Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 3

Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 3
IÐJUÞJÁLFINN fagblað iðjuþjálfa Pósthólf 4159 124 Reykjavík Efnisyfirlit Alþjóðavettvangur .........................5 Norrænt samstarf ..........................7 Rannsóknir í iðjuþjálfun...................9 Af starfi á geðdeild .....................10 Hugræn atferlismeðferð....................14 Húsnæðismál fólks með geðrænan vanda ...16 Geðteymi á Reykjalundi - Þáttur iðjuþjálfunar....................18 Réttindagæsla og rekstur þjónustu ........27 Meistarar ................................29 Verknám við iðjuþjálfunarbraut HA.........32 Fréttir af félagsstarfi ..................35 Fylgirit: Matstæki í iðjuþjálfun Ritnefnd:: Anna Ingileif Erlendsdóttir Auður Hafsteinsdóttir Soffía Haraldsdóttir Þóra Leósdóttir Sljóm ÍÞÍ: Hope Knútsson ,formaður Sigríður Kr. Gísladóttir, varaformaður Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir, gjaldkeri Þóra Leósdóttir, ritari Sigríður Bjarnadóttir, meðstjórnandi Prófarkalestur: Guðbjörg Kr. Arnardóttir Þóra Leósdóttir Hönnuti og nmbrot: Margrét Rósa Sigurðardóttir Prentun: Offsetfjölritun hf. Mjölnisholti 14,105 Reykjavík Ritnefnd áskilur sér rétt til að stytta texta °g færa mál til betri vegar. Vitna má í texta blaðsins ef heimildar er getið. Rits tjómarspjall s Ivetrarblaði Iðjuþjálfans má finna gnótt efnis. Meðal annars er þar fjölbreytt umfjöllun um þjónustu við fólk sem á við geðsjúkdóma að stríða.Ymsir fag- menn sem starfa á því sviði hafa lagt okkur lið og skrif- að um efnið. Þá er fjallað um þátttöku Iðjuþjálfafélags- ins á erlendum vettvangi á þessu ári. Spennandi breyt- ingar eru í farvatninu innan Heimssambands iðjuþjálfa og vitna þær um breytta tíma. Að þessu sinni fylgir blaðinu rit sem hefur að geyma niðurstöður könnunar, er gerð var meðal iðjuþjálfa hér á landi á síðasta ári. Þar má sjá yfirlit yfir þau matstæki sem notuð eru til að meta iðju. Fylgiritið hefur tví- mælalaust hagnýtt upplýsingagildi fyrir íslenska iðju- þjálfa. Aðstandendur könnunarinnar eru þrír af þeim sjö iðjuþjálfum eru luku meistaranámi frá Florida International University nýlega. I blaðinu má lesa hvernig fór um sjóferð þá, en Elín Ebba Asmundsdóttir skrifar um lokahnykkinn í meistaranáminu. Það er nú öðru sinni sem ritnefndin stendur að út- gáfu Iðjuþjálfans í breyttri mynd. Að baki liggur afar spennandi og lærdómsríkt starf og er blaðið í stöðugri þróun. Þegar á nýju ári mun nefndin hefjast handa við að skrá ítarlegar verklýsingar um útgáfuferlið í heild sinni. Með hækkandi sól býðst fleiri félagsmönnum gullið tækifæri til þess að bjóða sig fram og láta það eft- ir sér að stunda þá skapandi iðju sem felst í því að gefa út fagblað! Við þökkum auglýsendum og þeim sem lögðu til styrktarlínur í þetta seinna tölublað Iðjuþjálfans fyrir þeirra framlag. Að lokum ætlum við að vera snemma í því og óska öllum lesendum gleðilegra jóla og farsæld- ar á nýju ári. Ritnefnd IÐJUÞJÁLFINN 2/98 3

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.