Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Qupperneq 13
borða með gaffli og skeið (m = 3.67). Geta
til tjáskipta var tiltölulega góð, þ.e. að tjá
sig (m = 3.26) og skilja mælt mál (m =
3.52). Þrír einstaklingar (7.14%) allir með
skaða í hægra heilahveli voru sjálfbjarga á
öllum atriðum og tveir einstaklingar, ann-
ar með skaða í vinstra heilahveli og hinn
með skaða í hægra heilahveli voru sjálf-
bjarga á öllum atriðum nema tjáskipt-
um. Niðurstöður á NSIS kvarðanum
bentu til að einkennin skert hreyfigeta
í hægri eða vinstri líkamshelmingi og
erfiðleikar með skipulagningu og röð-
un hefðu mest áhrif á færni við að
klæðast/afklæðast, snyrta sig og flytja
sig/fara um á dvalarstað.
• Fyrri rannsóknarspurningin
Til að svara fyrri rannsóknarspuming-
unni: „Em tengsl á milli fæmi við athafnir
daglegs lífs og einkenna sem stafa frá
skertu taugaatferli"?, var fylgni á milli at-
riða á FIS og NSIS skalanum reiknuð með
Spearman Rank Order fylgnistuðlinum.
Marktækni var náð ef p < .05.
Allur hópurinn: Flest marktæk tengsl
fundust á milli einkennisins skert skipu-
lagning og röðun (organization and sqeu-
encing) annars vegar og rúm- og afstöðu-
skynsörðugleika hins vegar og athafn-
anna að snyrta sig, flytja sig/fara um á
dvalarstað og að borða. Einnig fundust
marktæk tengsl á milli gaumstols á eigin
líkama og athafnanna að klæða sig og að
flytja sig. Ennfremur milli skertrar hreyfi-
færni (abnormal tone) í hægri líkams-
helmingi og athafnanna að snyrta sig og
flytja sig/fara um á dvalarstað (sjá 1.
mynd). Sterk marktæk fylgni var á milli
þess að skilja mælt mál og málstolsein-
kenna (Wernicke's aphasia, rho = -.944)
og þess að tjá sig og málstolseinkenna
(Broca's aphasia, rho = -.629).
Vinstri hópurinn: í vinstri heilahvels-
hópnum fundust flest marktæk tengsl á
nnilli þess að snyrta sig og borða annars
vegar og einkennanna skert skipulagning
og röðun, rúm- og afstöðuskynsörðug-
leikar og skert hreyfifæmi í hægri líkams-
helmingi hins vegar. Einnig fundust
marktæk tengsl á milli hreyfi- og huglægs
verkstols og þess að snyrta sig og ein-
kennisins huglægt verkstol og athafnar-
innar að borða (sjá 2. mynd). Sterk mark-
tæk fylgni var á milli þess að skilja mælt
mál og málstolseinkenna (Wemicke's ap-
hasia, rho = -.945) og þess að tjá sig og
málstolseinkenna (Broca's aphasia, rho = -
.651). Einkennin gaumstol á eigin líkama
og gaumstol á umhverfið komu fram hjá
þremur einstaklingum. Einkennið rúm-
og afstöðuskynsörðugleikar komu fram
hjá fjórum einstaklingum.
Hægri hópurinn: I hægri heilahvels-
hópnum fundust flest marktæk tengsl á
milli athafnanna flytja sig/fara um á dval-
arstað og að borða annars vegar og
gaumstols á eigin líkama og skertrar
hreyfifærni í vinstri líkamshelmingi hins
vegar (sjá 3. mynd). Sterk marktæk fylgni
mældist á milli athafnarinnar að tjá sig og
einkennisins þvöglumæli (dysarthria, r = -
.792). Einkennið somatoagnosia kom ekki
fram hjá þessum einstaklingum við að
klæða sig og snyrta. Huglægt verkstol
kom einungis fram hjá einum einstaklingi
í athöfnunum að klæða sig og snyrta.
Hjakk (perseveration) kom fram hjá
þremur einstaklingum í athöfninni að
snyrta sig, einum einstaklingi í athöfninni
flytja sig/fara um á dvalarstað og einum
einstaklingi í athöfninni að borða. Allir
einstaklingamir í hægri heilahvelshópn-
um vom sjálfbjarga (4 stig á FIS kvarðan-
um) við að drekka úr glasi eða könnu.
• Seinni rannsóknarspurningin
Til að svara seinni rannsóknarspurn-
ingunni: „Er munur á færni einstaklinga
sem ýmist hafa hlotið heilablóðfall í
vinstra eða hægra heilahveli"?, var mis-
munur á færni einstaklinga með skaða í
vinstri eða hægri heilahveli reiknaður út
með Mann-Whitney U prófi og Chi-Squ-
are prófi. Marktækni var náð ef p < .05.
Niðurstöður bentu til þess að röskun á
taugaatferli leiddi til mismunandi ein-
kenna hjá einstaklingunum eftir því hvort
skaðinn var í vinstra eða hægra heilahveli.
Mann-Whitney U prófið gaf til kynna
mismun á milli hægri og vinstri hópanna
á atriðum bæði á FIS og NSIS skalanum
(4. mynd).
Einstaklingar í vinstri heilahvelshópn-
um voru með skertari færni við að raka
sig/bera á sig krem, skilja mælt mál og að
tjá sig en einstaklingar í hægri heilahvels-
hópnum. Einkennið hreyfiverkstol hafði
meiri áhrif á færni einstaklinga í vinstri
hópnum við að klæða sig og snyrta, en þá
sem voru í hægri hópnum. Einkennið
gaumstol á eigin líkama hafði meiri
áhrif á færni einstaklinga í hægri
hópnum í ofannefndum verkum.
Skert hreyfifærni í hægri og vinstri
líkamshelmingi hafði áhrif á einstak-
linga í báðum hópunum. I vinstri
hópnum hafði skert hreyfifærni meiri
áhrif á færni við að snyrta sig en í
hægri hópnum við að klæða sig, fara
um á dvalarstað og borða. Chi-Square
prófið sýndi marktækan mun á milli fæmi
einstaklinganna við að skilja mælt mál og
tjá sig með orðum (sjá 5. mynd). Einkenn-
ið málstol (Wemicke's aphasia/málskiln-
ingur og Broca's aphasia/máltjáning) og
orðgleymska (anomia) hafði áhrif á færni
einstaklinga til tjáskipta í vinstri hópnum.
Þessi einkenni komu ekki fram hjá ein-
staklingum í hægri hópnum.
Umræða
Niðurstöðurnar bentu til marktækra
tengsla á milli fæmi við ADL og einkenna
sem stafa af röskun taugaatferlis. Þetta
samræmist niðurstöðum annarra rann-
sókna (Carter o.fl., 1988; Chen-Sea o.fl.,
1993; Denes o.fl., 1982; Eriksson o.fl., 1988;
Jesshope o.fl., 1991; Kinsella og Ford,
1980; Kotila o.fl., 1986; Rubio, 1994; Titus
o.fl., 1991; Walker og Lincoln, 1991).
Margir höfundar eru sammála um að
röskun á taugaatferli hafi áhrif á fram-
vindu í allri þjálfun. Niðurstöðurnar úr
rannsókninni styðja þó ekki tilgáturnar
sem voru settar fram í upphafi. í fyrstu til-
gátu er því haldið fram að flest tengsl séu
á milli einkennisins gaumstol og fæmi við
athafnir daglegs lífs. Hins vegar fundust
flest marktæk tengsl á milli einkennana
skert skipulagning og röðun, rúm- og af-
stöðuskynsörðugleika og athafnanna að
klæðast/afklæðast, snyrta sig, borða og
flytja sig í öllum hópnum. Hins vegar
hafði einkennið gaumstol á eigin líkama
mikil áhrif á færni einstaklinganna sér-
staklega við að klæðast/afklæðast, flytja
sig og komast um á dvalarstað. Þegar litið
er á niðurstöður úr hægri og vinstri heila-
hvelshópunum þá komu fram mismun-
andi marktæk tengsl á milli einkenna og
athafna daglegs lífs. í hægri heilahvels-
Niðurstöðurnar bentu til marktækra
tengsla á milli færni við ADL og ein-
kenna sem stafa af röskun taugaatferlis.
Þetta samræmist niðurstöðum annarra
rannsókna. Margir höfundar eru sam-
mála um að röskun á taugaatferli hafi
áhrif á framvindu í allri þjálfun.
IÐJUÞJÁLFINN 1/2000 13