Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Qupperneq 8

Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Qupperneq 8
ára. heimsóknir verða í höndum iðjuþjálfa og hjúkrunarfræðings, segir Kristín. Pólitík Kristín hefur nokkra reynslu af stjórn- málastarfi. Hún hefur einkum einbeitt sér að bæjarmálum og setið í nefndum fyrir bæjarstjóm. í síðustu Alþingiskosningum var Kristín í framboði fyrir Samfylking- una á Norðurlandi Eystra. -Ég verð að segja að þátttaka mín í stjómmálum hefur minnkað töluvert eftir að ég varð formaður. Minn pólitíski „frami" hófst á þann veg að ég hafði áhuga á að vera með í að breyta ein- hverju. Mér fannst ég hafa ýmislegt að segja og vildi hafa áhrif á það umhverfi sem ég lifi og starfa í. Ég hef lært mik- ið af þessum p ó 1 i t í s k u störfum. Fann að ég gat nýtt fagþekkingu mína í störfum í hinum ýmsu nefndum og haft áhrif. Ég veit til dæmis ekki hvort ég hefði verið eins fær eða áhugasöm ef ég hefði setið í bygg- inganefnd. Pólitík er ekki mitt aðal áhugamál en ég hef alltaf verið pólitísk og mér finnst mikilvægt að taka afstöðu, segir Kristín. - Þó að það sé margt talið spillt og jafnvel sóða- legt við pólitík þá finnst mér ég ekki hafa kynnst slíku hjá því fólki sem ég hef starf- að með. Stjórn- málamenn hafa oft á tíðum á sér óorð. Það má lítið út af bera, þá eru pólitíkusar fordæmdir af almenningi og fjölmiðlum. Mér kom á óvart hvað mikið er af fólki sem er að vinna óeigingjamt starf af fullkomnum heiðarleika og hug- sjón, nánast sama í hvaða flokki það er. Þessi störf eru illa launuð og fólkið var að sinna þeim vegna þess að það vildi láta gott af sér leiða. Það hafði trú á því sem það var að gera. Að upplifa þetta var mjög skemmtileg reynsla sem gaf mér aðra mynd af pólitík og ég öðlaðist meiri virðingu fyrir skoðunum annarra. Engu að síður er sumt sem ég á alltaf jafn erfitt með að þola, segir Kristín. Fyrir utan það að vera í fullu starfi sem iðjuþjálfi, for- maður IÞI og virk í stjórnmálum er Kristín mikil fjöl- skyldukona. Hún er gift Hólmkeli Hreinssyni bóka- safnsfræðingi og eiga þau tvö börn, Svein 11 ára og Huldu 7 - Það get- ur stundum verið snúið að finna tíma fyrir allt það sem sinna þarf í dag- legu lífi eins stuttur og sólarhringurinn er. Mér þykir oft svo gaman í vinnunni og hættir því til að nota of mikinn tíma og orku á þeim vettvangi. Það er ljóst að ég sem iðjuþjálfi hef heilmikla þekkingu á mikilvægi þess að hafa jafnvægi á milli vinnu, tóm- stundaiðju og hvíldar en það er þetta með að nota kenningamar á sjálfum sér. Oft er auðveldara að tala um en í að komast. Ég legg mikið upp úr samveru með fjölskyldu og vinum og mínar sæl- ustu stundir eru þegar við gerum eitt- hvað skemmtilegt saman eins og að ferð- ast, stunda útivist og elda góðan mat. Maður verður að læra að forgangsraða og og gera sér grein fyrir hvað er mikil- vægast í lífinu. Nú orðið gef ég pólitík- inni ekki eins mikinn tíma, gæti mín bet- ur á því hvar mörkin eru og hvað ég vil leggja á mig, segir Kristín. Framtíð fags og félags Kristín telur það langt í frá að við sem iðjuþjálfar mettum markaðinn með því sem við erum að gera núna, við fyllum bara stærstu skörðin. I framtíðinni verða iðjuþjálfar til dæmis starfandi við ráðgjöf í skólum og heilsugæslu. - Ég hef mikla trú á námsbrautinni og því fólki sem frá henni kemur. Að það kunni heldur meira en ég þegar ég kom úr skóla. Ekki má gleyma því að fagið hefur þróast ört hin síðustu ár, það er komin í það önnur vídd. Ég held að fagið sem slíkt og fagþekking iðjuþjálfa geti nýst mjög víða, ekki bara í heilbrigðis- og félagsgeiranum, heldur í ýmsum félögum og stjómum, stjóm- sýslu, starfs- mannaþróun og stjórnun. Fram- lag iðjuþjálfa get- ur orðið til þess að kerfin í samfé- laginu verði mannvænni og þjóni því fólki sem að þau eiga - Lítil hefð er fyrir svona iðjuþjálfa- störfum hér á landi. Til að byrja með ef- aðist ég stundum sjálf um að þetta væri alvöru iðjuþjálfun. Kanadíska módelið var afar gagnlegt fyrir mig á þessu efa- semdartímabili og eiginlega var það hálf- gerð opinberun þegar ég kynnti mér það. Mér finnst að þegar skjólstæðingurinn er ekki einstaklingur heldur stofnun, starf- semi, deild eða önnur álíka eining þá höfum við iðjuþjálfar mjög mikilvæga og verðmæta nálgun eða sýn á viðfangsefn- in og stundum jafnvel enn meiri mögu- leika á að efla skjólstæðinginn til já- kvæðra breytinga en í hefðbundinni vinnu með einstaklingum. Ég held að við iðjuþjálfar munum í framtíðinni, meira að segja í náinni framtíð í mjög auknum mæli sinna ráðgjöf við stofnanir og fyr- irtæki þar sem verkefnin verða einhverskonar breytingastjórn- un. Ég man vel hvernig fyrsta vikan var hér í þessu starfi. Þegar ég kom heim á daginn og var næstum með tárin í aug- unum því mér fannst ég vera búin að fá meira hrós og stuðning heldur en öll árin sem ég vann á geðdeildinni. Þegar ég var búin að vinna þar svona lengi hafði ég þörf fyrir að fá meiri viðurkenningu fyrir það sem ég var að gera. Mér fannst ég endurnýjast við að skipta um starf, fór að nýta nýjar hliðar í starfi og er ákveðin í því núna að skipta aftur um starfsvett- vang eftir nokkur ár, segir Kristín. í iðjuþjálfun ertu í snertingu við fólk en líka við svo margt annað. Það reynir á hæfileika þína sem manneskju. Þú þarft að þekkja sjálfan þig vel til að vera góður fagmaður og geta nýtt margar mis- munandi hliðar ef þú ætlar að þróa þig í starfi. Ég vil að við gerum meira af því að kynna iðjuþjálfun, ekki bara meðal al- mennings heldur líka þar sem ákvarðanir eru teknar um framtíðina. Efla til dæmis samstarf við ráðuneytin og stjórnvöld al- mennt þannig að við komum okkar sjónar- miðum að. Iðjuþjálfarnir sem starfa við námsbrautina hafa unnið alveg geysilega fínt starf. Ég hef heyrt það víða frá þeim sem til þekkja, bæði í skólanum og frá fólki sem þekkir til vinnu þeirra að vandað sé til verka, brautinni og faginu til mikils sóma. 8 IÐJUÞJÁLFINN 1/2000

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.