Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Qupperneq 23
Hversu vel finnst þér cftirfarandi stadhæfingar Ivsa skoðunum bínum?
Starfsgrundvöllur n M % 1 % 2 % 3 % 4 % 5
Ég tel að sérstaða iðjuþjálfiuiar sé sú að notuó er íhlutun scm hvetur skjólstæöingiiui til iðju sem höfðar til hans og hcfur þýðingu fyrir hann. 79 4.6 l 0 1 30 68
Ég tel að iðuþjálfar eigi að taka frumkvæði í verkefnum sem stuðla að vellíðan og heilbrigði. 78 4.6 0 0 3 33 64
Ég tel að iðjuþjálfun grundvallist á atliöfhum sem notaöar eru í meðferð og ná til grunnþátta: vinnu, hvíldar. árevnslu og leiks. 79 4.4 1 4 3 38 54
Mér ftnnst að meðferð iðjuþjálfa eigi að styðjast við óyggjandi kenningar eða hugimndafræði. 78 3.9 1 5 19 49 26
Mín skoöun er sú að iðjuþjálfar eigi aö sérhæfa sig. 79 3.6 0 9 33 47 11
Mér virðist iðjuþjálfar trevsta fremur á aðfcrðafræði eða tækni en ákveðnar kenningar í störfum. 77 3.5 3 11 29 52 5
Ath. Svannöguleikar voru: 1 = mjög ósammála, 2 = frekar ósammála, 3 = hlullaus, 4 = frekar sammála,
5 = mjög sammála.
3. mynd. Viðhorf til fagmála - starfsgrundvöllur. Mvndin sýnir meðaltö! og prósentuhlutföll
starfsreynslu eða útskriftarlands iðju-
þjálfa og fagmennsku og viðhorfum
þeirra til fagmála?
Fagmennska
Attatíu iðjuþjálfar svöruðu og þýddi það
92% svarhlutfall. Undir n í töflunum á 1,-
6. mynd sem hér fylgja er skráð hversu
margir svöruðu viðkomandi breytu og
prósentutölur og meðaltöl eru reiknuð út
frá þeim sem svöruðu. Fagmennska fyrir
utan klíniska vinnu er áhugi fyrir fagmál-
um og viðhaldi á fagþekkingu, lestri
fagefnis, endurmenntun, að sækja nám-
skeið og ráðstefnur eða ýmsa fræðslu, að
taka að sér kennslu og fræðslu, að taka
nema í verknám, skrifa um fagleg mál-
efni og ýmis önnur fræðistörf. Spurt var
hversu oft viðkomandi læsi fagtímarit
iðjuþjálfa og frá hvaða löndum þau væru,
einnig hve oft þeir lesa fagtímarit sem
fjalla um heilbrigðismál.
• Fagtímarit iðjuþjálfa: 46% iðjuþjálfa
sögðust lesa slík rit a.m.k. einu sinni í
mánuði, 27% a.m.k. tvisvar í mánuði,
15% tvisvar á ári og 13% a.m.k. einu
sinni í viku.
• Tímarit sem fjölluðu um heilbrigðis-
mál: 35% lásu a.m.k. einu sinni í mán-
uði, 33% tvisvar á ári, 23% tvisvar á
mánuði og 8% a.m.k. einu sinni í viku.
• Erlend iðjuþjálfablöð: 97% iðjuþjálfa
lásu erlend iðjuþjálfablöð, 72% lásu
iðjuþjálfablöð frá Danmörku, 49% frá
Ameríku, 30% frá Svíðþjóð, 21% frá
Kanada, 19% frá Noregi, 13% frá Bret-
landi og 5% frá Ástralíu. Þeir sem lásu
erlend iðjuþjálfablöð frá tveimur lönd-
um voru 64% iðjuþjálfa, 30% lásu frá
þremur löndum, 14% frá fjórum og 4%
frá fimm löndum.
• Fagleg virkni: Athuguð var fagleg
virkni síðast liðin fimm ár, 54% iðju-
þjálfa höfðu skrifað eina eða fleiri
greinar í Iðjuþjálfann, fagblað iðjuþjálfa
hér á landi. Þeir sem höfðu skrifað
greinar í önnur fagtímarit voru 19%,
32% höfðu skrifað greinar í dagblöð á
íslandi, 12% í erlend fagtímarit. 33%
höfðu haldið námskeið fyrir iðjuþjálfa,
10% komið fram í útvarpi eða sjónvarpi
varðandi fagið, 42% haldið erindi á
fundum annarra fagstétta, 24% flutt er-
indi á ráðstefnum, 10% á erlendum
ráðstefnum, 90% tekið þátt í námskeið-
um hérlendis, 49% farið á námskeið er-
lendis, 72% höfðu verið þátttakendur á
ráðstefnum hérlendis og 37% tekið þátt
í námskeiðum erlendis.
• Faglegur metnaður: Spurt var hvort
iðjuþjálfar töldu þörf á sérstaklega
skipulögðu BS - námi fyrir iðjuþjálfa
sem höfðu stundað nám erlendis og
ekki hlotið slíka gráðu. Þeir sem svör-
uðu játandi voru 70%, 23% sögðu nei
og 7% svöruðu ekki. Þeir sem höfðu
áhuga á á slíku námi voru 47%, 25%
voru þegar með slíka menntun eða
voru að afla sér meiri menntunar, 24%
höfðu ekki áhuga og 9% svöruðu ekki.
Af þeim sem höfðu diploma sýndu
60% áhuga að taka þátt í slíku námi.
Þegar spurt var hvort iðjuþjálfar teldu
sig hafa nægilega þekkingu til að hand-
leiða iðjuþjálfanema í verknámi fannst
71% að þeir hefðu það, 54% töldu sig
hafa þekkingu til að kenna hluta nám-
skeiðs undir handleiðslu umsjónakenn-
ara, 43% til að stunda rannsóknir
tengdar iðjuþjálfun og 18% nægilega
þekkingu til að kenna heilt námskeið
innan námsbrautar í iðjuþjálfun. Þegar
spurt var um áhuga á að sinna þessum
skyldum þá voru það 70% sem höfðu
áhuga að handleiða nema í verknámi,
58% til að stunda rannsóknir, 38%
kenna hluta af námskeiði og 14% að
kenna heilt námskeið við námsbrautina
í iðjuþjálfun.
• Faghollusta: Fjöldi þeirra sem svöruðu,
meðaltöl og prósentuhlutföll eru sýnd
á 1. mynd. Iðjuþjálfar voru tilbúnir að
leggja eitthvað að mörkum til eflingar
stéttarinnar og var kennt mikilvægi sí-
menntunar í skóla og mættu oftast á
fundi í félaginu. Þó svo að iðjuþjálfar
tæku ekki afgerandi afstöðu til stað-
hæfingarinnar „Ég get vel hugsað mér
að starfa við eitthvað annað en iðju-
þjálfun í framtíðinni", þá var meirihlut-
inn ánægður með framlag sitt til heil-
brigðisþjónustunnar og fannst að þeir
hefðu tekið þátt í þróun fagsins á ís-
landi, þótt þeir litu ekki á sig sem fag-
lega leiðtoga.
• Fagleg málefni: Sjá 2. mynd. íslenskir
IÐJUÞJÁLFINN 1/2000 23