Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 31

Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 31
Meistararnir sjö ásamt Paulette tölfræöi- sérfræðingurinn, fyrir miöju í aftari röö. Hún var í fagnefnd hjá okkur ollum. Án hennar heföum við ekki komist í gegnum 4. kaflann. andinn að velta sér svolítið upp úr nið- urstöðunum, hvort þær séu í takt eða á skjön við aðrar svipaðar rannsóknir og hvort rannsóknin hafi eitthvað nýtt fram að færa. Þarna fær rannsakandinn líka tækifæri til að iðrast, eða sýna fram á hann hafi lært af hugsanlegum. mis- tökum. Einnig getur hann velt fyrir sér á heimspekilegan máta hvort rann- sóknin hafi áhrif á samtímann eða komandi kynslóðir. Ég var sem sagt komin út og nú var að duga eða drepast. Ég veit satt að segja ekki hvaðan ég fékk þennan ofurkraft af einbeitni á lokasprettinum. Eilíft kapphlaup við tímann og setur með sveittan skallann, þó svo að loftkælingin virkaði ágætlega. Eftir á að hyggja finnst mér óraunverulegt hvernig ég fór að þessu með þrjá fjöruga stráka tveggja, átta og tíu ára. Ég hef að sjálfsögðu haft góðan stuðning allan námstímann, framúrskarandi mann og einstaka móður. Á meðan á náminu stóð hef ég komið sjálfri mér að óvart. Ég hef áorkað því sem ég hélt að væri bara öðrum fært.Til þeirra sem velta slíku námi fyrir sér, segi ég - svona nám er fyrst og fremst vinna og aftur vinna.. Erfiðust er ákvörðunin: Vil ég eða vil ég ekki? Þeir nemar sem tóku þátt eru í mörg- um hlutverkum eins og flestir nú á tím- um. Kúnstin er að skipta tíma sínum í bil og nýta hvert bil vel. Það þarf að gera áætlanir og fylgja þeim og sé kúrs- inn af einhverjum ástæðum ekki hald- inn, þarf að fara fljótt inn á hann aftur og engar afsakanir gilda. Þetta tekur að sjálfsögðu toll og krefst fórna, þar sem Margir innfæddir Bandaríkjamenn sem voru í MS námi á sama tíma, fóru í beinu framhaldi af BS námi og höfðu því ekki þessa klínísku reynslu sem við höfðum. Þar af leiðandi „brilleruðum" við í þessum áfanga-að sjálfsögðu. Svona til gamans þá stendur BS nám fyr- ir „Bull Shit“ og MS námið fyrir „More Shit“ hjá þeim sem finnst óþarft svona námsbrölt. ekki verður jafnvægi milli vinnu, hvíld- ar, svefns og skemmtunar. Ég hef geng- ið hálf skökk síðasta árið en vonast til að það réttist úr mér með tímanum. Ef löngunin er nógu sterk má einnig finna leiðir til að gera þetta kleift fjárhags- lega. Þar sem ég var ekki mæld í bak og fyrir áður en námið hófst, get ég ekki sannað hvort og þá hvaða áhrif, þetta hafði á mig. Eins og í rannsókninni minni og öðrum svipuðum í Bandaríkj- unum, þá er t.d. reynt að mæla hvort aukning verði á birtingu greina í fag- tímaritum, á fyrirlestrum eða nám- skeiðahaldi eftir MS nám eða doktors- nám. Persónulegir þættir eru erfiðari viðureignar en eru ekki síður spenn- andi sem rannsóknarefni. Þegar sigrast er á hindrun sem oftast er sett upp af okkar eigin huga, skilar það sér alltaf í auknu sjálfstrausti og krafti til að takast á við enn erfiðari verkefni. Þetta vita iðjuþjálfar því þeir sjá þetta gerast hjá skjólstæðingum sínum. Það er enginn efi í mínum huga að mæla eindregið með framhaldsnámi og ég fagna því að Háskólinn á Akureyri sé að leita eftir samstarfi um fjarnám til meistaragráðu í iðjuþjálfun við Háskólann í Halifax í Kanada. Ég vona svo sannarlega að ein- hver hendi sér út í óvissuna eins og við „More Shit" nemarnir gerðum. Ég held að ég tali fyrir munn meist- aranna sjö þegar ég raula eitt lagið af uppáhaldspólu drengjanna minna sem þeir horfðu á þegar ekkert samband náðist við móður þeirra: „Hakúna Matata - hve þau orð eru sönn - þau standast tímans tönn " óþarfa áhyggjur eru þurrk- aðar út - gleymum sorg og sút og sinnis stút „Hakúna Matata". Höfundur er iðjuþjálfi og starfar við geðdeild Landspítala IÐJUÞJÁLFINN 2/98 3

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.