Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Qupperneq 28

Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Qupperneq 28
Iðjuþjálfi á FSA Staða iðjuþjálfa á öldrunarlækningadeild FSA á Kristnesi er laus til umsóknar frá 1. maí. Um er að ræða 100% starfí dagvinnu en hlutastarf kemur til greina. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi IÞÍ og fjármálaráðherra. Umsækjandi þarf að hafa Bsc. próf í iöjuþjálfun eða sambærilegt og löggildingu til þess að starfa sem slík- ur. Umsækjandi þarf að vera góðurí mannlegum sam- skiptum og hæfileika til að starfa sjálfstætt. í skipulagi FSA er gert ráð fyrir yfiriðjuþjálfa á endur- hæfingardeild og yfiriðjuþjálfa á öldrunarlækningadeild, ásamt 100% stöðu iðjuþjálfa og tveimur stöðum að- stoðarmanna iöjuþjálfa á Kristnesi. Á deildunum á Kristnesi er lögð áhersla á meðferð sjúklinga með sjúkdóma og áverka á miðtaugakerfi og stoðkerfi. Unnið erí nánu samstarfi við aðra starfs- menn deildarinnarí teymi. Endurhæfingardeild hefur verið starfrækt frá 1991 og öldrunarlækningardeild frá 1995. Forstöðuiöjuþjálfi er með aðsetur á Kristnesi. I gildi er samstarfssamningur milli FSA og Háskólans á Akureyri um kennslu, rannsóknir og endurmenntun. Verkleg kennsla nema í iðjuþjálfun fer fram á Krist- nesspítala. Umsóknum skal skila á umsóknareyðublaði FSA en þau liggja frammi á skrifstofu FSA, einnig er hægt að fá þau send í tölvupósti. Umsóknarfrestur um stöðuna er til og með 1. júní. Umsóknir skulu berast til Birgit Schov, forstöðuiðjuþjálfa, Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri, 601 Akureyri, sem jafnframt veitir nánari upplýs- ingar um stöðuna í síma 463 1100 eða í netfangi birgit@fsa.is <mailto:Birgit@fsa.is> Öllum umsóknum verður svarað. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Áhugahópur um A-ONE matstækið! Iðjuþjálfar á Landsspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut, í Fossvogi, á Grensási og Landakoti hafa stofnað áhugahóp um A-ONE matstækið. Hópurinn hittist á tveggja vikna fresti og ræðirýmislegt sem lýtur að notkun A-ONE í klínísku starfi og rannsóknum. Áhugasamir hafi samband viö Sigrúnu Garðarsdóttur iðjuþjálfa á Grensási, s: 525 1677, netfang: sigrgard@shr.is Áhugahópurinn vill einnig vekja athygli á nýjum bókum: Stroke Rehabilitation: A Function-Based Approach. Ritstjórar Glen Gillen og Ann Burkhardt. Gefin út 1998 af C.V.Mosby. Guðrún Árnadóttir iöjuþjálfi skrifar 13. kafla bókarinnar: Impact of Neurobehavioral Deficits on Activities of Daily Living. Bók þessi er aöallega skrifuö af iöjuþjálfum, en fagmenn annarra heilbrigðisstétta eru einnig höfundar. Cognitive an Perceptuai Dysfunction: A Clinical Reasoning Approach to Evaluation and Intervention. Carolyn Unsworth iðjuþjálfi er ritstjóri. Gefin út 1999 af F.A. Davis. Guðrún Árnadóttirer höfundur 10. kafla bókarinnar: Evaluation and Intervention with Complex Perceptual Impairment. 28 IÐJUÞJÁLFINN 1/2000

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.