Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Qupperneq 24
Menntun BS/MS Diploma (n=25) (n=55)
M M t fi
Ég er tilbúin(n) að leggja eitthvað af mörkum til eflingar iðjuþjálfunar. 4.4 3.9 2.60 .011
Ég er ánægð(ur) með framlag mitt sem iðjuþjálfi til heilbrigðisþjónuslunnar. 4.2 3.9 2.16 .034
Ég lít á mig sem faglegan leiðtoga innan iðjuþjálfastéttarinnar. 2.8 2.0 3.11 .003
Mér finnst að meðferð iðjuþjálfa eigi að styðjast við óyggjandi 4.3 3.8 2.25 .028
kenningar eða hugmvndafræði.
% % X2(df> 12
Lestur iðjuþjálfablaða a.ni.k. einu sinni í viku. 38 2 19.4 (3) <.001
Birting grcina í öðrum tímaritum cn iðjuþjálfatímaritum. 38 12 7.2(1) .01
Haldið erindi á ráðstefnum erlendis. 21 6 4.1 (1) .04
Þátttaka í ráðstefnum erlendis. 45 22 4.5(1) .04
Þekkingu og fæmi að kenna heilt námskeið innan námsbrautarinnar. 48 4 23.4(1) <.001
Þekkingu og fæmi að kenna hluta námskeið með liandleiöslu. 80 42 10.1(1) <001
Þekkingu og fæmi að handlciða iðjuþjálfanema í verknámi. 92 62 7.6(1) .01
Þekkingu og fæmi aö stunda rannsóknir tengdar iðjuþjálfun. 80 25 20.9(1) <.001
Aliuga á að kenna heilt námskeið innan námsbrautarinnar. 36 4 15.2(1) <.001
Áhuga á aö kenna hluta námskeiös mcð handleiðslu. 60 27 7.9(1) .005
4. mynd. Tölfræðilcgur munur - menntun.
iðjuþjálfar eru bjartsýnir og þeim þykja
framtíðarhorfur fagsins bjartar. Þeir
álíta að stefna þurfi að auknu sjálfræði
fagstéttarinnar og að Tryggingarstofn-
un ríkisins eigi að taka þátt í kostnaði
þjónustunnar. Iðjuþjálfum finnst að
flestir iðjuþjálfar kunni vel til verka og
séu faglegir, en tóku hlutlausa afstöðu
hvort einhver munur væri á milli nálg-
un eftir útskrifarlandi. Þeir voru ósam-
mála því að stéttin væri að tvístrast og
hefði ekki sameiginlega hugmynda-
fræði, að þeir þyrftu að vinna eingöngu
samkvæmt tilvísun lækna og að iðju-
þjálfar ættu að halda óbreyttri stöðu
sinni sem heilbrigðisstétt án sjálfræðis.
Svarendum fannst ekki erfitt að sann-
færa aðra um gildi iðjuþjálfunar.
• Starfsgrundvöllur: Sjá 3. mynd. Iðju-
þjálfar voru nokkuð einhuga hvað
varðaði starfsgrundvöll (sjá töflu), 98%
voru „frekar sammála" eða „mjög sam-
mála" um sérstöðu iðjuþjálfunar.
„Frekar sammála" eða „mjög sam-
mála" um að iðjuþjálfar ættu að taka
frumkvæði í fyrirbyggjandi starfi voru
97% og 92% voru „frekar sammála"
eða „mjög sammála" um mikilvægi
jafnvægis í athöfnum. Þegar taka átti
afstöðu til fullyrðingarinnar um að
„meðferð ætti að styðjast við óyggjandi
kenningar eða hugmyndafræði", tóku
19% hlutlausa afstöðu. Hlutlausum
svarendum fjölgaði upp í 33% þegar
taka átti afstöðu til sérhæfingar í faginu
og fullyrðingin „Mér finnst iðjuþjálfar
treysta fremur á aðferðafræði eða
tækni en ákveðnar kenningar í störf-
um" voru 29% hlutlausir og 52% „frek-
ar sammála" staðhæfingunni.
Tölfræðilegur munur
Tölfræðilegur munur er sýndur á 4.,5.,og
6. mynd. Ef menntun annars vegar og
fagmennska og viðhorf hins vegar voru
skoðuð þá var eftirfarandi tölfræðilegur
munur. BS, MS iðjuþjálfar og MS nemar
skildu sig frá iðjuþjálfun með diplóma.
Þeir fyrrnefndu lásu oftar fagtímarit um
iðjuþjálfun, birtu oftar greinar í öðrum
fagtímaritum en iðjuþjálfatímaritum,
voru oftar með framsögu á erlendum
ráðstefnum og fóru oftar á erlendir ráð-
stefnur. Þeir töldu sig einnig hafa oftar
nægilega þekkingu til að handleiða nema
í verknámi, stunda rannsóknir tengdar
iðjuþjálfun, kenna innan námsbrautar í
iðjuþjálfun og lögðu meiri áherslu á að
íhlutun iðjuþjálfa byggðist á óyggjandi
hugmyndafræði og kenningum. Einnig
áttu eftirfarandi staðhæfingarnar betur
við þá: „Ég lít á mig sem faglegan leið-
toga", „Ég er ánægður með framlag mitt
sem iðjuþjálfi í heilbrigðismálum" og „Ég
er tilbúinn til að leggja eitthvað að mörk-
um til eflingar á iðjuþjálfun".
Ef starfsreynsla var skoðuð og fag-
mennska eða viðhorf kom eftirfarandi
tölfræðilegur munur í ljós. Þeir sem voru
með 12 ára starfsreynslu eða meiri lásu
oftar iðjuþjálfablöð, birtu oftar greinar í
iðjuþjálfablöð, stjórnuðu námskeiðum
oftar, voru oftar með framsögu á ráð-
stefnum og fóru oftar á námskeið bæði
innan lands og utan. Þeir sem mestu
reynslu höfðu töldu sig oftar hafa þekk-
ingu á að handleiða nema í verknámi, en
þeir sem voru með minni reynslu. Þeir
sem voru með lengstu reynsluna höfðu
síður áhuga á að taka þátt í sérskipu-
lögðu BS - námi. Staðhæfingar sem fjöll-
uðu um leiðtogahlutverkið og að hafa
haft áhrif á þróun fagstéttarinnar áttu
betur við þá sem höfðu mestu starf-
reynsluna. Ef hópurinn sem hafði 6 til 11
ára reynslu er borinn saman við þann
sem hafði 0 til 5 ára reynslu, þá höfðu
þeir iðjuþjálfar sem voru með 6 til 11 ára
starfsreynslu minnstan áhuga á sérhæfðu
BS - námi. Hins vegar töldu fleiri í mið-
hópnum sig hafa nægilega þekkingu til
að handleiða nema og hafa tekið þátt í
þróun fagsins, en þeir sem höfðu 0-5 ára
starfsreynslu. Tölfræðilegur munur á við-
horfum fannst aðeins á milli þeirra sem
24 IÐJUÞJÁLFINN 1/2000