Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Blaðsíða 19
GEÐTEYMI
Á REYKJALUNDI
páttur iðjuþjálfunar
Kristjana Fenger
Þegar þess var farið á leit við
mig að skrifa um iðjuþjálfun
sem veitt er á geðsviði á
Reykjalundi var mér það Ijúft
verk. Er ég hófst handa reyndist
mér erfitt að fjalla um efnið án
samhengis við starfsemina í
heild. Saga Reykjalundar, núver-
andi starfsemi sem og skipulag
og stjórnun iðjuþjálfunardeildar-
innar, hefur að mínu mati áhrif á
þá þjónustu sem iðjuþjálfar
veita á öllum sviðum. Ég hefi
því valið að fjalla einnig um þá
þætti, til að lesendur fái heil-
steyptari mynd af iðjuþjálfun í
geðteymi. Greinin skiptist í þrjá
hluta. Sá fyrsti fjallar um sögu
og þróun Reykjalundar, annar
hlutinn um iðjuþjálfunardeildina,
skipulag hennar og stjórnun,
ábyrgðarsvið og skyldur iðju-
þjálfa. Að síöustu er greint frá
þjónustuiíkani geðiðjuþjálfunar.
Meðferðartilboð þar sem boöið
er upp á fræðslu og hópþjálfun
standa mörg hver opin öllum
vistmönnum. Hér verða þau til-
boð nefnd sem skjólstæðingar
geðteymis nýta sér.
Söguágrip
Reykjalundur á sér langa sögu sem
rekja má allt til stofnunar Sambands ís-
lenskra berklasjúklinga (SÍBS) árið 1938.
Eitt af markmiðum sambandsins var at-
vinnuleg endurhæfing berklasjúklinga
og í því augnamiði var Vinnuheimilið
að Reykjalundi reist árið 1945 (Gils
Guðmundsson, 1988).
Fyrstu árin voru vinnustofur og
verkstæði í gömlum bröggum frá her-
námsárunum. Þar var stundaður ýmis
smáiðnaður sem hentaði vistmönnum
heimilisins á hverjum tíma. Á árunum
1949-1965 var starfræktur iðnskóli að
Reykjalundi í nánu samstarfi við Iðn-
skólann í Reykjavík. Vistmenn stunduði
bæði verklegt og bóklegt iðnnám. Árið
1953 var komið á fót plastiðju og smám
saman viku eldri iðnir fyrir nýjum
framleiðslugreinum. Iðnaðardeildir eru
enn snar þáttur atvinnulegrar endur-
hæfingar á Reykjalundi (Gils Guð-
mundsson, 1988).
Starfsgrundvöllur breyttist er berkla-
veikin lét undan síga og aðrir hópar
sem þörf höfðu fyrir endurhæfingu
komu til dvalar á Reykjalundi. Á árun-
um 1967-1991 kostaði Geðverndarfélag
íslands byggingu viðbótarrýmis og
samstarf hófst við aðrar stofnanir. Árið
1974 gerðist Asma- og ofnæmisfélagið
aðili að SÍBS og sama ár var nafni sam-
bandsins breytt í Samband íslenskra
berkla- og brjóstholssjúklinga (Gils
Guðmundsson, 1988). Árið 1992 gerð-
ust einnig Landssamtök hjartasjúklinga
aðilar. í dag fer fram fjölbreytt hæfing
og endurhæfing fyrir marga mismun-
andi sjúklingahópa. Starfssvið Reykja-
lundar er „læknisfræðileg, atvinnuleg
og félagsleg endurhæfing og vinna við
vernduð störf", samkvæmt reglugerð
útgefinni 1978, af Heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneyti.
Fjölbreytt starfsemi
I dag eru 170 vistmenn innritaðir á sex
legudeildir Reykjalundar. Meðal legu-
tími eru 46,9 dagar (Ársskýrsla Reykja-
lundar, 1997). Starfsfólk vinnur í þver-
faglegum teymum og hvert þeirra teng-
ist ákveðnum sjúklingahópi. Auk iðju-
þjálfa starfa læknar, hjúkrunarfræðing-
ar, sjúkraþjálfarar og félagsráðgjafar í
teymunum. Heilsuþjálfarar og tal-
framhald á bls. 20
IÐJUÞJÁLFINN 2/98 19