Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 20

Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 20
Elín Ebba Ásmundsdóttir Viðhorf íslenskra iðjuþjálfa til fagmála Hér veröur fjallaö um viöhorf ís- lenskra iöjuþjálfa til fagmála. Þetta er síðari grein mín en sú fyrri birtist í Iðjuþjálfanum 1. tbl. 1999. Rannsóknin var gerö snemma árs 1998 í tengslum viö meistaranám mitt. Spurningarlisti var notaöur til aö mæla viöhorf íslenskra iðjuþjálfa til faglegra málefna. Athugaö var hvar íslenskir iöjuþjálfar væru staddir í fagþróun. Þættir eins og fagholl- usta, fagleg virkni og viðhorf til sjálf- ræöis voru kannaðir. Allt þýöi ís- lenskra iöjuþjálfa var spurt. Svarhlut- fall var 92%. Niðurstööur sýndu aö ís- lenskir iöjuþjálfar voru virkir í félag- inu, tilbúnir aö leggja eitthvaö aö mörkum fyrir fagiö og stunda rann- sóknir. Þó svo aö svörin væru áþekk sýndu T-próf og einhliða ANOVA tölfræöileg- an mun á einstaka breytum þegar tengsl viöhorfa til faglegra málefna viö menntun, starfsreynslu og út- skriftarland voru athuguö. Viðhorf til fagmála Hér verður fjallað um viðhorf íslenskra iðju- þjálfa til fagmála. Þetta er síðari grein mín en sú fyrri birtist í Iðjuþjálfanum 1. tbl. 1999. Rann- sóknin var gerð snemma árs 1998 í tengslum við meistaranám mitt. Spurningarlisti var not- aður til að mæla viðhorf íslenskra iðjuþjálfa til faglegra málefna. Athugað var hvar íslenskir iðjuþjálfar væru staddir í fagþróun. Þættir eins og faghollusta, fagleg virkni og viðhorf til sjálf- ræðis voru kannaðir. Allt þýði íslenskra iðju- þjálfa var spurt. Svarhlutfall var 92%. Niður- stöður sýndu að íslenskir iðjuþjálfar voru virkir í félaginu, tilbúnir að leggja eitthvað að mörk- um fyrir fagið og stunda rannsóknir. Þó svo að svörin væru áþekk sýndu t-próf og einhliða ANOVA tölfræðilegan mun á einstaka breytum þegar tengsl viðhorfa til faglegra málefna við menntun, starfsreynslu og útskriftarland voru athuguð. Þróun fagstétta Félagsfræðingar hafa reynt að skilgreina hvaða þættir þurfa að vera til staðar hjá fagstétt svo hún geti talist fræðigrein (Brown, 1992; Collins 1990; Selanders, 1990). Fræðigreinar hafa tengst hefðbundnum karlastéttum í gegnum aldirnar, til að mynda læknum og lögfræðingum. Alit margra félagsfræðinga og fræðimanna er að það sé ákveðin skekkja í þessum skilgreining- um á kostnað kvennastétta (Breines 1988; Kelly 1996; Taylor, 1995). Fageinkenni sem tengjast hinum hefðbundnu kvennastéttum hafa ekki þótt eftirsóknarverð eða svarað kröfum vísinda (Taylor, 1995). Vísindunum var í upphafi stýrt af karlmönnum og hafa því verið byggð á áherslum karla, en ekki kvenna. Það sama gild- ir um fagþróun stétta, þær hafa í aldanna rás verið byggðar á þörfum karla en ekki kvenna. Það er ekki nóg að konur mennti sig samhliða körlum. Ef gildismat þjóðfélagsins á að breytast verða konur hafa áhrif á allt skipulagið. Fyrsta merking enska orðsins „profession" - fagstétt, tengdist trú. Merkingin breyttist síðan og tengdist æðri menntun - háskólamenntun. Merkingin tengdist líka ákveðnu valdi og fjar- lægð (Brown, 1992). Nú hafa tímarnir breyst og merkingin tengist meira fræðiþekkingu (Selander, 1990) eða ákveðnum starfsgreinum. Störf þessara fyrstu háskólastétta var böðuð ljóma, menntun þeirra hafði háleit markmið og það þurfti langa menntun og þjálfun til að geta starfað við fagið. Starfið var kryddað dulúð, fórnfýsi og sterkri siðgæðisvitund: Að bjarga lífi, sanna sakleysi eða bjarga glötuðum sálum. Háskólastéttum hefur fjölgað gífurlega á síð- ustu áratugum. En skiptar skoðanir hafa verið á milli félagsfræðinga og fræðimanna hvaða fagstéttir eru í raun hinar einu sönnu mennta- stéttir eða fræðigreinar og hverjar þeirra geti talist til fræðigreina og þá með hvaða skilyrð- um (Freidson, 1983). Ein skilgreiningin á fræði- grein er sú að greinin sé fagstétt sem hafi sér- tæka þekkingu er á háskólastigi, stundi rann- sóknir og hafi völd í þjóðfélaginu. Önnur skil- 20 IÐJUÞJÁLFINN 1/2000

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.