Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Síða 38
38 Fólk Vikublað 4.–6. nóvember 2014
G
amanleikurinn Beint í æð
var frumsýndur á Stóra
sviði Borgarleikhússins síð
astliðið föstudagskvöld og
kitlaði heldur betur hlátur
taugar leikhúsgesta. Allt helsta leik
húsfólk Íslands var mætt á frum
sýninguna og skemmtu allir sér
konunglega yfir hamaganginum á
sviðinu. Verkið er eftir Ray Cooney
en Íslendingar hafa hingað til kunn
að vel að meta gamanleiki hans í ís
lenskri staðfærslu Gísla Rúnars Jóns
sonar. Með aðalhlutverk í sýningunni
fara meðal annars Hilmir Snær
Guðnason, Guðjón Davíð Karlsson
og Sigrún Edda Björnsdóttir. n
Hlátur beint í æð í
Borgarleikhúsinu
Glæsilegar Borgarleikhússtjóri,
Kristín Eysteinsdóttir, mætti á
frumsýninguna ásamt konu sinni,
Katrínu Oddsdóttur.
Samrýnd Listahjónin Tinna
Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson
eru samrýnd og láta sig yfirleitt ekki
vanta á frumsýningar leikhúsanna.
Spennt Brynja Þorgeirsdóttir
var að sjálfsögðu mætt á
frumsýninguna.
Brosmild Stjörnu-
kokkurinn Siggi Hall
mætti ásamt eiginkonu
sinni, Svölu Ólafsdóttur.
Listahjón Leikhúshjónin
Arnar Jónsson og Þórhildur
Þorleifsdóttir mættu að
sjálfsögðu á frumsýn-
inguna. En Þórhildur stýrði
einmitt Borgarleikhúsinu
um árabil.
Tvær
glæsilegar
Hrefna Hall-
grímsdóttir,
þekktust
sem Skrítla,
í tvíeykinu
Skoppa og
Skrítla, og
Þórunn Erna
Clausen
voru flottar
í Borgarleik-
húsinu.
Falleg friðarhjón Björk Vilhelms-
dóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar-
innar, og Sveinn Rúnar Hauksson,
læknir og formaður Ísland-Palestína,
gerðu sér glaðan dag.
Leikstjór-
inn Halldóra
Geirharðsdóttir
leikstýrir gaman-
leiknum og var
að vonum spennt
fyrir frumsýn-
ingunni.
Hryllingur í Smárabíói
Í
slenska hryllingsmyndin
Grafir og bein var frum
sýnd í Smárabíói á fimmtu
dagskvöld. En óhætt er að
segja að hún hafi fengið hárin
á bíógestum til að rísa. Nokkr
ar stiklur höfðu verið birtar úr
myndinni í haust og voru þær
hver annarri óhugnanlegri.
Bíógestir mættu því á sýn
inguna með miklar væntingar
og stóð myndin undir nafni
sem alvöru hryllingsmynd.
Með aðalhlutverk myndar
innar fara Nína Dögg Filipp
usdóttir, Gísli Örn Garðars
son og hin unga upprennandi
leikkona Elva María Birgis
dóttir. n
Mætt í bíó Leikstjórinn Ari
Kristinsson og eiginkona hans,
Margrét María Pálsdóttir, létu sig
ekki vanta í Smárabíó.
Hryllileg! Guð-
mundur Breiðfjörð
hjá Senu mætti
ásamt dóttur
sinni sem skreytti
sig í anda alvöru
hryllingsmynda.
Leikarahjón Leikarahjónin Sveinn Geirsson og
Tinna Hrafnsdóttir mættu til að horfa á hry
lling,
en Sveinn fer einmitt með hlutverk í myndi
nni.