Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 8

Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 8
'jjöldi iðjuþjálfa á NorðurlöwdiAm: Svíþjóð 9000 Danmörk 3744 Noregur 2200 Finnland 930 ✓ Island 94 25.000 eintök af fagblaði iðjuþjálfa og kynningarpóst- kort sem eru send víða. Sænska félagið stuðlar að stofnun leshringja með fimm til átta iðjuþjálfum í hverjum hring, um alla Sví- þjóð. Pakki er útbúinn með greinum og spurningum um ákveðið efni, samið af iðjuþjálfum sem sérfróðir eru um viðkomandi svið. Ríkið styrkir slíka starfsemi hjá fagfólki. Sænska iðjuþjálfafélagið hefur samið stórt tölvuforrit í „Lotus Notes" um ýmislegt varðandi iðju- þjálfun. Ásýnd Norrænnar iðjuþjálfunar Að lokum má geta þess að á síðustu Heimsráðstefnu iðjuþjálfa í Montreal, kom fram mikill áhugi um tvennt sem þykir einkenna iðjuþjálfun á Norðurlöndum. Um er að ræða vinnuvistfræði og „community health". Ákveðið var að semja nokkurs konar Norræna iðjuþjálfaprófíla, þar sem safnað er starfslýsingum iðjuþjálfa á þessum tveimur svið- um. Ennfremur upplýsingum um hver borgar fyrir slíka þjónustu og hvort iðjuþjálfar hafi hlotið sérstaka menntun eða þjálfun varðandi tiltekið starfssvið. Niðurstöðurnar verða kynntar á næstu samnorrænu ráð- stefnu í Þrándheimi í september 1999 og síðan á heimsráð- stefnunni í Stokkhólmi árið 2002. Þannig er stefnt að því að „flytja út" um allan heim þessa sérþekkingu norrænna iðju- þjálfa. Tina Voltelen, formaður danska félagsins mun senda bréf og spurningalista fljótlega og vinnan hefst í janúar á næsta ári. Hugmyndin er sú að tveir iðjuþjálfar frá Dan- mörku, Svíþjóð og Noregi muni hittast til að vinna þetta verkefni og haft verður samband við iðjuþjálfa á íslandi og Finnlandi gegnum tölvupóst. Odýrir hjólastólar • Sterkir • Einfaldir í notkun • Massív eða loftdekk • Litir: blár eða rauður • Flutnings- eða afturhjóladrifnir • Fjöldi aukahluta fáanlegir • Verð frá kr. 52,460* flutningsstólar • Kr. 57,800* afturhjóladrifnir *Samkv. tollgengi júní ‘98 A* Aisturbakki hf. P.O. BOX 909 - 121 REYKJAVIK, ICELAND Borgartún 20, 105 Reykjavík - Sími: 562 8411 - Fax: 562 8435 8 IÐJUÞJÁLFINN 2/98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.