Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Qupperneq 35

Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Qupperneq 35
Þann 17. nóvember síðastliðinn efndi stjórn IÞÍ til fulltrúafundar og er það annað áriö í röð sem slíkur fundur er haldinn. Markmiðið er að efla innra starf félagsins og móta stefnu þess og áherslur í ýmsum málum. Ennfremur er fulltrúa- fundurinn mikilvægur vettvangur til að miðla upplýsingum um starf stjórnar, nefnda og hópa innan félagsins. Á fundinn mættu auk stjórnar- meölima fulltrúar frá flestum nefndum. Jréttir af félagsstarfi Fulltrúarnir sögðu frá því helsta sem hefur verið á döfinni og lýstu þeim verkefnum sem liggja fyrir í nánustu framtíð. Það er ljóst að félagsstarfið er í fullum blóma og metn- aður einkennir þá vinnu sem nefndirnar inna af hendi. Það kom einnig fram að umfang verk- efnanna hefur aukist í takt við tímann og má þar meðal annars nefna kjarabaráttu, símennt- unarmál, blaðaútgáfu og þverfaglegt samstarf. Stjórn félagsins greindi frá helstu þáttum í starfsáætlun sinni þetta árið og velt var upp hugmyndum um forgangsröðun verkefna. Af brýnum málum ber hæst siðareglur, kynningar- og húsnæðismál svo eitthvað sé nefnt. Upplýst var að á síðasta félagsfundi var stofnaður form- legur starfshópur um almannatengsl og mark- aðssetningu iðjuþjálfunar og mun hópurinn hittast nú í lok nóvember. Kynntar voru þær vangaveltur sem uppi hafa verið varðandi fyrir- komulag aðalfundar, væntanleg formanns- skipti og rekstur félagsins og aðstöðu. í lok fundarins spunnust góðar og gagnlegar umræður. Þátttakendur voru sammála um gildi þess að halda fulltrúafund sem þennan og jafn- vel þyrfti að hafa hann tvisvar á ári. Stjórnin hefur úr nægu að moða eftir fundinn og nú er bara að bretta ermarnar enn hærra upp. ÞL

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.