Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 17

Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 17
aði snarlega eftir flutning á verndað heimili. Meðaltal á ársgrundvelli fyrir hvern íbúa voru 38,6 innlagnardagar á móttökudeild fyrir flutn- ing og 92,4 á millideild, en eftir flutning voru 7,4 innlagnardagar á íbúa á móttökudeild og 0,3 á millideild. Lágar tölur á millideildum eftir flutning á verndað heimili skýrast að hluta til af því að lengri vistun vegna húsnæðisleysis var óþörf (6). Skýringuna er þó ekki eingöngu að finna í þessu búsetuformi því það ver íbúana óneitanlega frá einangrun. Auk þess sem margir eru daglega í einhverri virkni inni á spítalanum eða utan. Innlagnir styttast vegna þess að um- hverfið tekur fljótt eftir breyttri heilsu og kemst viðkomandi þá fyrr í meðferð. Hér reynir á sam- vinnu meðferðaraðila. Samstarfið getur dregið úr því að einstak- lingar fái mismunandi skilaboð sem aftur leiðir til meiri skilvirkni og heildarsýnar. Ekki má heldur gleyma að félagslegt net geðfatlaðra er oft bágborið af ýmsum ástæðum. Sá stuðningur sem veittur er íbúum heimilanna skilar sér í bættri heilsu og því má telja endurhæfingargildi vernduðu heimilanna ótvírætt. Að flytja af stofnun Vernduðu heimilin eru dæmi um hvernig fé- lagsráðgjafar hafa flutt starfið að hluta til út fyr- ir stofnanir. Það er að mörgu leyti lærdómsríkt að koma inn á heimili annarra. Þar sannast hið fornkveðna að glöggt er gestsaugað. Inni á heimilunum er hugað að samskiptum, sam- kennd, samspili og jafnræði. Einstaklingur með geðrænan vanda getur tjáð eigin líðan, en á oft erfitt með að skynja hvaða áhrif hann hefur á umhverfið. Reynt er að setja óskir hans í samhengi við umhverfið. Oft eru samskipti heimilismanna þung í vöfum og er mikils virði að reyna að bæta þar um. Einnig getur fagmaður oft fyllt upp í eyðurnar fyrir skjólstæðinginn þar sem hann veit hvaða úrræði eru tiltæk, en viðkomandi gerir sér jafnvel ekki grein fyrir því hvaða úrræði eru fyrir hendi. Félagsráðgjafar sinna einnig margvíslegu fræðslustarfi við endurhæfingu einstaklinga, fjölskyldna og hópa utan stofnunar. Þróun húsnæðismála Greinarhöfundar hafa rekið sig á að kaldur veruleikinn, háleit markmið og hugmyndafræði laganna fara oft ekki saman. Þrátt fyrir myndar- legar lagagreinar um húsnæðismál hafa fjöl- margir sem leita til geðdeilda ekki viðeigandi húsnæði. Fólk verður því að dvelja langdvölum á geðdeildum eða hjá vinum og ættingjum. Þessir einstaklingar eiga víða umsóknir um húsnæði og sumir hafa beðið í mörg ár. Fróðlegt væri að sjá hversu stór hluti geðfatlaðra nýta sér húsnæði á vegum Félagsmálastofnunar, Svæðis- skrifstofu og Öryrkjabandalagsins og hve marg- ar umsóknir liggja þar óafgreiddar. Það er jafnan erfitt fyrir viðkomandi einstak- linga að bíða vikum, mánuðum og jafnvel árum saman eftir úrræðum í sínum málum. Það virð- ist sem fundahöld, greinargerðir og kynningar á húsnæðismálum til viðkomandi stofnanna hafi lítið að segja. Ljóst er að þeir einstaklingar sem um ræðir þurfa ákveðið þjónustustig. Spurning- in er hvers vegna það reynist svo erfitt að koma til móts við þá. Það er erfitt að vera öðrum háð- ur og eiga ekki samastað. Jafnframt má vekja at- hygli á því að það er kostnaðarsamt að dvelja inni á sjúkrastofnun, mun kostnaðarsam- ara en vera utan hennar. Það er líka vit- að að því lengur sem einstaklingur er á sjúkrastofnun því flóknara er fyrir hann að útskrifast. Vegna flutnings málefna fatlaðra til sveitarfélaganna hefur verið stofnaður vinnuhópur til að samræma stefnu varðandi vernduð heimili og tengja við aðra þjónustu fyrir geðfatlaða. Hópinn skipa fulltúar frá Félagsmálastofnun Reykjavíkur, Geðdeild Landspítalans og geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Athyglisvert verður að fylgjast með störfum nefndarinnar. Af framangreindri umfjöllun um búsetumál geðfatlaðra má vera ljóst að það er ýmislegt sem betur má fara ef ná á markmiðum laganna um að tryggja öllum húsnæði við hæfi. Brýnast er að aðlaga búsetuform að þörfum einstaklinga með sérþarfir í mun ríkari mæli en gert hefur veirð fram að þeessu. Með því yrði stefnt að betri endurhæfingu og meiri lífsgæðum þeirra einstaklinga sem á þjónustunni þurfa að halda. Höfundar eru félagsráögjafar og starfa á Geödeild Landspítalans. Heimildir: 1) Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, sérprentun júlí 1997,42.gr. 2) Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, sérprentun júlí 1997, 45.gr. 3) Lög um málefni fatlaðra frá 1. janúar 1984. 4) Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, sérprentun júlí 1997, kafli VII. 5) Lög um málefni fatlaðra frá 1. janúar 1998, X kafli, 24.gr. 6) Álfheiður Guðlaugsdóttir, 1994. Vernduð heimili samvinna ríkis og sveitarfélags. Sveitastjórnar- mál, 3. tbl. 1994, bls. 169. Þrátt fyrir myndar- legar lagagreinar um húsnæðismál hafa fjöl- margir sem leita til geðdeilda ekki viðeig- andi húsnæði. Fólk verður því að dvelja langdvölum á geð- deildum eða hjá vinum og ættingjum.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.