Tölvumál - 01.01.2007, Síða 6

Tölvumál - 01.01.2007, Síða 6
58% eru mjög eða nokkuð sammála þeirri fullyrðingu að vefsetur sveitarfélaga efli beint lýðræði og auki þátttöku íbúa í ákvörðunartöku. 54% svarenda telja að vefsetur minnki kostnað við að veita þjónustu sveitarfélaga. Svarendur telja helst að vefsetur sveitarfélaga bæti þjónustu við íbúa. 94% svarenda eru ýmist mjög eða nokkuð sammála þeirri fullyrðingu að vefsetur bæti þjónustu við íbúa. 86% eru sammála því að vefsetur sveitarfélaga bæti upplýsingamiðlun. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að starfsmenn sveitarfélaga muni á árinu 2007 einbeita sér að því að bæta aðgengi að þeim upplýsingum og þjónustu sem þegar er að finna á vefjum þeirra. 95% svarenda segja að það verði unnið að því verkefni á árinu 2007. Næstum því jafnmargir segja að bætt verði við miðlun frétta og upplýsinga á árinu 2007. 86% þátttakenda telja það verði á verkefnalista næsta árs að auka gagnvirka þjónustu. Um 75% aðspurðra búast við því að aðgengi sjónskertra á vefjum sveitarfélaga verði bætt. Vaxandi áhersla á lokaða þjónustuvefi sveitarfélaga Sífellt algengara er að fyrirtæki og stofnanir bjóði upp á lokuð vefsvæði með persónulegri þjónustu. Sveitarfélögin ætla sér ekki að verða eftirbátar í þeirri þróun ef eitthvað er að marka þessa könnun. 84% svarenda frá sveitarfélögum sem hafa sett upp slíkt vefsvæði segja eflingu þessarar þjónustu verða á verkefnalista ársins 2007. Öryggismál á Netinu hafa verið mjög til umræðu undanfarin misseri. 77% þátttakenda eru sammála því að aukið öryggi vefsetra sveitarfélaga verði á döfinni á árinu 2007. Þessi áhersla helst sjálfsagt í hendur við aukna áherslu á lokuð vefsvæði. Í könnuninni kemur fram mikill áhugi á því að efla möguleika íbúa til þess að hafa áhrif á gang mála í sínu sveitarfélagi í gegnum Netið. Þannig telja 71% þátttakenda að efling beins lýðræðis í gegnum vefsetur sveitarfélaga verði verkefni ársins 2007. Aðeins fleiri eða 80% telja að bætt þjónusta við nýbúa verði á verkefnalistanum. Ekki mikil áhersla á að lækka kostnað Það vekur athygli að einungis 56% telja að lægri kostnaður verði forgangsatriði á verkefnalista ársins 2007. Menn hafa því metnað til að auka við gagnvirka þjónustu, bæta upplýsingamiðlun og aðgengi þó að margir telji vefsetur sveitarfélaga ekki vera tæki til að lækka kostnað í rekstri. Þetta er sett fram með þeim fyrirvara að mjög margir svarendur í könnuninni koma frá stóru sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu en hins vegar virðist vanta upp á svörun frá smærri sveitarfélögum á landsbyggðinni. Mörg ljón í veginum Sveitastjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga virðast hafa mikinn metnað og væntingar hvað varðar þjónustu á Netinu. Helmingur svarenda telur þó að helsta hindrunin fyrir því að sveitarfélag nýti sér rafræna stjórnsýslu í ríkari mæli sé fjárskortur og að önnur verkefni sveitarfélagsins séu brýnni. Litlu færri eða 40% svarenda telja að það vanti hæft starfsfólk til að sinna tækni- og vefmálum. Einnig nefna margir áhugaleysi stjórnenda og sveitarfélaga um málaflokkinn. Atriði eins og öryggismál, flækjustig veftækninnar og vangaveltur um ávinning rafrænnar stjórnsýslu eru léttvægari hindranir í hugum þátttakenda. Mynd 3a: Áherslur í rekstri og þróun sveitarfélaga á árinu 2007 Mynd 3b: Áherslur í rekstri og þróun sveitarfélaga á árinu 2007 Mynd 4a: Helstu hindranir fyrir því að sveitarfélög nýti sér rafræna stjórnsýslu í ríkari mæli Mynd 4b: Helstu hindranir fyrir því að sveitarfélög nýti sér rafræna stjórnsýslu í ríkari mæli 6 | T Ö LV U M Á L 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:316

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.