Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2014, Qupperneq 38
38 Fólk Vikublað 4.–6. nóvember 2014 G amanleikurinn Beint í æð var frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins síð­ astliðið föstudagskvöld og kitlaði heldur betur hlátur­ taugar leikhúsgesta. Allt helsta leik­ húsfólk Íslands var mætt á frum­ sýninguna og skemmtu allir sér konunglega yfir hamaganginum á sviðinu. Verkið er eftir Ray Cooney en Íslendingar hafa hingað til kunn­ að vel að meta gamanleiki hans í ís­ lenskri staðfærslu Gísla Rúnars Jóns­ sonar. Með aðalhlutverk í sýningunni fara meðal annars Hilmir Snær Guðnason, Guðjón Davíð Karlsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. n Hlátur beint í æð í Borgarleikhúsinu Glæsilegar Borgarleikhússtjóri, Kristín Eysteinsdóttir, mætti á frumsýninguna ásamt konu sinni, Katrínu Oddsdóttur. Samrýnd Listahjónin Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson eru samrýnd og láta sig yfirleitt ekki vanta á frumsýningar leikhúsanna. Spennt Brynja Þorgeirsdóttir var að sjálfsögðu mætt á frumsýninguna. Brosmild Stjörnu- kokkurinn Siggi Hall mætti ásamt eiginkonu sinni, Svölu Ólafsdóttur. Listahjón Leikhúshjónin Arnar Jónsson og Þórhildur Þorleifsdóttir mættu að sjálfsögðu á frumsýn- inguna. En Þórhildur stýrði einmitt Borgarleikhúsinu um árabil. Tvær glæsilegar Hrefna Hall- grímsdóttir, þekktust sem Skrítla, í tvíeykinu Skoppa og Skrítla, og Þórunn Erna Clausen voru flottar í Borgarleik- húsinu. Falleg friðarhjón Björk Vilhelms- dóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar- innar, og Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður Ísland-Palestína, gerðu sér glaðan dag. Leikstjór- inn Halldóra Geirharðsdóttir leikstýrir gaman- leiknum og var að vonum spennt fyrir frumsýn- ingunni. Hryllingur í Smárabíói Í slenska hryllingsmyndin Grafir og bein var frum­ sýnd í Smárabíói á fimmtu­ dagskvöld. En óhætt er að segja að hún hafi fengið hárin á bíógestum til að rísa. Nokkr­ ar stiklur höfðu verið birtar úr myndinni í haust og voru þær hver annarri óhugnanlegri. Bíógestir mættu því á sýn­ inguna með miklar væntingar og stóð myndin undir nafni sem alvöru hryllingsmynd. Með aðalhlutverk myndar­ innar fara Nína Dögg Filipp­ usdóttir, Gísli Örn Garðars­ son og hin unga upprennandi leikkona Elva María Birgis­ dóttir. n Mætt í bíó Leikstjórinn Ari Kristinsson og eiginkona hans, Margrét María Pálsdóttir, létu sig ekki vanta í Smárabíó. Hryllileg! Guð- mundur Breiðfjörð hjá Senu mætti ásamt dóttur sinni sem skreytti sig í anda alvöru hryllingsmynda. Leikarahjón Leikarahjónin Sveinn Geirsson og Tinna Hrafnsdóttir mættu til að horfa á hry lling, en Sveinn fer einmitt með hlutverk í myndi nni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.