Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 10

Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 10
AF STARFI A GEÐDEILD - hópmeðferðardeild geðdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur Hvítabandi Anna María Jónsdóttir læknir hefur unnið sem meðstjórnandi í langtíma innsæismeðferðarhópi og segir hún hér frá þeirri meöferð. Auk viðtal- meðferöar er einnig boöið upp á lík- amsvitundarvinnu og listmeðferö. Þær Anna K. Kristjánsdóttir sjúkra- þjálfari og Halldóra Halldórsdóttir listmeöferðarfræðingur greina frá þeim þætti starfseminnar. En fyrst veröur fjallað um viðtalsmeðferðina og stiklað á stóru varöandi fræðin sem liggja til grundvallar. Umfjöllun- in er ekki tæmandi en gefur þó von- andi einhverja mynd af því sem um ræðir, fyrir þá sem ekki hafa kynnst þessari tegund meðferöar. Starfsemin Deildin tók til starfa í nóvember 1979 á Hvíta- bandinu við Skólavörðustíg. Fáum árum síðar fluttist starfsemin í Templarahöllina við Eiríks- götu, þar sem hún var til ársins 1996. Þá flutt- ist hún í Hafnarbúðir við Geirsgötu og ári síð- ar aftur í upprunalegt húsnæði á Skólavörðu- stígnum. Frá upphafi hafa yfir 1100 sjúklingar innrit- ast á deildina. Þeir hafa verið mismunandi lengi í meðferð, allt frá nokkrum mánuðum upp í nokkur ár. Algengustu greiningar eru þunglyndi, kvíði og persónuleikatruflanir af ýmsu tagi. Flestir eru óvinnufærir við innritun og ætla mætti að talsverður hluti hópsins myndi leita þjónustu á bráða- og legudeildum geðdeilda ef þeir nytu ekki þjónustu dagdeild- arinnar á Hvítabandi. Tilvísanir koma frá ýms- um aðilum, svo sem félagsmálastofnunum, sálfræðingum og læknum. Sjúklingar eru kall- aðir inn í forviðtal og út frá því er umsóknin metin af samstarfhópnum á deildinni. í fram- haldi eru sjúklingar innritaðir á deildina eða þeim vísað annað ef við á. Þungamiðjan í starfseminni er hópmeðferð. Ef það er talið viðeigandi fá sjúklingar að auki viðtöl við félagsráðgjafa, sálfræðing, sjúkra- þjálfara, hjúkrunarfræðing, geðlækni eða aðra sérfræðinga innan deildarinnar og spítalans. Læknar og fleiri starfsmenn deildarinnar sinna einnig sjúklingum á göngudeild. Starfsmenn hafa ennfremur handleitt annað starfsfólk spít- alans, bæði einstaklinga og hópa auk þess að veita einstaklingshandleiðslu fyrir starfsfólk á geðdeild Landsspítala. * Ymsir hópar A deildinni eru nokkur mismunandi meðferð- arúrræði. Fyrst má nefna langtíma innsæis- meðferð. Lengst af hafa verið tveir hópar sem mæta fjórum sinnum viku í slíka meðferð. Þeir eru svokallaðir opnir langtímahópar (slow open groups) og hafa þeir starfað árum saman. I þessum hópum er hámarksfjöldi átta sjúk- lingar og einn til tveir hópstjórar. Þar eru einn til tveir sjúklingar teknir inn í senn, eftir því sem pláss losna. Þessir hópar starfa því án af- markaðs upphafs og endis. Sjúklingarnir eiga við margvísleg vandamál að stríða og hafa ver- ið mismunandi lengi í hópnum. Aðrir hópar hafa verið starfandi yfir vetrartímann. Má þar nefna hóp fyrir sjúklinga með átröskun og stuðningshóp fyrir sjúklinga sem eiga við ýmis samstæð vandamál að etja. Þessir hópar hafa hist einu sinni í viku. Ennfremur hafa verið sér- stakir hópar einu sinni í viku fyrir sjúklinga með geðklofa. Viðtalsmeðferðin byggir á þeim kenningum sálgreiningar sem hafa verið þróaðar fyrir hópa. Mikið af þeirri vitneskju sem við höfum um öflin sem eru að verki í hópum kemur frá Wilfred Bion. Eftir seinni heimsstyrjöldina stjórnaði hann hópmeðferð á Tavistock með- ferðarstofnuninni í London. S.H. Foulkes lagði þó einnig til mjög mikilvæga þætti í kenning- um um hópmeðferð, en hann byrjaði að stunda slíka meðferð árið 1940. Margir aðrir hafa lagt ýmislegt gagnlegt til og má þar nefna Irving Yalom, Dorothy Stock Whitaker, Morton A. Lieberman, Morris Nitsun og fleiri. Markmið meðferðarinnar Þegar sjúklingur byrjar í hópmeðferð er líklegt að væntingar hans til meðferðarhópsins séu svipaðar og gagnvart öðrum hópum eða ein- staklingum sem hann hefur haft samskipti við. Oftast á sjúklingur slæma lífsreynslu að baki Anna María Jóns- DÓTTIR DEILDARLÆKNIR Anna K. Kristjáns- DÓTTIR SJÚKRAÞJÁLFARI Halldóra Halldórs- DÓTTIR LISTMEÐFERÐ- ARFRÆÐINGUR. 10 IÐJUÞJÁLFINN 2/98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.