Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Page 36

Iðjuþjálfinn - 01.12.1997, Page 36
Af Kjaramálum í NÝJU LAUNAKERFI MUNULAUNAÁKVARÐ- ANIR ÁN EFA BYGGJA Á ÖÐRUM FORSENDUM EN ÁÐUR HEFUR TÍÐKAST, ÞAR SEM MEIRI ÁHERSLA VERÐUR LÖGÐ Á KERFISBUNDIÐ MAT Á STÖRFUM OG STARFS- MÖNNUM. Eftir margra mánaða vinnu var gengið frá miðstýrðum lrluta kjarasamnings IÞÍ við Fjár- málaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Reykjalund í byrjun júlí 1997. Hluti þessa nýja samnings felst í nýju launakerfi sem í raun þýðir að hluti launaákvarðana færist úr miðstýrðum kjarasamningum til stofnanabund- inna samninga. Þar semja fulltrúar viðkomandi stéttarfélags og stofnun- ar um röðunarreglur í hinu nýja launakerfi og fer vinnan fram í aðlög- unarnefndum. Vinna nefndanna fór hægt af stað en henni átti að Ijúka 31.október. Alls 18 iðjuþjálfar era virkir þátttakend- ur í aðlögunarnefndum hinna ýmsu stofnana. Mismunandi er hvernig miðar, surnar stofnanir eru komnar með drög að samkomulagi á meðan lítið miðar áfram annars staðar. Þessi hluti samningsins á að koma til fram- kvæmda í febrúar 1998 og á röðun samkvæmt honum að vera fullu lokið fyrir fyrsta mars 1998. Endurskoðun á launakerfinu var löngu orðin brýn og er bein afleiðing þróunar sem hefur átt sér stað í ís- lensku þjóðfélagi. I nýju launakerfi munu launaákvarðanir án efa byggja á öðrum forsendum en áður hefur tíðkast, þar sem meiri áhersla verður lögð á kerfisbundið mat á störfum og starfsmönnum. Þetta nýja launakerfi krefst því hugafarsbreytingar. Það krefst þess ennfremur að menn velti fyrir sér öðrum aðferðum við að ákvarða laun, en hingað til hafa verið notaðar í opinberum rekstri. I mið- stýrðu launakerfi hefur aðaláherslan verið lögð á starfsaldur og stöðuheiti. Fá tækifæri eru til að umbuna fyrir skilvirkni og afköst stafsmanna og reynst hefur ómögulegt að taka tillit til ólíkra starfa, vinnuaðstæðna og mismunandi eiginleika starfs- manna. Við höfum búið við tvöfalt launakerfi, þar sem taxtalaun hafa verið ákvörðuð í miðstýrðum samn- ingum en hluti félagsmanna hefur einnig átt kost á ráðningarsamnings- bundnum greiðslum t.d. fyrir óunna yfirvinnu. Með gerð síðustu kjarasamninga hefur launakerfi opinberra starfs- manna verið aðlagað til að bregðast við breytingum á ytri aðstæðum. Ahersl- ur nýja kerfisins eru annars vegar kröfurnar sem lagðar eru til grund- vallar starfs og hins vegar þættir sem varða einstaklinga, svo sem frammi- staða starfsmanna. I þessu felst tæki- færi til þess að færa aðstæður opin- berra starfsmanna til nútímans. Breytingarnar sem nú era í vændum kalla bæði á nútímalega starfs- mannastefnu vinnuveitenda og end- urskipulagningu stéttarfélaga starfs- manna. Kjarasamningar um hið nýja launa- kerfi hafa meðal annars eftirtalin meginmarkmið: • Að auka hlut dagvinnulauna. • Að auka sveigjanleika launakerfis- ins, draga úr miðstýringu og koma á skilvirkara kerfi sem tekur mið af þörfum og verkefum stofnananna og starfsmanna þeirra. Röðunarreglur í hinu nýja launa- kerfi gætu í grundvallaratriðum byggtá: • Kerfisbundnu mati á störfum. • Kerfisbundnu mati á einstaklingum. • Kerfisbundinni tengingu við launa- kjör annars staðar. Þessi nýja gerð kjarasamnings hef- ur kostað ómælda vinnu nefndar- manna. Mun fleiri iðjuþjálfar en áður 36 IÐJUÞJÁLFINN 2/97

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.