Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Síða 11

Iðjuþjálfinn - 01.12.1998, Síða 11
°8 því gæti hann óttast refsingu, útskúf- Ur>, fundið óbærilega sektarkennd eða kvíða. Hópurinn fæst við að höndla reiði og aðrar erfiðar tilfinningar á uppbyggileg- ar» hátt, finna leiðir til að vera í tengslum við eigin tilfinningar án þess að þær verði yfirþyrmandi og varðveita heilindi eigin „sjálfs" á sama tíma og þeir auðga h'fið með því að tengjast öðrum. Mark- núð meðferðarinnar er að skapa að- stæður þar sem sjúklingur getur hreyst. Vonast er til að hver og einn 8eb öðlast tilveru sem er þjáning- arrninni og að viðkomandi geti hugsað um sjálfan sig og aðra í nýju samhengi (1). Læknandi þættir Irving Yalom hefur sett fram hug- myndir um læknandi þætti í hópmeð- ferð. Hann skiptir þeim í 11 grunnþætti: * Innræting vonar. Þetta er grundvall- arþáttur í allri viðtalsmeðferð, þ.e.inn- setning og viðhald vonar. Von er ekki aðeins nauðsynleg til að halda sjúk- lingi í meðferð heldur getur hún einnig haft meðferðarleg áhrif. f hóp- rneðferð hafa meðlimirnir tengsl við aðra þá í hópnum sem náð hafa ár- angri. Sumir hafa fengist við svipuð vandamál og náð að höndla þau betur en áður. Sjúklingar tala oft um það í lok meðferðar hversu mikilvægt það hafi verið að sjá framfarir hjá öðrum. * Algildi/Samkennd. Margir sjúklingar hefja meðferð með þá hugmynd að þeir séu einstakir í sinni vanlíðan. Þeim finnst þeir vera einir með óbæri- leg vandamál, hugsanir, hvatir og imyndanir. Þessi tilfinning um að vera emstakur magnast oft vegna félags- legrar einangrunar og erfiðleika í sam- skiptum. Þeim finnst oft léttir að heyra aðra tala um svipuð vandamál °g komast að því að þrátt fyrir marg- breytileika mannlegra vandamála má finna vissa samnefnara. Miðlun upplýsinga. Meðferðaraðili getur veitt fræðandi upplýsingar um andlegt heilbrigði eða sjúkleika og al- menn sálfræðileg atriði, en að auki geta komið fram uppástungur og leið- heiningar varðandi ákveðin lífsvanda- ^nál frá öðrum hópmeðlimum. * Að gefa af sér. í byrjun meðferðar eru sjúklingar oft niðurbrotnir og finna ekki fyrir því að þeir hafi neitt að gefa öðrum sem skiptir máli. í hópmeðferð fá þeir ekki aðeins tækifæri til að þiggja stuðning, skilning og ráð frá öðrum í hópnum heldur einnig að gefa öðrum hið sama. Leiðréttandi endurupplifun á upprunafjölskyldu. Meðferðarhópurinn líkist uppruna- fjölskyldunni á margan hátt, t.d. eru sumir hópar leiddir af konu og karli sem meðstjómendum. Hópleiðarar og aðrir í hópnum geta verkað á sjúkling líkt og foreldrar hans og systkini gerðu. Því geta komið upp erfiðleikar sem tengjast frumbernskunni, s.s. öf- und, samkeppni á milli systkina og ófullnægð athyglisþörf. Það er ekki aðeins mikilvægt að þessir þættir verði sýnilegir, heldur einnig að þeir séu leystir á þann hátt að hægt sé að leiðrétta gömul samskiptamynstur sem hefta frekari þroska. • Þroskun félagslegrar hæfni. í viðtals- meðferð þar sem grundvallarreglur undirstrika opin tjáskipti getur sjúk- lingur orðið meðvitaðri um þá óæski- legu félagslegu hegðun sem hann hef- ur tamið sér. • Eftirlíkjandi hegðun. í hópnum hefur sjúklingurinn fyrirmynd af öðrum hópmeðlimum og þeim sem leiða hópinn. • Lærdómur af tengslamyndun. Hér er átt við þætti sem koma fyrir bæði í einstaklings- og hópmeðferð s.s. að öðlast innsæi, vinna úr yfirfærslum og leiðréttandi reynslu með tilfinningar auk þátta sem eingöngu snerta hóp- meðferð. Lítill meðferðarhópur verður með tímanum eins konar smækkuð þjóðfélagsmynd (social microsom) fyr- ir sjúklinginn. Hann fer að hegða sér gagnvart hópnum eins og hann hegð- ar sér gagnvart félagslegu umhverfi sínu og þannig verður truflun hans smám saman sýnileg í hópnum. Fé- lagsleg hegðun sem sjúklingur lærir í hópnum getur síðan færst yfir í um- hverfi hans. • Samloðun hópsins. Hér er átt við tengsl sjúklings, ekki aðeins við hóp- leiðara og aðra hópmeðlimi heldur einnig við hópinn í heild. Samloðun hópa er mismunandi, en niðurstöður rannsókna sýna að því meiri sem hún er því tilbúnari eru meðlimir hópsins að verja hann fyrir innri og ytri ógn- völdum. Þeir mæta betur, þátttaka og gagnkvæmur stuðningur er meiri og útkoman almennt jákvæðari. Sam- loðun hópsins getur verið breyti- leg á mismunandi tímabilum meðferðarinnar. • Útrás. Sjúklingi léttir þegar hann getur tjáð tilfinningar sínar, neikvæðar sem jákvæðar við hóp- leiðara og aðra í hópnum í stað þess að halda aftur af þeim. • Tilvistarþættir. Sjúklingurinn gerir sér grein fyrir því að lífið er stundum ósanngjarnt og óréttlátt, að það er engin undankomuleið frá vissum sárs- auka og endanlegum dauða. Hann gerir sér grein fyrir því að hversu náið sem hann tengist öðrum, þá verður hann engu að síður að takast á við lífið einn. Hann ber sjálfur ábyrgð á því hvernig hann lifir lífinu sama hversu miklar leiðbeiningar og stuðning hann fær frá öðrum. Með því að horfast í augu við grundvallarmálefni lífsins verður hann minna upptekinn af smá- atriðum. Þessir grunnþættir eru samofnir og gerast samhliða eða í tengslum við hver annan. Enginn þeirra stendur einn og sér án tilkomu hinna (2). Hver og einn þátttakandi upplifir meðferðina á afar persónulegan hátt og hefur sín áhrif á samfélagið í hópnum. Hverjum gagnast meðferðin? Komið hefur í Ijós að áhugahvöt sjúklings skiptir miklu máli í þessu sambandi. Ef hún er sterk er líklegra að meðferðin nýtist honum. Einnig er æskilegt að sjúklingurinn sé sálfræðilega penkjandi, þ.e. hafi hæfileikann til að líta í eigin barm og skoða hugsanir sínar, langanir og tilfinningar. Jafnframt þarf að vera til staðar nægilega mikil vanlíðan eða erfið- leikar við að mynda náin tengsl, til að sjúk- lingurinn sé tilbúinn að leggja á sig þau óþægindi sem meðferðin hefur í för með sér. Viðkomandi þarf einnig að hafa nokkuð sterkt „sjálf" til að meðferðin komi að gagni. Margir sjúklingar hefja meðferð með þá hugmynd að þeir séu einstakir í sinni vanlíðan. Þeim finnst þeir vera einir með óbærileg vandamál, hugsanir, hvatir og ímyndanir. Þessi tilfinning um að vera einstakur magnast oft vegna félagslegrar einangrunar og erfiðleika í samskiptum. IÐJUÞJÁLFINN 2/98 11

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.