Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Blaðsíða 36
Vikublað 4.–6. nóvember 201436 Fólk Viðskiptablaðið Forbes gefur út lista á hverju ári með ríkasta og áhrifamesta fólkinu í heiminum. Listarnir eru nokkrir en þeirra á meðal er listi yfir valdamestu stjörnur heims. Til þess að komast á listann er tekið tillit til tekna, hversu mikið viðkomandi hefur unnið og hversu oft viðkomandi sést í ljósvakamiðlum heimsins. Á listanum eru bæði karl- menn og kvenmenn en DV tók saman topp 13-konurnar á honum. Oprah Winfrey n Raunstaða á lista: 4 n Aldur: 60 ára n Þénaði: 10 milljarða Oprah byrjaði árið með að ganga rauða dregilinn vegna hlutverks síns í kvikmyndinni Lee Daniels‘ The Butler. Henni hefur einnig tekist að vekja sjónvarpsstöð sína OWN til lífs á ný. Stærstur hluti tekna hennar kemur þó enn frá endursýningum af spjallþætti hennar og öðrum þáttum sem hún bjó til eins og Dr. Phil, Rahcael Ray og Dr. Oz. Eins þénar hún milljónir dollara á ári vegna tímaritsins O Magazine og útvarpsþáttarins Sirius XM Oprah Radio Show. Ellen DeGeneres n Raunstaða á lista: 5 n Aldur: 56 ára n Þénaði: 8,5 milljarða Samkvæmt skoðanakönnunum er Ellen einn vinsælasti spjallþáttastjórnandinn. Henni tókst að setja tvö met á árinu. Það fyrsta var sjálfsmellan af henni og leikarastjörnum á Óskarnum en myndinni var endurtvístað oftar en nokkurri annarri mynd, heimsmet sem Barack Obama Bandaríkjafor- seti átti á undan. Daginn eftir setti hún svo annað metið en þátturinn hennar var sýndur beint og hefur áhorf á þáttinn aldrei verið meira en þá. Fyrir utan vinsældir hennar þá er framleiðslufyrirtæki hennar að vinna að þáttum fyrir CW- og NBC-sjónvarpsstöðvarnar. Sofia Vergara n Raunstaða lista: 54 n Aldur: 42 ára n Þénaði: 4,5 milljarða Þetta er þriðja árið í röð sem Sofia er hæstlaunaða sjónvarps- leikkonan. Að stórum hluta er það viðskiptaviti hennar að þakka en leikkonan, sem er frá Kólombíu, hefur gert samninga um að kynna meðal annars Diet Pepsi, CoverGirl, Head & Shoulders og fjarskiptafyrirtækið AT&T. Eins hef- ur hún tólf ára samning við K-Mart og er að framleiða nýtt ilmvatn. Eins er hún sögð fá 325 þúsund dollara fyrir hvern þátt sem hún gerir með Modern Family. Hún á einnig hlut í fyrirtækinu Latin World Entertainment og er að opna spænska fréttasíðu. Gisele Bundchen n Raunstaða lista: 56 n Aldur: 34 ára n Þénaði: 6,9 milljarða Frægt er þegar ofurfyrirsætan Linda Evangelista fór ekki fram úr rúminu fyrir minna en 120 þúsund krónur, í ár hefði ver- ið hægt að segja að Gisele færi ekki fram úr rúminu fyrir minna en 1,5 milljónir króna á dag. Brasilíska módelið þénaði 47 milljónir dollara í ár, reyndar fyrir skatt, en þessi upphæð gerði hana að hæstlaunaða módeli ársins áttunda árið í röð. Hún er með samninga við H&M, Chanel og Carolina Herrera en hún framleiðir líka gúmmísandala með brasilíska fyrirtækinu Grendene. Fyrir utan það er hún andlit Pantene hárvörulínunnar og Oral-B í Brasilíu en svo rekur hún sín eigin fyrirtæki líka. Jafnframt er hún mikill umhverfissinni og situr í ýmsum ráðum og nefndum hvað það varðar. Jennifer Lawrence n Raunstaða á lista: 12 n Aldur: 24 ára n Þénaði: 4,2 milljarða Hver segir að konur geti ekki verið hasarmyndahetjur? Leikkonan er ekki orðin 25 ára en hefur sannað að konur geta dregið fólk í bíósalina rétt eins og karlmenn. Hungurleikarnir eru vinsælasta bókaröðin í sínum flokki síðan Ljósaskipti kom á markað. Eins lék hún Mystique á ný í X-Men: Days of Future Past sem var vinsælasta mynd kvik- myndaraðarinnar til þessa. Óskarsverðlaunin og tilnefningarnar gera hana einnig vinsælli og eina af valdamestu leikkonum Hollywood. Taylor Swift n Raunstaða á lista: 18 n Aldur: 24 ára n Þénaði: 7,8 milljarða Taylor er aðeins 24 ára en kemst samt sem áður á Forbes-lista fræga fólksins í fimmta skiptið í ár vegna tekna hennar sem námu 64 milljónum dollara, hennar hæstu tekjur til þessa. Hún hefur unnið fjölda verðlauna fyrir plötu sína Red en einnig kynnir hún Diet Coke, Keds og CoverGirl. Sandra Bullock n Raunstaða á lista: 36 n Aldur: 50 ára n Þénaði: 6,2 milljarða Frumlegar kvikmyndir eru sjaldséðar í Hollywood þessa dagana innan um allar kvikmyndirnar byggðar á teiknimyndasögum eða unglingabókum. Enn sjaldgæfara er að sjá frumlega kvikmynd sem kostar yfir 100 milljónir dollara að framleiða með eina konu á skjánum stærstan hluta hennar. En kvikmyndin Gravity varð afar vinsæl og er Söndru að stórum hluta að þakka fyrir velgengni hennar. Myndin vann sjö Óskarsverðlaun og Sandra varð hæstlaunaða leikkona þessa árs. Miley Cyrus n Raunstaða á lista: 17 n Aldur:20 ára n Þénaði: 4,4 milljarða Miley hefur ekki komist á Forbes-listann síðustu fjögur árin en síðast komst hún á listann þegar hún var enn að gera Hanna Montana-kvikmyndir og þætti. Nú hins vegar hefur poppstjarnan fullorðnast aðeins og virðist hún skapa hneykslan hvert sem hún snýr sér. Fólk hneykslaðist mikið mikið yfir „twerk“-dansi hennar á MVT-tónlistarmyndbandaverðlaununum en athyglin jók plötusölu. Síðasta plata hennar, Bangers, hefur náð platínusölu. Jennifer Lopez n Raunstaða á lista: 33 n Aldur: 45 ára n Þénaði: 4,5 milljarða Þegar Jennifer settist í dómarasætið í American Idol virtist hún ætla að taka yfir skemmtanabransann og toppaði Forbes-listann það árið. Hún er ekki eins hátt á lista að þessu sinni en er samt sem áður áhrifamikil. Hún var beðin um að taka við dóm- arasætinu á ný í ár og þótt áhorfið hafi ekki aukist eins mikið og Fox-sjónvarpsstöðin hafði vonast til, þá gaf þátturinn henni tækifæri á að kynna nýjustu plötu sína, A.K.A. Eins flutti hún lag heimsmeistaramótsins í fótbolta, We Are One. Ríkustu og áhrifamestu kvenstjörnurnar Beyoncé Knowles n Raunstaða á lista: 1 n Aldur: 33 ára n Þénaði: 14 milljarða Beyoncé hefur aldrei þénað eins mikið á einu ári og þessu, en það er tónleikaferð hennar að þakka. Hún söng á 95 tónleikum og þénaði rúmar 300 milljónir króna í hverri borg sem hún fór í. Síðasta plata hennar seldist líka afskaplega vel og smáskífan Drunk in Love hefur selst í meira en milljónum eintaka. Katy Perry n Raunstaða á lista: 9 n Aldur: 30 ára n Þénaði: 4,8 milljarða Jafnvel þó að hún hafi aðeins haldið 20 tónleika á þessu ári þá er hún samt ein af þeim hæstlaunuðu í hennar geira. Hún fær borgað fyrir að kynna vörur eins og CoverGirl og Pop Chips en hún er líka með sitt eigið ilmvatn á markaði. Hún græðir einnig heilmikið á því að koma fram á einkasamkomum. Rihanna Vinsældir Rihönnu eru svo miklar að það mætti segja að hún væri hin fullkomna nútíma poppstjarna. Hvert einasta lag sem hún gefur út verður rosalega vinsælt og hefur hún gefið út lög með stjörnum á borð við Jay-Z og Eminem. Fáar stjörnur nota samfélagsmiðla eins og Twitter og Instagram betur en hún og aðdáendum hennar finnast þeir geta tengst henni á persónulegri máta. Hún er næstvaldamesti notandi samfélagsmiðla á eftir Justin Bieber á Forbes-listanum. n Raunstaða á lista: 8 n Aldur:26 ára n Þénaði: 5,8 milljarða Lady Gaga n Raunstaða á lista: 19 n Aldur: 28 ára n Þénaði: 4 milljarða Árið 2011 þénaði Lady Gaga tæpa 11 milljarða, en í ár aðeins 4. Þriðja plata hennar, Artpop, hefur ekki náð sömu vin- sældum og fyrri plötur hennar, eins höfðu mjaðmameiðsl hennar áhrif á tekjurnar. Þrátt fyrir afturkippinn er hún enn ein af áhrifamestu poppstjörnum heims.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.