Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 34

Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 34
Fjórða verknámstímabil Staða nemanda: Styrking Hlutverk leiðbeinanda: Forsvar Tilgangur að veita nemendum tækifæri til að: • beita faglegri þekkingu, leikni, viðhorfi og atferli • þróa nánar faglega rökleiðslu og færni við lausn viðfangs- efna • leggja rökstutt mat á upplýsingar og taka afstöðu til þeirra • öðlast sjálfstæði í vinnu með skjólstæðingum • taka þátt í faglegu starfi • samsama sig hlutverki iðjuþjálfa Þátttaka nemenda og leiðsögn verknámsleiðbeinenda Þegar hér kemur til sögu hafa nemendur lokið velflestum námskeiðum í iðjuþjálfunarnámi við Háskólann á Akureyri. Á síðasta verknámstímabilinu fá nemendur lokaþjálfun í hlut- verki iðjuþjálfa. Þeir skulu hvattir til að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, faglegri rökleiðslu og að tengja saman störf og fræði. Nemendur kunna enn að hafa þörf fyrir leiðsögn, sér- staklega þegar um er að ræða mjög sérhæfð viðfangsefni, en gert er ráð fyrir því að í lok tímabilsins séu þeir færir um að taka fulla ábyrgð á íhlutun vegna skjólstæðinga sinna og þeim verkefnum sem henni fylgja. Þó þurfa þeir að jafnaði meiri tíma til að ljúka verki en reyndir iðjuþjálfar. Nemendur skulu hvattir til samvinnu við samstarfsfólk, sem og að þróa vinnu- brögð og aðferðir, áreiðanleika og fagmennsku. Leiðbeiningar til verknámsleiðbeinenda • leyfið nemendanum að vinna á eins sjálfstæðan máta og mögulegt er • hvetjið hann til að sýna frumkvæði og hafa sig frammi þegar við á • hvetjið nemendann til að greina eigin námsmarkmið og þarf- ir og fylgja þeim eftir • hvetjið hann til sjálfsgagnrýni • vinnið með nemandanum sem samherja • ræðið faglega rökleiðslu • deilið sögum af skjólstæðingum • veitið fágæta reynslu • veitið aðgang að fólki og upplýsingum • látið af stjórn Snæfríöur Þóra Egilson, lektor og umsjónarkennari verknáms viö iðjuþjálfunarbraut HA Heimildir: Bell, E. (1996). Fieldwork experience manual. Dalhousie University, School of occupational therapy, Faculty of health professions. Forwell, S.(1997). Expectations and guidelines for fieldwork ex- perience. University of British Columbia, Division of occupational therapy. Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þóra Egilson. (1998). Upplýsing- ar úr kennsluskrá fyrir háskólaárið 1998-1999. Háskólinn á Ak- ureyri. Ingvar Sigurgeirsson (1995). Að mörgu er að hyggja, handbók um undirbúning kennslu. Reykjavík: Bókasala kennaranema. Sullivan, T. & Bossers, A. (1998). Occupational therapy fieldwork levels. The newsletter of the Canadian Association of Occupational Therapists. 15.3 (7-9). ‘UðjiAþjdlfar athiAgið! Nú fer að fækka í röðum ritnefndar. Félagsmönn- um gefst því tækifæri til að bjóða sig fram til starfa við þá skapandi iðju að gefa út fag- blað. Eins og í flestar aðrar nefndir félagsins er kosið til tveggja ára í senn. Við sem höf- um reynsluna mælum tvímæla- laust með því að vera í ritnefnd. Iðjuþjálfinn er blað sem er í stöðugri þróun. Verkefnin eru spennandi og bjóða upp á sam- starf við ýmsa aðila. Vilt þú vera með og leggja þitt af mörkum til að efla blaðið okkar enn frekar? Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar! Ritnefnd 34 IÐJUÞJÁLFINN 2/98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.