Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Page 12

Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Page 12
Ef sturlunarástand er til staðar er það frábending fyrir hópmeðferð af þessu tagi. Einnig ef sjúklingur hefur fíkn í ein- hver efni. Margir þeirra sjúklinga sem koma á deildina hafa sögu um ofneyslu áfengis og fíkniefna. Ætlast er til að þeir hafi hætt slíkri neyslu í a.m.k. sex mán- uði áður en þeir hefja meðferðina. Hug- ræn truflun á vefrænum grunni og alvarleg sjálfsvígshætta ásamt mjög miklum sállík- amlegum einkennum eru einnig frábend- ingar (3). Líkamsvitund I hópmeðferðinni á Hvítabandi er tekist á við marga þætti mannlegrar tilveru. Tómleikatilfinning, tilgangsleysi og upp- gjöf eru algeng fyrirbæri. Líðanin getur verið afar sveiflukennd og einstaklingur- inn upplifir hana oft sem vanheilsu og veikindi. Algengt er að heyra kvartanir um verki meðal annars í baki, mjöðm- um, höfði og maga. Sömuleiðis telur fólk sig vera orkulaust og ekki geta fram- kvæmt ýmsa hluti. Sjálfskenndin einkennist af van- máttartilfinningu og sjálfsmyndin er neikvæð. I samskiptum við aðra verða tíðir árekstrar. Upplifun á því að verða fyrir árásum frá öðrum er aukin ásamt upplifun á eigin varn- arleysi. Osjálfráð viðbrögð við árás- um eru að fara í vörn eða flýja. Það gerist gjarnan ómeðvitað og oftast með aukinni spennu í líkamanum. Það að missa máttinn eru einnig algeng við- brögð hjá fólki. Þegar einstaklingar burðast með van- líðan árum saman, gerist það tvennt að þeir kikna undan byrðinni eða herða sig upp. Stundum gerist hvort tveggja hjá sama einstaklingi. I líkamsburði og hreyfingum er þetta greinanlegt í ýms- um frávikum frá því æskilega. Sumir verða hengslalegir í hreyfingum, slappir og máttleysislegir, aðrir samanherptir eða hnarreistir og stífir. Oft vantar mýkt og sveigjanleika í hreyfingarnar og önd- unin er yfirleitt grunn. Allar hreyfingar í daglegu lífi bera keim af þessum óæski- legu mynstrum. Til viðbótar er hugurinn mikið á sveimi og viðkomandi á erfitt með að dvelja í sjálfum sér og er oft utan við sig og einbeitingarlítill. Hugtakið lík- amsvitund felur í sér skynjun, upplifun, afstöðu, þekkingu, stjórnun, færni og persónulegan stíl. í vinnu með líkamsvit- und er veitt leiðsögn í að hlusta á lík- amann og þau skilaboð sem hann gefur til þess að einstaklingurinn komist í betri tengsl við sjálfan sig. Með því að vera til staðar í æfingunni eflist getan til að vera og dvelja í sjálfum sér. Unnið er með öndun, spennujafnvægi og fjöðrun í lík- amanum m.a. til þess að efla flæði, sveigjanleika og úthald gagnvart eigin líðan. Reynt er að styðja viðkomandi í því að vera betur í stakk búinn til að þola álag og jafnframt skapa forsendur til að minnka það. Þegar nægilegt öryggi hef- ur skapast er hægt að fara út í sam- skiptaæfingar þar sem athyglinni er meira beint að hreyfimynstri og líkams- tjáningu. Betri líðan Unnið er eftir þroskalíkani sem sam- ræmist vel samtals- og listmeðferð. Með- ferð mína byggi ég á aðferðum dr.Ger- trud Roxendal sjúkraþjálfara og Jacques Dropsy, sem er sálgreinir og hreyfi- þerapisti. A síðustu árum hefur Dr. Rox- Hugtakið líkamsvitund felur í sér skynj- un, upplifun, afstöðu, þekkingu, stjórn- un, færni og persónulegan stíl. í vinnu með líkamsvitund er veitt leiðsögn í að hlusta á líkamann og þau skilaboð sem hann gefur til þess að einstaklingurinn komist í betri tengsl við sjálfan sig. endal þróað kenningar um svo nefnt „líkamsegó" (á sænsku: kroppsjag) og telur hún að það sé hluti af sjálfsímynd manneskjunnar. Hún hefur þróað hug- myndir Freud sem taldi að líkaminn væri kjarni „sjálfsins". Starfsemi þess er bæði upplifun og geta. Þetta má merkja í augnaráði, líkamsburði, rödd, öndun, hreyfingum og á hvern hátt við mætum öðrum, t.d. hvort við getum sett okkur sjálfum og öðrum mörk, nálægð og sam- spil við annað fólk og aðstæður. „Lík- amsegóið" felur í sér tjáningu með og án orða. Það felur einnig í sér upplifun ein- staklingsins og afstöðu til eigin líkama, sjálfs sín og umheimsins. Við sjúkdóma og skaða geta komið brestir í „Iíkams- egóið" og jafnframt geta hafa orðið brestir við þróun þess. Líkamsvitundarvinnan er mörgum sjúklingum afar erfið og mótstaðan mikil í byrjun. En þeir sem hafa sig í þátttöku uppskera smám saman árangur erfiðis- ins. Dæmi um skammtímaárangur getur verið að einstaklingurinn finni betur fyr- ir sjálfum sér, eigi auðveldara með að finna vellíðan og verði meðvitaðri um áður óþekkta getu sína. Ennfremur verð- ur hann meðvitaðri um hreyfimynstur sitt og óæskileg vanamynstur. Einstaklingur sem nær árangri við eitthvað af þessu ætti að vera betur í stakk búinn en áður, til að nýta sér sam- talsmeðferðina. Þátttakendur hafa greint frá því að þessi vinna skili sér inn í sam- talstímana meðal annars á þann hátt að þeim líður betur, þeir ráða betur við spennuna í sér og eiga auðveldar með að tjá sig í tímunum. Arangur af langtíma- vinnu getur meðal annars birst í því að skapandi kraftar leysast smám saman úr læðingi og einstaklingurinn getur lifað lífinu meira lifandi en áður. Listmeðferð Frá upphafi hafa myndtímar verið þáttur í starfsemi deildarinnar. Þar hafa ýmsar starfsstéttir komið við sögu en nú hef- ur starfsheitið listmeðferðarfræðing- ur (art therapist) fest sig í sessi- Aður en fjallað verður um listmeð- ferð í langtímahópum hér á eftir, er almenn kynning á faginu án þess að greint verði sérstaklega frá sögu og þróun á þessum vettvangi. Listmeðferð er sjálfstætt með- ferðarform þar sem nýttur er pappír, litir, leir og önnur efni. Þar er stuðlað að tjáningu tilfinninga og hugarheims einstaklingsins gegnurn myndsköpun og samtöl við listmeðferðarfræðing. Þessi aðferð veitir oft aðgang að ómeðvituðum þáttum og snertir innri og ytri veruleika einstaklingsins á þann hátt sem talað mál nær stundum ekki til. í listmeðferð er leitast við að stuðla að betri sjálfs- stjórn, byggja upp innra öryggi og sterk- ari sjálfsvitund. Meðferðin getur varpað ljósi á tengsl tilfinninga og hugsana og aukið þannig skilning og innsæi. Athygl' in er á myndverkinu og sambandi ein- staklingsins við sköpunarverkið ásamt trúnaðarsambandi við þerapistann. List- meðferð getur nýst einstaklingum og hópum, börnum, fullorðnum og öldruð- um því að manninum er eiginlegt að þurfa að tjá sig og gefa innri og ytri veruleika merkingu. Tilhögun Listmeðferð í opnum langtímahópum fer 12 IÐJUÞJÁLFINN 2/98

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.