Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Page 12
hafa verið tengsl á milli færni við dagleg-
ar athafnir, er notast við hina ýmsu ADL
kvarða og útkomur úr ýmsum taugasál-
fræðilegum prófum. Rannsókn þessi var
hluti af meistaranámi mínu í iðjuþjálfun
við Florida Intemational University í Mi-
ami, Bandaríkjunum. Hún var gerð á
tímabilinu janúar 1997 til janúar 1998. Hér
verða kynntar helstu niðurstöður.
Efniviður
Samtals 42 einstaklingar sem fengið
höfðu heilablóðfall tóku þátt í rannsókn-
inni. Þeir lögðust inn á Endurhæfingar-
og taugalækningadeild SHR og Endur-
hæfingardeild LSP frá janúar 1997 til jan-
úar 1998. Einstaklingamir, karlar og kon-
ur voru allir eldri en 40 ára. Enginn þeirra
hafði fengið heilablóðfall áður, eða hafði
önnur einkenni frá miðtaugakerfinu. Höf-
undur fékk í lið með sér þrjá iðjuþjálfa á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur og einn á Land-
spítalanum til að safna gögnum um fæmi
þessara 42 einstaklinga. Gagnasöfnunin
var liður í hefðbundnu ADL-færnimati.
Reynsla iðjuþjálfanna, þ.e. tími frá þjálf-
unarnámskeiði í notkun A-ONE mæli-
tækisins var frá 5 -7 ár. Stutt upprifjun var
haldin í notkun A-ONE og stigagjöf þar
sem Guðrún Arnadóttur iðjuþjálfi var
leiðbeinandi.
Aðferðir
Undanfarin ár hefur sífellt verið lögð
meiri áhersla á notkun áreiðanlegra og
réttmætra mælitækja í iðjuþjálfun
(Trombly, 1995b). Iðjuþjálfar þurfa að
nota bæði réttmæt og áreiðanleg mæli-
tæki til að geta lýst fæmi þeirra sem feng-
ið hafa heilablóðfall og til að sýna fram á
árangur í endurhæfingu (Guðrún Árna-
dóttir, 1990; Lillý H. Sverrisdóttir, 1994).
Rubio og Van Deusen (1994) fundu ein-
ungis eitt mælitæki, þ.e. A-ONE sem
mælir sjálfsbjargargetu og taugaatferli
samtímis. A-ONE mælitækið er næmt á
breytingar á færni einstaklinga og því
hentugt bæði til að meta framfarir og til
að nota í rannsóknarskyni (Guðrún Áma-
dóttir, 1990,1998; Roos og Sageby, 1997). í
kenningunni sem liggur að baki A-ONE
er gert ráð fyrir að tengsl séu á milli mis-
munandi atriða, þ.e.a.s. athafna daglegs
lífs, röskunar á taugaatferli og staðsetn-
ingar skaða innan miðtaugakerfisins. Við
notkun A-ONE er taugaatferli metið út
frá fæmi einstaklingsins við athafnir dag-
legs lífs. Þannig er til dæmis metið hvort
einkennið verkstol (apraxia) komi í veg
fyrir að einstaklingur geti burstað tennur
eða hvort skert rúm- og afstöðuskyn
(spatial relation) komi í veg fyrir að hann
geti klætt sig (Guðrún Árnadóttir, 1990,
1998).
í rannsókninni var A-ONE notað til að
safna upplýsingum. Annars vegar um
færni við ADL, það er að klæðast/afklæð-
ast, snyrta sig, flytja sig/komast um á
dvalarstað, borða og tjá sig og hins vegar
röskun á taugaatferli sem dregur úr færni.
Einungis tveir kvarðar voru notaðir úr
matinu þ.e. Functional Independence
Scale (FIS) og Neurobehavioral Specific
Impairment Subscale (NSIS). FIS kvarð-
inn metur færni einstaklings við ADL og
er stigagjöfin frá 4 í 0 stig. Einstaklingur
fær 4 stig ef hann er fær um að fram-
kvæma alla þættina og 0 stig eru gefin ef
hann þarf alla aðstoð eða getur ekkert
hjálpað til. NSIS kvarðinn metur magn og
tegund röskunar á taugaatferli frá 0 stig-
um sem gefur til kynna að einkenni sé
ekki fyrir hendi í 4 stig sem gefur til
kynna mikla röskun sem kemur í veg fyr-
ir framkvæmd við athafnir daglegs lífs.
Þessir tveir kvarðar eru tengdir innbyrðis,
þ.e. eru í öfugu hlutfalli hvor við annan.
Við stigagjöf er tekið mið af hvers konar
úrvinnslu einstaklingurinn nýtir og þeirri
aðstoð sem nauðsynleg er, t.d. eftirlit,
munnleg eða líkamleg aðstoð við fram-
kvæmd. Fái einstaklingur háa stigagjöf á
NSIS kvarðanum má reikna með lágri
stigagjöf á FIS kvarðanum, því röskun á
taugaatferli er alltaf metin út frá hversu
mikið hún dregur úr framkvæmd við
ákveðin verk, eins og t.d. að borða, klæð-
ast og fara um (Guðrún Árnadóttir, 1990,
1998).
Tölfræðiforritið SPSS var notað til út-
reikninga á niðurstöðum. Prósentutölur
lýsa lýðeinkennum þátttakenda. Fylgni á
milli atriða á FIS og NSIS skalanum var
reiknuð með Spearman Rank Order
fylgnistuðlinum til að svara fyrri rann-
sóknarspumingunni. Marktækni var náð
þegar p-gildi var jafnt og eða minna en
0.05. Til að svara seinni rartnsóknarspum-
ingunni var mismunur á færni einstak-
linga með skaða í vinstra eða hægra heila-
hveli reiknaður út með Mann-Whitney U
prófi og Chi-Square prófi. Samanburður á
milli hópanna var marktækur þegar p-
gildi var jafnt og eða minna en 0.05.
Lýðeinkenni
Lýsandi tölfræði var notuð til að varpa
ljósi á lýðeinkenni einstaklinganna. Af
þeim 42 sem þátt tóku í rannsókninni
voru 18 (42.9%) konur og 24 (51.1%) karl-
menn. 34 (81%) þeirra höfðu fengið heila-
blóðfall vegna æðastíflu og 8 (19%) vegna
blæðingar í heila. Meðalaldur þeirra var
70.64 ár (SF = 9.05 ár) og spannaði 45-87
ár. Tími frá heilablóðfalli að mati var að
meðaltali 23.67 dagar (SF = 16.67 dagar)
og spannaði 7-74 daga. Þegar rannsóknin
fór fram notuðu 24 (57.1%) einstaklingar
hjólastól til að fara um á dvalarstað, þrír
(7.1%) notuðu göngugrind og 15 (35.7%)
þeirra þurftu engin ferlihjálpartæki. Ein-
staklingunum var skipt upp í tvo hópa,
þ.e. þá sem fengið höfðu heilablóðfall í
vinstra heilahveli og þá sem höfðu fengið
heilablóðfall í hægra heilahveli.
Alls 23 (54.8%) einstaklingar höfðu
fengið heilablóðfall í vinstra heilahvel, 20
(87%) vegna æðastíflu og 3 (13%) vegna
blæðingar. Þar af voru 10 (43.5%) konur
og 13 (56.5%) karlar. Meðalaldur þeirra
var 72 ár (SF = 7.62 ár) og spannaði frá 51-
87 ár. Tími frá heilablóðfalli að mati var
að meðaltali 23.09 dagar (SF=19) og
spannaði 7-74 daga. 13 (56.5%) einstak-
lingar notuðu hjólastól til að fara um á
dvalarstað, tveir (8.7%) notuðu göngu-
grind og átta (34.8%) þeirra þurftu engin
ferlihjálpartæki.
I hægri heilahvelshópnum voru 19
(45.2%) einstaklingar, 8 (42.1%) konur og
11 (57.9%) karlar. 14 (74%) þeirra höfðu
fengið heilablóðfall vegna æðastíflu og 5
(26%) vegna blæðingar. Meðalaldur
þeirra var 69 ár (SF = 10.51 ár) og spann-
aði 51-87 ár. Tími frá heilablóðfalli að
mati var að meðaltali 24.37 dagar
(SF=13.82) og spannaði 7-49 daga. í allt 11
(57.9%) einstaklingar notuðu hjólastól til
að fara um á dvalarstað, einn (5.3%) not-
aði göngugrind og 7 (36.8%) þeirra þurftu
engin ferlihjálpartæki.
Niðurstöður
Þegar niðurstöður úr öllum hópnum (n =
42) eru skoðaðar á FIS kvarðanum kemur
í ljós að flestir einstaklinganna þurftu
mesta aðstoð við að klæðast, sérstaklega
við að fara í buxur (m = 1.30), sokka (m =
1.78) og skó (m = 1.93). Einstaklingarnir
þurftu minnsta aðstoð við að borða, sér-
staklega við að drekka úr glasi eða bolla
(m = 3.78), borða án áhalda (m = 3.73) og
12 IÐJUÞJÁLFINN 1/99