Feykir


Feykir - 26.11.2009, Síða 38

Feykir - 26.11.2009, Síða 38
5$ jóbMiJíMJ *•**■ *★ + ■ * ★ * Jólamarkaöur í Hrímnishöll Lifandi jólamarkaöur S/grún (til hægri) selur afurðir sínar á sýningunni Sveitasælu. Heilmikill jólamarkaóur verður haldinn í Hnmnishöllinni Varmalæk laugardaginn 12. desember á milii kl. 13 og 18. Að markaðnum standa Sigrún Indriðadóttir og Jónheiður Sigurðardóttir og er stefnt að þvf að bjóða upp á handverk og matvöru auk þess sem börnin geta skoðað húsdýr og hægt verður að hlýða á tónlist. Hugmyndin að markaðn- um kviknaði að sögn Sigrúnar Indriðadóttur þegar hún fór á fúnd sem vaxtarsamningurinn stóð fyrir á Blönduósi. -Á fundinum var verið að tala um að reyna að finna einhvern vettvang þar sem handverksfólk í sýslunum þremur á Norður- landi vestra gæti komið saman og selt sínar vörur. Var í þvi samhengi verið að tala um að sniðugt gæti verið að hafa þetta jólamarkaði, einn í hverri sýslu og síðan gæti handverksfólk farið á milli markaða. Ég tók svo sem ekkert illa í hugmyndina en sagðist ekki hafa tíma til þess að standa í þessu. Það var síðan á heimleiðinni sem við Jónheiður fórum að tala saman og hugsa þetta aðeins betur, útskýrir Sigrún. -Það hafði verið talað um að kannski væri sniðugt að nota reiðhallirnar í þessu samhengi og mér datt þá í hug að Hrímnishöllin gæti verið sniðugur staður. Ég orðaði þetta við Magneu sem tók vel í hugmyndina. í framhaldinu ræddi ég þetta við ýmsa og allir tóku hugmyndinni vel. Þetta varð þvi svona eins og snjóbolti sem vindur upp á sig og á endanum var ég búin að tala við of marga og það var ekki aftur snúið, bætir hún við og hlær. Frá því vinnan í kringum markaðinn fór af stað hefúr Sigrún fengið þær Maríu Guðmundsdóttur og Önnu Jóhannesdóttur í lið með sér en þær eru allar handverkskonur í Skagafirði. -Það má segja að þessar konur hafi stutt mig með ráð og dáð og nú er svo komið að ég vil meina að þær standi að þessu með mér. Aðspurð segir Sigrún að á markaðnum megi selja allt sem heitið geti handverk og handunnar vörur auk þess sem leyfilegt verði að selja matvöru svo sem kartöflur, blóm og grænmeti auk matvöru sem unni er í vottuðum eldhúsum. En hvað með geymsludót? -Það er ekki það sem við sáum fyrir okkur á þessum markaði enda er nóg af mörkuðum þar sem leyft er að selja þess lags dót. Auk þess að versla nú og eða skoða úrvalið á markaðnum verður boðið upp á dýrahorn með húsdýrum fýrir börnin auk þess sem gert er ráð fýrir tón- listaratriðum og að líkindum verður hægt að kaupa veitingar á staðnum. Erþví tilvalið að gera hlé á jólaundirbúningi heima við og skella sér í sveitina. Þeir sem hafa áhuga á að vera með bás geta hringt í Sigrúnu í síma 453 8883 eða 823 2441 eða Maríu í síma 453 8227 eða 865 8227 fyrir þriðjudagskvöldið 8. desember. ( jÓLAMYNDAGÁTA FEYKIS Verðlaunamyndagáta Sendu réttu lausnina (myndatextann) á feykii@feykir.is fyrir 30. desember og þú gætir unnið tveggja mánaða áskrift af Feyki. Myndagátan að þessu sinni er byggð upp á myndum sem flestar eru fengnar að láni frá frú Google og segir frá því sem allir ættu að þekkja. Atriugið að ekki er gerður greinarmunur á stómm eða litlum stöfum né grönnum eða breiðum sérhljóðum. Lausnir skulu sendar á feykir@feykir.is fyrir 30. desember. Þrír heppnir fá tveggja mánaða áskrift að Feyki alveg fritt!!

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.