Tölvumál - 01.01.2007, Qupperneq 8

Tölvumál - 01.01.2007, Qupperneq 8
Markmið Markmiðið með Ísland.is er að bæta og auðvelda aðgengi að opinberri þjónustu, lækka kostnað þeirra er þurfa að nota þá þjónustu og auka gæði hennar. Væntanlegir notendur þjónustuveitunnar eru því í raun allir sem eiga í samskiptum við opinbera aðila, bæði einstaklingar og fyrirtæki. Reynslan sýnir að almenningur og fyrirtæki nýta sér þá rafrænu þjónustu sem raunverulega sparar tíma eða fé. Sem dæmi má nefna að almenningur hefur tekið því fagnandi að geta keypt fl ugmiða, skilað skattframtali og sinnt bankaviðskiptum á Netinu. Jarðvegurinn fyrir Ísland.is er því frjór. Áfangaskipting og tímarammi Verkefnið er gríðarlega umfangsmikið og hefur því verið skipt upp í þrjá megináfanga. 1. Upplýsingagátt 2. Þjónustugátt, aukin gagnvirkni og sjálfvirkni í afgreiðslu 3. Einstaklingsmiðuð þjónustugátt, “Mín stjórnsýsla” Þjónustuveitan Ísland.is Ísland.is er þjónustuveita með heildstæðum upplýsingum um þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Þar verður hægt að nálgast þá gagnvirku þjónustu sem er í boði á hverjum tíma en gert er ráð fyrir að hún muni aukast hratt á næstu misserum. Vefurinn verður viðbót við aðra opinbera vefi og er í raun ætlað að vera einfaldur leiðarvísir fyrir almenning og fyrirtæki um frumskóg hins opinbera. Ísland.is er samstarfsverkefni ríkisstofnana, ráðuneyta og sveitarfélaga og eitt mikilvægasta verkefnið í stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2004 – 2007. Forsætisráðuneytið hefur yfi rumsjón með gerð vefsins. Þessir áfangar eru að nokkru leyti unnir samhliða en gert er ráð fyrir að fyrsta útgáfa af Ísland.is verði að stærstum hluta upplýsingagátt. Í henni verður þó vísað í þá rafrænu þjónustu sem nú þegar er í boði og vísað verður á eyðublöð sem eru á vefjum ríkisstofnana í þeim efnisfl okkum sem vefurinn nær til. Í heild má þegar fi nna rífl ega 2000 eyðublöð á vefjum ríkis og sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að vefurinn verði opnaður fyrri hluta árs 2007 og verði þá lokið fyrsta áfanga verkefnisins. Mikilvægt er að átta sig á því að Ísland.is er langtímaverkefni sem verður í stöðugri þróun og mun nýta sér nýjustu tækni og aðferðir á hverjum tíma. Í annarri útgáfu er stefnt að aukinni þjónustu við almenning og er ætlunin að auka til muna möguleika á sjálfsafgreiðslu og gagnvirkni. Slíkt hefur marga kosti í för með sér og má þar nefna: o ekki þarf að fylla út langar umsóknir og hlaupa á milli staða 8 | T Ö LV U M Á L 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:328

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.