Tölvumál - 01.01.2007, Page 11
Í rannsóknina voru valin af handahófi fyrirtæki úr verslun og framleiðslu og
fengust hér á landi 50 svör frá stjórnendum þeirra, sem þykja gefa allgott
þversnið af þessum geirum atvinnulífsins. Tekin voru ítarleg viðtöl við
stjórnendur sem svöruðu 36 spurningum um viðhorf þeirra til allra lykilþátta
rafrænna viðskipta og stöðu þeirra. Í þessari grein verður eingöngu fjallað um
svör við einni spurningu: ,,Hvernig metur þú mikilvægi þróunar í staðlagerð
á sviði rafrænna viðskipta?” Svarmöguleikar voru: ,,hef ekki skoðun”, ,,ekki
mikilvæga”, ,,mikilvæga” og ,,mjög mikilvæga”. Ef viðkomandi svaraði að
staðlaþróun væri mikilvæg, þá var spurt um af hverju hún væri mikilvæg.
Meðfylgjandi sneiðmynd sýnir niðurstöður könnunarinnar þar sem kemur
fram að 56% segja staðlaþróun mjög mikilvæga, 22% mikilvæga, 2% ekki
mikilvæga og 20% hafa ekki skoðun.
Ástæður þess að stjórnendum finnst staðlaþróun á þessu sviði vera mikilvæg
eru nokkuð mismunandi, en þær helstu eru eftirfarandi:
Sammæli um bestu aðferðir
- Auðveldar hagsmunaaðilum að ná samkomulagi um aðferðir og viðmið.
- Auðveldar samræmingu, hægt að treysta því að verkefnin séu alltaf
framkvæmd eins, auðveldar rekjanleika í rekstri.
Einföldun og traust
- Með notkun [öryggis-] staðla er síður hætta á rangri notkun tækninnar
(Spam).
- Hjálpar til við að auka upplýsingaöryggi.
- Hjálpar til við að bæta þjónustu og gera hana öruggari.
Ávinningur af stöðlum í rafrænum viðskiptum - Viðhorf
stjórnenda í verslun og framleiðslu
Um þessar mundir er verið að ljúka annarri af
þremur úttektum á stöðu rafænna viðskipta í
Eistlandi, Finnlandi, á Íslandi og í Rúmeníu.
Rannsóknin er þáttur í verkefninu eBusiness
Community Model – Research and Assessment
Project (eBCM-RAP), sem er þriggja ára verkefni
stutt af Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni
(NICe) og lýkur á næsta ári. Í verkefninu er með
hugtakinu „rafræn viðskipti“ átt við hvers konar
nýtingu upplýsingatækni í rekstri fyrirtækja og
stofnana og viðskiptum þeirra á milli.
Rúnar Már Sverrisson
verkefnisstjóri í eBCM-RAP verkefninu og
formaður fagstaðlaráðs í upplýsingatækni (FUT)
hjá Staðlaráði Íslands.
eru vinir manns
Staðlar
- Samskipti auðveldari, staðlar tryggja að hlutirnir virki.
- Einfaldar rafræn samskipti, ferlar verða markvissari, skjölum er auðveldlega
miðlað á milli ólíkra kerfa.
- Þegar staðlar eru notaðir er vitað við hverju má búast og hvað skal gert.
- Síður hætta á mistökum ef staðlar eru notaðir.
- Eykur líkurnar á lipru flæði samskipta milli viðskiptaaðila.
- Innihald rafrænna samskipta verður áreiðanlegra.
- Aðgengi að upplýsingum verður betra.
- Þægilegt að nota staðla við innleiðingu rafrænna viðskipta.
- Þegar leitað er nýrra viðskiptaaðila er horft eftir því hverjir noti staðla, það
eykur líkurnar á því að hlutirnir séu í góðu lagi.
- Ef allir nota sömu staðla þá má búast við því að kerfin skili því sem til er
ætlast.
Hagkvæmar lausnir
- Minni kostnaður við innleiðingu og rekstur kerfa.
- Sparar tíma fyrir alla.
- Hraðar innleiðingu uppýsingatækni.
- Auðveldar stjórnun.
Niðurstöður rannsóknarinnar eru skýrar: Stjórnendum í verslun og þjónustu
finnst að stöðlun sé mikilvæg í rafrænum viðskiptum. Hún auðveldar margt,
eykur tiltrú á lausnum og samstarfsaðilum og sparar tíma og peninga.
T Ö LV U M Á L | 1 1
2.tbl-31.arg.indd 16.1.2007, 22:3511