Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Page 21
greining er sterk fagímynd, hluti af sjálfs-
mynd einstaklingsins sé fagímyndin,
stéttin sé sjálfráð, hafi vel skilgreinda
menntun, hafi sterka samkennd með öðr-
um í stéttinni og sýni faghollustu. Hug-
myndafræði greinarinnar sé byggð á vís-
indalegum grunni og greinin komi til
móts við þjóðfélagslegar þarfir/kröfur og
samfélagið þurfi á fræðigreininni að
halda (Collins, 1990).
Fagþróun
Fagþróun (professionaliztion) fjallar um
hvernig virtnan, námið og sérfræðisviðið
er skipulagt. Sjálfræði fræðigreinarinnar
er undirstaða þess að ná virðingu og
völdum í þjóðfélaginu (Beckman, 1990).
Fagstéttum á háskólastigi hefur fjölgað
gífurlega síðustu áratugina. Margir
fræðimenn hafa velt því upp hver sé
hinn raunverulegi hvati á bak við fagþró-
un fagstétta og hvort markmiðið með
lengingu náms og kennslu á háskólastigi
sé eingöngu þörf fyrir að auka þekkingu
og hæfni. Er þetta bara leið hjá viðkom-
andi fagstétt til að fá betri kjör, ná meiri
völdum eða öðlast betri stöðu á meðal
hinna stéttanna (Beckman, 1990; Collins,
1990; Green, 1991)? Fyrstu háskólastétt-
irnar voru læknar lögfræðingar og prest-
ar. Menntun þeirra fylgdí ákveðnu
skipulagi. Fræðigreinar sem á eftir komu
notuðu skipulag þeirra sem fyrirmynd í
eigin menntun.
Hjálparstéttir
Fagstéttir sem hafa haslað sér völl hafa
oft tekið aðrar starfsgreinar í fóstur til að
útfæra ákveðna verkþætti sem taka of
langan tíma eða þykja ekki hæfa frumút-
gáfunni. Um leið og þessar hjálparstéttir
fá sjálfstraust og finna fyrir getu sinni
gera þær auknar kröfur. Frumútgáfan
heldur þessum stéttum hins vegar í skefj-
um og ein vænlegasta leiðin er að halda
hjálparstéttinni ósjálfráðri (Wallis, 1987).
Nefna má dæmi eins og tilvísunarkerfi
lækna, þá þjónustu sem Tryggingarstofn-
un ríkisins greiðir fyrir, það að stjórn á
menntunar einnar stéttar sé í höndum
annarrar og síðast en ekki síst pólitískt
vald. Þrátt fyrir hindranir halda hjálpar-
stéttimar ótrauðar áfram. Þær eflast, afla
sér sérfræðimennhmar og gerast vísinda-
menn í eigin fagi. Hjálparstéttirnar eiga
þó langt í land hvað varðar virðingu völd
og áhrif (Collins. 1990).
Etzioni, 1969 kannaði einkenni hjálp-
arstétta og bar þær saman við frumstétt-
irnar. Hann komst að þeirri niðurstöðu
að hjálparstéttir skorti þekkingu, veik-
leiki væri í hugmyndafræði þeirra og
fagið byggði ekki á sértækri þekkingu
eða hugmyndafræði. Hjálparstéttir ættu
erfitt með að skilgreina sig frá öðrum
fagstéttum sem hefðu stutt nám, 5 ár eða
styttra og þekkingargrunnur væri þjón-
ustumiðaður með verklegum forsendum
(Etztoni, 1969; West,
1992). Fagfólk í
þessum svo
nefndu hjálpar-
stéttum hverfur
oft tímabundið
eða alfarið frá
störfum. Ein skýr-
ing gæti verið sú
að lítil samkennd er
meðal félaga og hjálparstéttirnar lúta
stjórn annarra fagstétta. Ennfremur er
starfssvið þeirra ekki nægilega virt og
skilgreint og aðrar fagstéttir ganga því
oft í störf þeirra. Hjá hjálparstéttum gefa
handleiðsla og stjórnum oft hæstar tekjur
en hjá frumstéttum er það færnin sem er
metin til tekna, til dæmis þegar um eftir-
sóttan lögfræðing eða sérhæfðan skurð-
lækni er að ræða.
Iðjuþjálfastéttin
Iðjuþjálfun hefur í gegnum öldina ekki
talist fræðigrein og það er fyrst nú á síð-
asta áratug sem fyrsti vísir af fræðigrein
innan iðjuþjálfafagsins hefur verið að
skjóta rótum. Upphafsmenn fagstéttar-
innar lögðu áherslu á iðju og hvernig
hún tengdist heilbrigði manna. A sjötta
áratugnum þegar stéttin var að reyna að
hasla sér völl og fá aukna virðingu í hin-
um læknisfræðilega heimi varð hún
meira tæknisinnuð og upprunalegri hug-
myndafræði um iðju mansins ýtt til hlið-
ar (Gilette & Kielhofner, 1979). Síðustu
tvo áratugina hefur iðjuþjálfastéttin reynt
að tengjast aftur fyrri sjálfmynd þar sem
nálgunin er heildræn (Gilette & Kiel-
hofner, 1979). Iðjuþjálfar um allan heim
hafa hafa skipst á skoðunum um hvað sé
stéttinni mikilvægt varðandi fagþróun
(Breines, 1988; Colman, 1992; Engelhardt,
1983; Fidler, 1979; Fleming, Johnson,
Marina, Seregel & Townsend, 1986;
Gilette & Kielhofner, 1979; Green, 1991;
Ivrine & Graham 1994; Mosey, 1981; Par-
ham, 1987; Taylor, 1995; Yerxa, 1995;
Wallis, 1987; West, 1992).
Að tilheyra kvennastétt er næg hindr-
un, en iðjuþjálfastéttin er einnig ósjálfráð
og háð tilvísun lækna. Tryggingakerfið
borgar ekki fyrir þjónustu nema í tengsl-
um við stofnanir og starfsvettvangur
iðjuþjálfa hefur ekki tengst vísindum.
Hin viðurkennda aðferðafræði mælir
ekki þá þætti sem iðjuþjálfar eru að fást
við með skjólstæðingum sínum, það að
hafa stjórn á eigin lífi, auka áhugahvöt,
efla lífskraftinn,
þátttöku og
hluttekningu
(Ottenbacher,
1990). Þetta
er oftast til-
finningalegt
mat sem
hvorki sést í
smásjá né hægt
er að vigta. Hins vegar ber að fagna því
að íslenskt nám í iðjuþjálfun hefur sjálf-
ræði og vonandi þróast það án afskipta
annarra fagstétta. Ennfremur gegna neyt-
endur heilbrigðisþjónustunnar stærra
hlutverki í þróun heilbrigðismála. Kröfur
neytenda kalla einnig á aukna áherslu á
virkni í þjóðfélaginu þrátt fyrir fötlun eða
takmarkanir. Ymsir neytendahópar telja
það sjálfsagðan rétt sinn að vera með í
ákvarðanatöku og víða erlendis eru þeir
virkir í pólitík. Þar sem kostnaður við
heilbrigðiskerfið eykst sífellt er krafan
meiri um að borga aðeins fyrir lausnir
sem hafa sannað gildi sitt. Því er krafan á
alla heilbrigðisþjónustu að sýna fram á
gildi hennar og þar er iðjuþjálfun ekki
undanskilin. Iðjuþjálfum hefur hins veg-
ar skort góð mælitæki sem sýna fram á
árangur og mikilvægi greinarinnar.
Ef iðjuþjálfastéttin á að þróast farsæl-
lega þarf hún menntun sem skilar af-
burðarhæfum iðjuþjálfum, uppfinninga-
sömum rannsakendum sem hafa þekk-
ingu til að stunda rannsóknir eftir hefð-
bundnum aðferðum (Van Deusen, 1993).
Þeir þurfa einnig að hafa þor og þrek til
að fara óhefðbundnar leiðir í rannsókn-
um (Schön , 1987). Menntunin þarf að ýta
undir og hvetja leiðtogaefni (Roger, 1982)
sem þora að taka þátt í hinni pólitísku
umræðu til þess að taka þátt í ákvörðun-
artöku til heilla fyrir þegnana (Yerxa,
1995). Þau vandamál sem iðjuþjálfar
verða kallaðir til að leysa í framtíðinni
verði hin svokölluðu fjölkvillavandamál
sem eru afar flókin og fáir ráða við. Iðju-
þjálfar hafa oftast setið uppi með það
Störf þessara fyrstu háskólastétta
var böðuð Ijóma, menntun þeirra hafði
háleit markmið og það þurfti langa
menntun og þjálfun til að geta starfað
við fagið. Starfið var kryddað dulúð,
fórnfýsi og sterkri siðgæðisvitund.
IÐJUÞJÁLFINN 1/2000 21