Feykir


Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 19

Feykir - 26.11.2009, Blaðsíða 19
Maddömurnar er félagsskapur kvenna sem starfa við Árskóla á Sauðárkróki. Maddömurnar hafa œttleitt geymsluhús í eigu sveitarfélagsins sem stendur íportinu við Minjahúsið. Húsið hafa þœr flikkað verulega upp á en þar halda þœr markaði ogýmsar uppákomur. Jólablaðið leitaði í smiðju Maddamanna í leit að girnilegum jólauppskriftum ogvá, hvað við komum ekki að tómum kofanum þar, þvert á móti svignuðu borð undan krœsingum að hætti Maddamanna. Frönsk súkkulaðiterta 200 gr. suðusúkkulaði 200 gr. smjör 4 egg 250 gr. sykur 80 gr. hveiti 100 gr. saxaðar heslihnetur (efvill, ég s leppiþeim oft) Aðferð: Bræðið súkkulaði og smjör saman í vatnsbaði. Kælið örlítið, má þó ekki fara að storkna. Þeytið egg og sykur létt og ljóst. Blandið súkkulaðismj örinu saman við og þeytið aðeins. Setjið hneturnar út í hveitið og hrærið varlega saman við eggjablönduna. Hellið í vel smurt hveitistráð kringlótt klemmuform og bakið við 180°C í u.þ.b. 40 mín. Athugið að tertan á að vera svolítið blaut (klesst). Tertan látin kólna alveg áður en hún er losuð úr forminu. Skreytt með flórsykri og ferskum jarðarberjum sem skorin hafa verið í tvennt. Borin fram með léttþeyttum rjóma. Frábær sem eftirréttur eða bara á kaffiborðið.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.