Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 24
Ferli iðjuþjálfunar til ef lingar fœrni við iðju
(Occupational Performance Process Model)
10
Tilgreina, rét+mceta og forgangsraða
málefnum er varða fœrni við iðju
Fœrnivandi
leystur
Meta
árangur
Hrinda
áœtlun í
framkvœmd
með iðju
Staðfesting á
að foerni sé náð
Velja frœðilego
nálgun
Greina hœfni
og umhverf i
Greina styrkleika
og úrrœði
Komast að samkomulagi
um að hvaða árangursmarki
skuli stefnt og máta áætlun
2. mynd. I earing, Law & Clark (1997), endurgert af Townsend og félögum (1997). Þýtt og staðfært af
Kristjönu Fenger, Margréti Sigurðardóttur og Sigriði Jónsdóttur, 1998.
• Fyrsta þrep:
Tilgreina, réttmæta og forgangsraða
málefnum er varða færni við iðju, þar
sem henni er ábótavant
Skjólstæðingur tilgreinir iðju sem hann
á erfitt með að sinna á þann hátt sem
honum líkar, eða þá sem veldur honum
áhyggjum af einhverjum ástæðum og
iðju sem hann vill auka færni sína við
eða breyta á einhvern hátt. Iðjan tengist
eigin umsjá, tómstundum eða störfum.
Iðjuþjálfi tekur saman það sem skjól-
stæðingur hefur tjáð honum og skjól-
stæðingur staðfestir að iðjuþjálfi hafi
skilið hann rétt. Skjólstæðingur for-
gangsraðar þeim vandamálum sem
hann vill vinna með í iðjuþjálfun, ef um
fleiri en einn færnivanda er að ræða. Ef
hann ræður við alla þá iðju sem hann
langar til, parf eða er ætlað að sinna og er
ánægður með þá iðju sem hann stundar
í daglegu lífi, þarf hann ekki á iðjuþjálf-
un að halda.
Til að afla upplýsinga um færni
skjólstæðinga við iðju er í notkun í
geðteymi á Reykjalundi sérhannaður
minnislisti fyrir fyrsta viðtal (Kristjana
Fenger og Guðrún Pálmadóttir, 1994).
Listinn byggir á líkaninu um iðju
mannsins. Viðtalið beinist að iðju og
umhverfi skjólstæðings og hvort hann
sé ánægður eða vilji breytingar. Auk
minnislistans er kanadíska færnimæl-
ingin „Canadian Occuapational Perfor-
mance Measure „COPM" (Law, Bapt-
iste, McColl, Polatajko, & Pollock, 1994)
notuð í fyrsta viðtali.
Matstækið er hannað til nota innan
kanadíska færnilíkansins. Tveir iðju-
þjálfar, þar af annar á geðsviði eru að
hefja notkun á „Occupational perfor-
mance history interview - OPHI-II",
(Kielhofner, Mallison, Crawford, No-
wak, Rigby, Henry, Walens, 1998) sem
matstæki í fyrsta viðtali og þykir það
mjög áhugavert.
• Annað þrep:
Velja fræðilega nálgun
Þegar fæmivandi hefur verið tilgreind-
ur, hann réttmættur (staðfestur af skjól-
stæðingi) og raðað í forgang ef um fleiri
en einn er að ræða, er valin fræðileg
nálgun sem stýrir þeim þrepum sem á
eftir koma í ferlinu. Líkanið um iðju
mannsins (Kielhofner, 1996) og mat-
stæki því tengd eru töluvert notuð. Af
öðrum matstækjum má nefna „Assess-
ment of motor and process skills
„AMPS" (Fisher, 1997), áhugalisti Mats-
utuyu (1969), hlutverkalisti Oakley
(1984) og iðjulisti Riopel (1982). Önnur
fræðilíkön sem notuð eru á geðsviði em
fyrst og fremst hugræna atferlislíkanið
(Duncombe, 1998) en einnig líkön sem
beinast meira að líkamlegri færni svo
sem færnilíkan Pedretti og Pasquinelli-
Estrada (1985) og hreyfistjórnunarlíkan-
ið „The Motor Control Model" (Kiel-
hofner, 1992), svo einhver séu nefnd.
• Þriðja þrep:
Greina hæfni og umhverfi
Færni er háð hæfni einstaklingsins og
umhverfi hans. Athugað er hvort or-
saka færnivandans sé að leita í skertri
hæfni og í umhverfi. I iðjuþjálfun í
geðteymi er beitt formlegum og óform-
legum aðferðum við mat á líkamlegri,
tilfinningalegri og vitsmunalegri hæfni.
Þunglyndishugsanir sem eru sjálfvirkar
og bjagaðar hugsanir eru til dæmis
greindar með hugrænum atferlisaðferð-
um. Dæmi um slíkar hugsanir geta ver-
ið „Öllum er sama um mig" eða „Ég
geri alltaf allt vitlaust". Þórunn Gunn-
arsdóttir iðjuþjálfi geðteymis skrifar
sérstaklega um hugræna atferlismeð-
ferð í þessu tölublaði. Félagsleg sam-
skipti skjólstæðings eru til dæmis
greind út frá frásögn hans og áhorfi
iðjuþjálfans. Aðstæður sem og um-
hverfi er oftast skoðað með athugun á
heimili eða vinnustað og athugun á
stuðningi eða kröfum fjölskyldu og
vina. Hér er greint hvað hindrar færni
og hvað styður við færni.
• Fjórða þrep:
Greina styrkleika og úrræði
Þeir styrkleikar sem skjólstæðingur býr
yfir sem og þau úrræði er finnast í um-
hverfi hans eru greind. Upplýsingar
24 IÐJUÞJÁLFINN 2/98