Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 6

Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 6
áætla fjármagnsþörf fyrir næsta tímabil. Verkstjórar hópanna munu hitta stjórn- ina og gefa skýrslur. Starfslýsingar fyrir öll störf í sambandinu er skilyrði fyrir þessum breytingum. Efst á baugi Heimssambandið er að verða meira svæðaskipt. Það hófst með stofnun COT- EC (Committee of Occupational Ther- apists for the European Communities), sem er Evrópunefnd iðjuþjálfa og IÞI er aðili að. Nú eru til öflug svæðasamtök iðjuþjálfa í Afríku, Asíu, rómönsku Am- eríku, við Kyrrahafið og Karibahafið. Fólk virðist afar sátt við þessa þróun og það gætir nokkurs stolts vegna hennar. Miklar umræður voru um notkun skammstafana t.d. OT og WFOT. Niður- staðan varð sú að alls staðar eru iðju- þjálfar hvattir til að láta vera að nota skammstafanir vegna þess að leikmenn hafa oft ekki hugmynd um hvað átt er við. Skammstöfunin OT á ensku getur t.d. þýtt „overtime" eða margt annað í ýmsum greinum. Það er mikilvægt atriði að við segjum hvað stétt og samtök okk- ar heita. Notum heitið Heimssamband iðjuþjálfa í ræðu og riti í stað WFOT. Annað stórt umræðuefni í ár voru tungumála- og samskiptaörðugleikar. Fleiri fulltrúar koma nú frá spænsku- mælandi löndum en áður. Innan Heims- sambandsins eru 4 opinber tungumál og eru flestir bæklingar á þessum fjórum tungumálum þ.e.a.s. ensku, frönsku, þýsku og spænsku. Vandinn er sá að spænskumælandi fulltrúar eiga í mestu erfiðleikum með að taka þátt í umræð- unni sem fer fram á ensku. Aukin umsvif Fimm félög fengu inngöngu í Heims- sambandið að þessu sinni. Lög þeirra höfðu verið skoðuð vandlega af hálfu laganefndar. Þetta eru: Uganda, Suður- Kórea, Mexikó, Mauritius og Lettland. Nú eru aðildarlöndin í Heimssamband- inu því orðin 50 talsins! Spurning er um hvort tímabært sé að stofna aðalskrif- stofu fyrir heimsambandið. Þetta var rætt og ákveðið var að stofna vinnuhópa sem Barbara O'Shea Ieiðir, til að skoða spennandi tilboð sem fyrirtæki í Montr- eal lagði fyrir þingið. Þess má geta að heimssamband sjúkraþjálfara er með bækistöð í London. Mörg aðildarfélög hlutu ferðastyrki til þátttöku á næsta fulltrúaþingi sem hald- ið verður í Japan eftir 2 ár og var IÞÍ meðal þeirra. Við fengum kr. 200.000 í þátttökustyrk. Undirrituð starfar nú í „Professional Practice" nefnd sem m.a. er að hvetja alla til að skoða almennar orðabækur í heimalandi sínu og reyna að hafa áhrif á hvernig iðjuþjálfun er skil- greind. A hverju fulltrúaþingi er einnig úthlutað „Foundation Award" sem er nokkurs konar rannsóknarstyrkur sem einungis er veittur einstaklingum sem eiga beina aðild að Heimsambandinu. Upphæðin er allt að 5000 bandaríkjadal- ir. Rannsóknarefnið þarf ekki að vera há- vísindalegt. Tilkynning um þennan styrk og umsóknareyðblað er sent út á milli fulltrúaráðsþinga og verður auglýst í Fréttabréfi IÞÍ. Góður andi Á kvöldin að löngum vinnudögum lokn- um voru haldnar ýmsar þjóðlegar uppá- komur. Kanadíska félagið bauð öllum aðalfulltrúum og 1. varafulltrúum í glæsilegan kvöldverð í þinghúsinu. For- seti Heimsambandsins kallaði upp full- trúa og afhenti okkur silfurnælur með merki sambandsins. Við sáum meðal annars hestadanssýningu í Royal Cana- dian Mounted Police og haldin var mót- taka í nýjasta safni Ottawaborgar „Museum of Civilisations". Þar fengum við einkaskoðunarferð um þessa afar sérstöku byggingu þar sem 15.000 ára saga hinna ýmsu þjóðflokka í Kanada er rakin. Heimssamband iðjuþjálfa er eins og stór fjölskylda og þar ríkir góður andi. Reyndar er nokkuð ótrúlegt að svona margir þátttakendur frá svo mörgum mismunandi menningarsvæðum geti unnið saman á eins uppbyggjandi, já- kæðan og virðulegan hátt og raunin er. Íandspttalinn i þágu mannúðar og visinria.. Geðdeild Landspítalans Yfiriðjuþjálfi Afleysingastaða yfiriðjuþjálfa á Kleppi er laus til umsóknar frá 1. mars 1999 til 1. september árið 2000. Upplýsingar veita Anna Guðrún Arnardóttir yfiriðjuþjálfi í síma 560-2580 / 560-2581 og Elín Ebba Ásmundsdóttir forstöðumaður, síma 560-1795/1792. Iðjuþjálfi óskast á geðdeild Landspítalans við Eiríksgötu frá 1. januar 1999. Upplýsingar veitir Sylviane L. Pétursson yfiriðjuþjálfi, síma 560-1795/1792. 6 IÐJUÞJÁLFINN 2/98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.