Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 5

Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 5
Alþjóðavettvcmgur 23. fulltrúaráðsþing Heimssambands iðjuþjálfa Hope Knútsson, FORMAÐUR IÞÍ Frá fulltrúaráösþingi Heimssambands iöjuþjálfa í Kanada 1998 Annað hvert ár er haldið full- trúaþing á vegum Heimssam- bands iöjuþjálfa „World Feder- ation of Occupational Ther- apists". í maí síöast liðnum var þingið, sem stendur í 6 daga haldið í Ottawa, höfuðborg Kanada. Þess má geta að for- setinn kallaöi þingið saman meö gömlum íslenskum stein- hamri! Starf sambandsins fer að stærstum hluta fram á full- trúaþinginu sem er nokkurs konar vinnufundur. Ég hef sótt fulltrúaráösfundi í tvo áratugi og mér þótti fundurinn í ár vera sá besti hingað til. Spennandi breytingar eru framundan og þrátt fyrir hræöslu og kvíða sem oft fylgja, er andrúmsloftið í heimssambandinu afar jákvætt Þessa dagana. Breyttir tímar Byrjað var á „Focus Day" eða umræðu- degi sem helgaður er ákveðnu efni og ekki eins formlegur og fulltrúaþingið sjálft. Markmiðið með umræðudeginum er að þátttakendur ræði saman, gefi nýj- um fulltrúum tækifæri til að kynna sig og skiptist á skoðunum bæði í stórum hópi og í smærri vinnuhópum, sem fjalla um mismunandi spurningar er fengjast aðalefninu. Efnið í þetta sinn yar sú nýja innri uppbygging sambands- ins en hún tekur gildi á næsta fulltrúa- þingi árið 2000 í Sapporo í Japan. Það er um það bil áratugur síðan umræðan um breytingar á nefndarskipan sambands- ins hófst, en núverandi skipan hefur verið við lýði frá 1952 þegar heimssam- bandið var stofnað. Tímarnir hafa breyst og margir eru þeirrar skoðunar að fastar nefndir hafi ekki nægan sveigjanleika til að bregðast við þeim margvíslegu verkefnum sem upp koma hjá WFOT. Dagskráin á full- trúaráðsþinginu samanstendur yfirleitt af 25-30 málsatriðum. Mikill tími fer í að hlýða á gamlar skýrslur og að semja nýj- ar skýrslur. Þegar allt að 60 manns ferð- ast langt og kosta til þess miklu fé, kýs fólk að hafa meiri tíma til að ræða sam- an, forgangsraða verkefnum og nýta þann gífurlega kraft og hæfileika sem skapast. Nýtt líkan í stað fastra nefnda sem einungis sinna einu verkefni (t.d. gefa út blað eða halda tengslum við önnur félög), verður fjöldi vinnuhópa sem starfa tímabundið sam- kvæmt skipaðri forgangsröð. Verkefnin verða sérhæfðari og fólki er gefið færi á að sinna þeim viðfangsefnum sem það hefur áhuga á. Stjórnin mun gera vinnu- áætlun, bæði til lengri og skemmri tíma. Sett verður af stað verkefnisstjórakerfi (program manager) og náin tengsl verða við stjórnina. Vinnuhóparnir mega starfa í tvö, fjögur eða sex ár. Fulltrúa- ráðsfundir framtíðarinnar verða nýttir til að horfa fram á við, frekar en til for- tíðar. Nokkurrar hræðslu gætir við breyt- ingar af þessu tagi og hönnuður líkans- ins þurfti að sannfæra fólk um ágæti þess. En starfið ætti að verða mun skil- virkara og að þetta sé einungis ný aðferð til að skera kökuna. Akveðið var að næsti umræðudagur verði notaður til að veita þjálfun í nýja stjórnunarlíkaninu. Fulltrúarþingið sjálft verður síðan nýtt til að skilgreina verkefni, stofna vinnu- hópa sem ákveða hvernig á að starfa og IÐJUÞJÁLFINN 2/98 5

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.