Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 14
HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ
Þórunn Gunnarsdóttir
segir frá slíkri meðferð á Reykjalundi
Þórunn
Gunnarsdóttir
Við í geðteymi Reykjalundar fórum
að kynna okkur hugræna atferlismeð-
ferð undir handleiðslu Péturs Hauks-
sonar geðlæknis í byrjun þessa árs.
Við hófum síöan skipulagða meðferö
með skjólstæðingum okkar í byrjun
sumars sem leiö. Ástæðan fyrir því
að þessi meðferð varð fyrir valinu er
sú að stærsti hluti skjólstæöinga
okkar þjáist af þunglyndi af einhverj-
um toga. Þessi tegund meöferðar
hefur reynst árangursrík hvað varðar
þunglyndissjúklinga. Þaö er einnig
stór kostur hve vel viðtalsmeðferðin
er skipulögð hjá einum meöferðarað-
ila. Þaö kemur í veg fyrir aö einstak-
lingur sé í viðtölum hjá mörgum fag-
aöilum, að ræða sömu vandamálin.
Meðferðin
Einn af frumkvöðlum þessarar meðferðar er
Aaron T. Beck, geðlæknir frá Fíladelfíu. í
kenningum sínum leggur Beck áherslu á að
kenna kerfisbundna athugun á atferli og hugs-
unum til að sýna fram á tengslin milli hugsun-
ar og tilfinninga. Mjög algengt er að tilfinning-
ar hjá þunglyndissjúkum séu byggðar á hugs-
anavillu sem rekja má til þeirra eigin hugsunar
og hvernig þeir meta þau atvik sem þeir lenda
í. Einnig lætur hinn dapri oft stjórnast af nei-
kvæðum hugsun-
um. Slíkar hugs-
anir tengjast nei-
kvæðu sjálfs-
mati, sjálfsgagn-
rýni, ásökunum,
röngu mati á at-
burðum og gildi
þeirra svo eitthvað sé nefnt. Þessar hugsanir
eru í eðli sínu sjálfvirkar, þær koma upp í hug-
ann eins og að gömlum vana og án fyrirhafn-
ar. Þær eru einnig órökréttar því rökin sem
liggja að baki eiga ekki lengur við, en eru samt
notuð. Þó þessar hugsanir séu óskynsamlegar,
í hugrænni meðferð er reynt að veita
hjálp með því að sveigja hugsunum hins
dapra á nýjar brautir, í stað þess að beina
athyglinni að dapurleikanum sjálfum.
virðast þær trúanlegar í huga hins dapra.
I hugrænni meðferð er reynt að veita hjálp
með því að sveigja hugsunum hins dapra á
nýjar brautir, í stað þess að beina athyglinni að
dapurleikanum sjálfum. Reynt er að fá skjól-
stæðinginn til að líta á þessar hugsanir sem til-
gátur í stað staðreynda. I hugrænni meðferð er
verið að vinna með aðstæður sem tilheyra nú-
tíðinni og framtíðinni, en ekki er lögð áhersla á
fortíðina. Hugræn atferlismeðferð er viðtals-
meðferð til skemmri tíma. Miðað er við að ein-
staklingur komi að meðaltali í 12 til 15 viðtöl
og miðast hámarkið við 20 viðtöl. Viðtölin fara
fram einu sinni til tvisvar í viku og varir hvert
viðtal í um klukkustund. Einstaklingurinn
byrjar í hugrænni atferlismeðferð þegar geð-
læknir hefur metið hvort þessi tegund með-
ferðar gæti nýst viðkomandi. Einnig er nauð-
synlegt að skjólstæðingurinn hafi sjálfur áhuga
á að reyna þessa meðferð. A fundi er síðan
kannað hver af fagaðilum teymisins hefur tök
á að gerast meðferðaraðili fyrir viðkomandi
hverju sinni.
Virkni
Til að sýna fram á gagnsemi þessarar meðferð-
ar tekur skjólstæðingurinn þunglyndispróf
(Beck's) í upphafi og lok meðferðar. Fyrir utan
viðtölin sjálf er mikið lagt upp úr heimavinnu
skjólstæðingsins og er hann á þann máta gerð-
ur ábyrgur fyrir framvindu meðferðarinnar.
Oll viðtölin eru skipulögð fyrirfram þannig að
skjólstæðingurinn veit hvað tekið er fyrir
hverju sinni. Markmið eru sett og stuttur tími
er hafður á milli viðtala svo auðveldara sé að
vinna sigra. Skjólstæðingurinn skráir niður
virkni sína í daglegu lífi, hæfni í því sem hann
tekur sér fyrir hendur og hversu mikla ánægju
það veitir honum. Þarna finnst okkur meðferð-
in tengjast því sem við iðjuþjálfar vinnum með
daglega, þ.e. iðju mannsins. Mestur tími með-
ferðarinnar fer svo í að aðstoða skjólstæðing-
inn við að greina „sjálfvirkar" hugsanir sínar.
Skrá þessar hugsanir og reyna seinna að finna
rök með þeim og á móti og vinna þannig úr
þeim. Ahersla er lögð á að bæði skjólstæðing-
ur og meðferðaraðili geri hver í sínu lagi sam-
14 IÐJUÞJÁLFINN 2/98