Tölvumál - 01.01.2007, Page 10

Tölvumál - 01.01.2007, Page 10
1 0 | T Ö LV U M Á L o opið er allan sólarhringinn, engar biðraðir o ekki þarf að endurtaka upplýsingar sem þegar eru fyrir hendi hjá opinberum aðilum o hraðvirkari og öruggari afgreiðsla o hægt er að senda umsóknir beint í gegnum Netið Í þriðju útgáfu er stefnt að því að bjóða upp á „Mínar síður“, þar sem notendur geta nálgast upplýsingar um sig og sín málefni. Ýmis stoðverkefni tengjast Ísland.is og má þar nefna rafræna auðkenningu, rafrænar greiðslur, samskiptalag og gagnvirk samskipti eða eyðublöð. Til að hægt sé að bjóða upp á sjálfsafgreiðslu á Netinu þurfa þessi atriði að vera til staðar. Samskiptalagið mun auðvelda opinberum stofnunum að skiptast á gögnum á staðlaðan máta sem jafnframt er einfaldur og öruggur. Ætlunin er að útbúa staðlað umhverfi eða vettvang fyrir eyðublöð sem stofnanir og sveitarfélög hafi aðgang að og geti tekið í notkun með tiltölulega litlum tilkostnaði. Efnisfl okkar Á Ísland.is verður hafsjór af upplýsingum sem skipt verður upp eftir efnisfl okkum og á að vera auðvelt að fi nna það sem leitað er að. Sem dæmi má nefna að notandi Ísland.is sem er að leita að upplýsingum um húsaleigubætur þarf ekki að vita fyrirfram hvaða stofnun eða sveitarfélag hefur með þann málafl okk að gera. Hann getur valið um að leita eftir atriðisorðum, efnisfl okkum eða með frjálsri leit í öfl ugri leitarvél. Gert er ráð fyrir að eftirfarandi efnisfl okkar verði notaðir í fyrsta áfanga vefsins: o Atvinnulíf o Búseta/heimili o Efri árin o Ferðalög og samgöngur o Fjármál o Fjölskyldan o Heilsa o Innfl ytjendur o Menning og mannlíf o Menntun o Neytendamál o Öryrkjar/fatlaðir Til þess að gefa einhverja innsýn í hvernig framsetningu upplýsinga verður háttað eru hér fyrir neðan sýnd dæmi um texta á síðu þar sem fjallað er um búferlafl utning innanlands. Vakin er athygli á því að hér er um drög að ræða en ekki endanlegan texta. Samantekt Eins og fram hefur komið er verkefnið Ísland.is umfangsmikið langtímaverkefni sem á sér langan aðdraganda. Með því er stigið stórt skref til að mæta þörfum almennings og fyrirtækja fyrir aðgengi að opinberri þjónustu. Benda má áhugasömum á eftirfarandi erlendar upplýsinga-/þjónustuveitur: o www.direct.gov.uk o www.soumi.fi o www.norge.no o www.danmark.dk o www.fi rstgov.gov o www.sverige.se Búferlafl utningar innanlands • Þegar einstaklingur eða fjölskylda fl ytur úr einu húsnæði í annað, milli sveitarfélaga eða landshluta, skal samkvæmt lögum tilkynna um fl utninginn innan 7 daga til þjóðskrár eða til viðkomandi sveitarfélags. Ýmsar stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök uppfæra skrár sínar reglulega með upplýsingum frá þjóðskrá og því er mikilvægt að fólk tilkynni fl utning sem fyrst. Hafa ber í huga að misjafnt er hversu oft fyrirtæki og félagasamtök uppfæra þjóðskrána hjá sér. • Minnislisti vegna fl utninga: o Tilkynna nýtt lögheimili til þjóðskrár. Flutningseyðublað er á vef þjóðskrár en það er einnig hægt að nálgast hjá þjóðskrá, á skrifstofum sveitarfélaga og á lögreglustöðvum. o Ef börn og unglingar skipta um leik- og/eða grunnskóla þarf að tilkynna fl utning til gamla skólans og sækja um í nýjum skóla. o Lesa af orkumælum, rafmagns-, heitavatns- og kaldavatnsmælum. Hægt er að senda afl estur af mælum rafrænt til sumra orkufyrirtækja, annars skal hafa samband við skrifstofur þeirra, panta afl estur og tilkynna notandaskipti. o Tilkynna nýtt heimilisfang til Íslandspósts. o Kynna sér hvaða heilsugæsla eða heilbrigðisstofnun starfar á því svæði sem fl utt er til. Tilkynna sig og sína og sækja um heimilislækni. o Hægt er að fl ytja heimasímanúmer með sér hvert á land sem er. Nánari upplýsingar fást í þjónustuverum og á heimasíðum símafyrirtækja. o Meta hvort þörf sé á að tryggja búslóð sem fl utt er milli staða. o Tilkynna fl utning til erlendra fyrirtækja, félagasamtaka og annarra sem við á. • Á heimasíðum sveitarfélaga fást upplýsingar um stjórnsýslu og aðrar almennar upplýsingar um sveitarfélagið. Hjá svæðisvinnumiðlunum Vinnumálastofnunar má fi nna upplýsingar um störf í boði, starfsnámskeið og atvinnuleysisbætur. Krækjur: Flutningseyðublað þjóðskrár Leikskólar Grunnskólar Sveitarfélög Orkuveitur Íslandspóstur Vinnumálastofnun - svæðisvinnumiðlanir 2.tbl-31.arg.indd 14.1.2007, 22:3210

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.