Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Síða 31

Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Síða 31
og hvaða úrlausnir séu við hæfi fyrir hvern og einn. Sérhver þáttur getur verið býsna flókinn og ósjaldan stangast þeir á innbyrðis. • Það getur reynst erfitt að uppfylla þarfir fólks þegar tekið er mið af þeim tæknilegu úrræðum sem þekkt eru. Lög og reglugerðir, sem falla undir stjórnsýslu, stjórna því hvað er í boði og hvernig hægt er að fylgja málum eftir. Dæmi um þetta er drengur með einhverfu sem nýtir tölvu sérlega vel en reglugerðir T.R. heimila ekki styrk til tölvukaupa. • Ytra umhverfi getur verið þannig að ómögulegt er að framkvæma eitt og annað af því sem skjólstæðingurinn óskar eftir. Inn í þetta spilar m.a. búseta og möguleikar á þjónustu á svæðinu. • Stundum er misræmi í væntingum þeirra sem að máli koma og skortur á stuðningi í félagslegu umhverfi skjól- stæðings til að fylgja málum eftir. Sem dæmi má nefna ungling með hreyfi- hömlun sem gegnir hlutverki litla barnsins á sambýlinu þar sem hann býr. Þrátt fyrir að hann fái hjálpartæki sem eiga að auðvelda honum að kom- ast um sjálfur og vera sjálfstæður, hef- ur hann ekki þá leikni sem til þarf. Hugsanlega fær hann fá tækifæri til þess að nýta hjólastólinn til aukins sjálfstæðis fyrir öðrum heimilis- mönnum, eða jafnvel starfsfólki sem á erfitt með að láta af gömlum vana. Þjónustuferlið I grein sinni „Geðteymi á Reykja- lundi - þáttur iðjuþjálfunar", nýtir Kristjana Fenger (1998) líkan þeirra Fe- aring, Law & Clark (1997): „Occupational Performance Process Model" til að gera grein fyrir áætlun og framkvæmd iðju- þjálfunar á staðnum. 3. mynd sýnir þetta sama líkan aðlagað að þjónustuferli tæknilegra úrræða. Umfjöllunin er þó engan veginn tæmandi. Hjá skjólstæðingi, aðstandenda eða öðrum í umhverfi skjólstæðings (þ.á.m. iðjuþjálfa), vaknar sú hugmynd að tækni- leg úrræði gætu reynst vel til að takast á við ákveðinn vanda. Þar með hefst 2. mynd. Samspil tæknilegra úrræöa og annarra þátta hringrás, sem felur f sér nokkur þrep, og leiðir ýmist til lausnar vandans eður ei (Stanton, Thompson-Franson & Kramer, 1997; Fearing, Clark & Stanton, 1998). 1. þrep. Tilvísun, réttmæting og forgangsröðun Á þessu stigi á sér stað skimxm og upp- lýsingaöflun um hvað málið felur í sér. Litið er til þarfa skjólstæðingsins, þ.e. hvaða viðfangsefni hann þarf eða vill takast á við. Væntingar og skoðanir skjól- stæðingsins eru leiðandi afl í þessari upplýsingaöflun. Ef hann á erfitt með að tjá sig geta aðstandendur eða aðrir hugs- anlega talað máli hans. Þetta fyrsta þrep er í raun mikilvægasti hlekkurinn í keðj- unni og forsenda þess að hægt sé að ná árangri. Því ber að huga vel að grunn- upplýsingum og tryggja að eining ríki meðal þeirra sem að málinu koma um að hvaða marki skuli stefnt. 2. þrep. Velja fræðilega nálgun Valin er fræðileg nálgun sem stýrir því ferli sem á eftir kemur. Þar eð tæknileg úrræði eru oft yf- irgripsmikil og fjölbreytileg er algengt að iðjuþjálfinn nýti og samþætti þekk- ingu frá ólíkum faglíkön- um. Einnig getur verið nauðsynlegt að til komi þekking annarra fag- manna og í flóknum málum skilar virk teym- isvinna iðulega bestum árangri. Markmið skjól- stæðings og reynsla skulu þó ávallt höfð í forgrunni. Mikilvægt er að umorða og út- skýra fræðihugtök, þannig að skjólstæðingur og aðrir sem að máli koma geti tekið virkan þátt í umræðum. 3. þrep. Greina hæfni og umhverfi Horft er á einstaklinginn og umhverfi hans í ljósi fæmivandans. Safna þarf ítar- legum upplýsingum um hvað skjólstæð- ingurinn getur og hvernig, en einnig hvað hann getur ekki og hvers vegna. Að auki ber að líta til fyrri reynslu af notkun tæknibúnaðar. Mikilvægt er að greina með skjólstæðingi bjargir og úrræði sem kunna að vera til staðar í umhverfi hans. Það er góð vinnuregla að spyrja fyrst, hvað, hvernig og síðan af hverju því al- gengt er að fólk eigi við sama færnivanda að stríða en út frá ólíkum forsendum. 4. þrep. Meta hvort og hvaða tækni- búnaður henti þörfum og leikni skjólstæðings Upplýsingar um skjólstæðing, iðju hans og umhverfi eru notaðar til að greina hvort og hvaða búnaður henti best til að takast á við færni- vandann. Við val á búnaði ber að taka tillit til fjölmargra þátta, svo sem hönnunar, útlits, styrkleika, verðs, og þjónustuþarfar og breytilegt er hvað skiptir mestu hverju sinni. Hér sem fyrr þurfa sjónarmið skjólstæðingsins að vera í fyrirrúmi. I rannsókn Brook og Hoyer (1989) kom fram að eiginleikar eins og styrkleiki, skilvirkni og ending búnaðar skiptir fólk mestu við störf, en við eigin umsjá leggur það meiri áherslu á einfald- Snæfriður Þóra Egilson, 1999 Iðjuþjálfar þurfa einnig að temja sér að beina sjónum frá líkamlegum eða andlegum vandamálum skjólstæðings, en draga fram þau áhrif sem vandinn hefur á daglega iðju hans. í því er sérstaða fagsins falin. IÐJUÞJÁLFINN 1/2000 31

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.