa aftur komið til umræðu í fjöl- miðlum eftir að Morgunblað- ið greindi frá því í síðustu viku að hann, og tveir aðrir fyrrverandi undirmenn hans í fyrirtækjaráð- gjöf Íslandsbanka, hefðu hagnast um rúmlega 800 milljónir krónur hver þegar olíufélagið Skeljungur og færeyska olíufélagið P/F Magn voru seld til íslenskra lífeyrissjóða í gegnum sjóðsstýringarfyrirtæk- ið Stefni í fyrra fyrir um átta millj- arða króna. Einar Örn og sam- starfsmennirnir tveir, Halla Sigrún Hjartardóttir og Kári Þór Guðjóns- son, seldu Skeljung út úr Glitni til hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfús dóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar skömmu fyrir efna- hagshrunið 2008. Hættu öll í bankanum Einar Örn hætti svo í bankanum í lok apríl 2009 og réð sig til Skelj- ungs einungis nokkrum vikum síð- ar – Kári Þór hætti svo á sama tíma. Samkvæmt heimildum DV voru samskipti Einars Arnar og nýrra eigenda olíufélagsins hafin á með- an hann starfaði ennþá í bankan- um. Slík samskipti eru hins vegar ekki ólögleg – ekki er ólöglegt að eiga í viðræðum um að skipta um starf – og sá bankinn ekki tilefni til að afhafast neitt vegna þessa þótt talið hefði verið betra að binda enda á ráðningarsamband Einars Arnar og bankans. Þá var sala Glitnis á Skeljungi einnig skoðuð sérstaklega innan bankans en ekkert kom út úr þeirri skoðun, líkt og DV greindi frá. Þar með var málið úr sögunni af hálfu bankans. Halla Sigrún var hins vegar kærð til embættis sérstaks saksóknara og eins til Fjármálaeftirlitsins eftir að hún lét af störfum í bankanum árið 2011 og réð sig til fjárfestingar- bankans Straums. Kæruefnið var að Halla Sigrún var talin hafa tek- ið með sér upplýsingar úr bankan- um þegar hún hætti þar. Kærurnar voru svo báðar felldar niður hjá embættunum. Starfslok Einars Arnar og Höllu Sigrúnar bar því að með nokk- uð ólíkum hætti og hafði mál þess fyrrnefnda ekki sams konar eftir- mála og hinnar síðarnefndu. Árið 2011 fjárfestu þau í hlutabréfum í Heddu ehf., sem átti hlutabréf í P/F Magni og Skeljungi. Selt fyrir gjaldþrot Um svipað leyti og Einar Örn hætti í Íslandsbanka var P/F Magn selt út úr eignarhaldsfélaginu Fons, sem þá stefndi í gjaldþrot, til þeirra Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Þórðarsonar. Fons var svo úrskurðað gjaldþrota þann 30. apríl 2009. Í Morgunblaðinu í síð- ustu viku kom fram að kaupverðið hefði einungis verið 300 milljón- ir króna. Líkt og áður segir greiddu lífeyrissjóðirnir samtals átta millj- arða króna fyrir bæði fyrirtækin í fyrra. Skiptastjóri Fons, Óskar Sig- urðsson, segir að búið hafi verið að selja P/F Magn út úr fyrirtækinu þegar hann tók við því vorið 2009. „Áður en félagið fór í þrot var búið að selja þetta.“ Óskar vill ekki stað- festa kaupverðið sem fram kom í Morgunblaðinu. Óskar segir hins vegar aðspurð- ur að hann hafi látið gera verð- mat á P/F Magni eftir að Fons varð gjaldþrota og að greiðslu kaup- verðsins hefði verið rift vegna greiðslufyrirkomulagsins. Sá að- ili sem seldi P/F Magn út úr Fons gerði því samkomulag um kaup- verð sem Óskar taldi ekki stand- ast skoðun. „Við gengum svo frá nýju samkomulagi við viðkom- andi […] Greiðslufyrirkomulagi var rift já. Verðið var bara eðlilegt fyrir þess tíma mælikvarða,“ segir Óskar og bætir við að Saga Capital hefði unnið verðmatið. Þrotabú Fons endursamdi því um greiðslu kaupverðsins við þau Svanhildi Nönnu og Guðmund. „Það var svo sem ekkert sem var að þarna nema greiðslufyrirkomu- lagið.“ Stór hluti í Skeljungsviðskipt- unum í fyrra var tilkominn vegna þess mikla munar sem var á kaup- verði og söluverði P/F Magns. Eft- ir að hafa komið að sölunni á Skelj- ungi til þeirra Svanhildar Nönnu og Guðmundar eignuðust þessir þrír starfsmenn Íslandsbanka svo hlutabréf í olíufélögunum tveimur, Skeljungi og P/F Magni, og högn- uðust svo verulega á þeim í fyrra. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Áður en félagið fór í þrot var búið að selja þetta. Kaupendurnir Svanhildur Nanna Vigfús- dóttir og Guðmundur Örn Þórðarson keyptu bæði Skeljung og P/F Magn og högnuðust vel á því. Það gerðu einnig þrír starfs- menn Íslandsbanka. Högnuðust um meira en 800 milljónir Einar Örn Ólafsson og tveir viðskiptafélagar hans högnuðust um meira en 800 milljónir króna hver á viðskiptum sínum með Skeljung og P/F Magn. 5,5 milljarða viðskiptavild Viðskiptavild fjölmiðla- og fjar- skiptafyrirtækisins 365 var rúmlega 5,5 milljarðar króna í lok árs í fyrra samkvæmt ársreikningi félagsins sem skilað var til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra fyrr í október. Við- skiptavildin er sú sama og í árslok 2012. Ekki er nákvæm útlistun á hvað felst í þessari viðskiptavild, óefnislegum eignum, í ársreikningi félagsins. Viðskiptavildin lækkaði ekki á milli áranna 2012 og 2013. Heildareignir 365 voru virði rúmlega 10 milljarða króna í lok síðasta árs og er viðskiptavildin því nokkuð stór hluti þeirra. Á móti þessum eignum eru skuldir upp á rúmlega 7,5 milljarða króna. 365 hagnaðist um tæplega 750 milljón- ir króna í fyrra en það ár seldi fyr- irtækið meðal annars dreifingar- fyrirtækið Póstmiðstöðina. Líkt og komið hefur fram í fjöl- miðlum var hlutafé 365 aukið um milljarð í sumar og fór hluti þess í að greiða upp skuldir en viðskipta- banki félagsins lengdi í lánum þess á sama tíma. Um þetta segir í ársreikningum: „Stjórn félags- ins hefur tekið ákvörðun um að leggja til við hluthafafund, að auka hlutafé félagsins í júní 2014 um 1.000 millj. kr. með útgáfu hlutafjár í C-flokki og mun hlutafé félagsins nema 3.921 millj. kr. að því loknu. Viðskiptabanki félagsins hefur samþykkt að samhliða muni bank- inn lengja í lánum félagsins sem munu fara í 10 ára endurgreiðslu- ferli og lækka vaxtakjör félagsins, enda verði um helming af greiðsl- um vegna hlutafjáraukningarinnar ráðstafað til niðurgreiðslu á núver- andi lánum félagsins.“ Hjálmar fjárfestir í Kjarnanum Hjálmar Gíslason, stofnandi og eigandi fyrirtækisins Datamar- ket, hefur keypt um þriðjungs- hlut í vefmiðlinum Kjarnanum. Kjarninn sendi frá sér tilkynningu þess efnis um helgina. Hjálmar á 8,1 prósent í félaginu eftir hluta- fjáraukninguna hjá fjölmiðlinum. Þá kaupir Vilhjálmur Þorsteins- son fjárfestir 13,7 prósent í miðl- inum. Annar nýr hluthafi er Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, en hann mun eiga rúm fimm pró- sent í miðlinum. Stofendur Kjarn- ans, sem unnið hafa á miðlinum frá því hann var stofnaður fyr- ir rúmu ári, munu áfram eiga meirihluta í honum samanlagt. Í tilkynningunni frá Kjarnan- um er haft eftir Hjálmari: „Á rétt rúmu ári hefur þessum hópi tek- ist að byggja upp öflugan, gagn- rýninn og greinandi fjölmiðil og vörumerki sem fólk treystir. Við sjáum fjölmörg tækifæri til að byggja á þessum grunni, ekki síst í þeim breytingum sem bæði fjöl- miðla- og auglýsingamarkaður- inn eru nú að ganga í gegnum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.